Akureyri - Fallið frá banni við næturbrölti katta

Systurnar góðkunnu Begga og Lena þurfa ekki að koma heim fyrir miðnætti.   Mynd TBG
Systurnar góðkunnu Begga og Lena þurfa ekki að koma heim fyrir miðnætti. Mynd TBG

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar hefur fallið frá fyrirhuguðu útgöngubanni katta að næturlagi samkvæmt því sem kemur fram á vef RUV í dag.  Bannið  átti upphaflega að taka gildi um s.l. áramót en málinu var þá frestað og nú hefur verið hætt við þessa hugmynd.

Kattareigandi sem vefurinn hafði samband við var sátt við þessa niðurstöðu ,,Það er gott að skynsemin fékk að ráða í þessu vonlausa máli“ sagði hún.   ,,Það er gagnslaust að setja fram lög eða reglur sem ekki er gerlegt að framfylgja,  slíkt gerir viðkomandi samþykkt hlægilega“  

Aðspurð hvort hún teldi að kattareigendur gætu gert betur í umhirðu dýra sinna taldi hún ljóst að umræðan um útgöngubannið yrði til þess að kattareigendur gæfu málinu frekar gaum og við því mætti búast að fólk gætti betur að köttum sínum.  ,,Ég mun pottþétt endurskoða útivist minna katta og sérstaklega á varptímanum, og í kjölfar hans.  Við eigum öll að geta notið  fugla sem katta“ sagði þessi kattareigandi að lokum.


Athugasemdir

Nýjast