Fréttir

Efla - Fjölbreytt og krefjandi verkefni af ýmsu tagi

EFLA bauð viðskiptavinum sínum til fagnaðar í Ketilhúsinu í tilefni af 50 ára afmæli stofunnar, sem var í október síðastliðnum. „Ástæða þess að við vildum halda boð norðan heiða er vegna þess hversu mjög skrifstofan hefur stækkað að undanförnu,“ segir Hjalti Már Bjarnason, svæðisstjóri EFLU á Norðurlandi

Lesa meira

Hvað er góður skóli?

Tímamóta ráðstefna um menntamál: „Hvað er góður skóli?“ Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli verður haldin þann 12. apríl næstkomandi í Hofi á Akureyri. Ráðstefnan er ætluð sveitarstjórnarfólki, kennurum, starfsfólki skóla, áhugafólki um skólastarf, foreldrum og nemendum. Dagskráin hefst kl. 09.00 og lýkur um kl. 16.00.

Lesa meira

Eigendaskipti á elstu snyrtistofu Akureyrar

Eigendaskipti hafa orðið á elstu snyrtistofu Akureyrar en nýverið seldu þau Kristín Hildur Ólafsdóttir og Sigurður Sverrisson reksturinn á Abaco heilsulind.

Lesa meira

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára

Kiwanis klúbburinn Skjálfandi hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær sunnudag en þar var farið   yfir sögu klúbbsins í 50 ár

Lesa meira

Lokaorðið - Á hvítum sokkum

Einusinni var ég klædd í hnéháa hvíta sporsokka, ægilega fallega, enda átti að fara í fermingarveislu í sínu fínasta pússi.

Lesa meira

Flugi hætt til Húsavíkur

Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við Mýflug/Flugfélagið Erni um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja verði ekki framlengdir. 

Lesa meira

Ekki að sinni en það koma dagar

Nú er ný lokið bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta  þar sem Þórstelpur mætttu liði Kelfavikur.  Það var lið Keflavikur sem sigraði  89 – 67, staðan í hálfleik var 46 – 34 fyrir  Keflavik og 16 bikarmeistaratitill  félagsins  staðreynd.  

Lesa meira

Unnið í ÚA á laugardegi til að uppfylla óskir viðskiptavina í Frakklandi

Unnið var í fiskvinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa í dag, laugardegi, til að geta staðið við gerða samninga um afhendingu afurða til viðskiptavina í Frakklandi fyrir páska. Togarinn Harðbakur EA 3 landaði í Þorlákshöfn á fimmtudaginn og stóð til að aka hráefninu norður.

Lesa meira

Háskólar landsins tóku fagnandi á móti gestum

Háskóladagurinn sem haldinn er árlega og er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi var haldinn á fjórum stöðum á landinu þetta árið, Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.

Lesa meira

Tvílembingshrútar frá Hólshúsum fundust í Glerárdal eftir að hafa gengið úti í vetur

„Það var mikil gleði ríkjandi þegar þeir komu heim,“ segir Kolbrún Ingólfsdóttir sem um liðna helgi fékk tvílembingshrúta í hendur en þeir skiluðu sér ekki með móður sinni í réttina síðastliðið haust.

Lesa meira