,,Draumagiggið´´ segir Sigurður Þorri Gunnarsson

Sigurður Þorri Gunnarsson verður einn af þremur kynnum í Söngvakeppni RÚV
Sigurður Þorri Gunnarsson verður einn af þremur kynnum í Söngvakeppni RÚV

Útvarpsmaðurinn góðkunni  segir frá því nú síðdegis á Facebooksíðu sinni að einn helsti draumur hans hafi ræst  þegar honum var boðið að vera einn af þremur kynnum í Söngaveppni RUV sem hefst í lok janúar.  Færslan er annars svona.

,, Loksins má segja frá þessu: Draumagiggið að fá að vera kynnir Söngvakeppninnar!  Þeir sem þekkja mig vita að þetta verkefni, að vera einn af kynnum Söngvakeppninnar, er eitthvað sem mig hefur dreymt um að takast á við frá því að ég var lítill. Fyrir utan áhugann á Eurovision hef ég gríðarlegan áhuga á lifandi útsendingum og stórum framleiðslum eins og Söngvakeppninni og er algjört nörd þegar kemur að því. Það er því einstakt tækifæri að fá að kynna keppnina í ár ásamt Ranghildi Steinunni og Unnsteini Manúel. Ég er þakklátur og auðmjúkur fyrir traustinu sem mér er sýnt.

Við ætlum að gera okkar besta í að skapa skemmtilega umgjörð utan um keppendurna og lögin sem eru auðvitað aðal málið. Þetta á að vera stærsta partý þjóðarinnar þar sem öll geta sameinast fyrir framan sjónvarpið og haft gaman!

Við hefjum leika 28. janúar með kynningarþætti Söngvakeppninnar þar sem lögin og flytjendurnir verða kynntir - sjáumst þá, á RÚV!“

 


Athugasemdir

Nýjast