Gunnar Líndal hættir sem bæjarfulltrúi á Akureyri
Gunnar Líndal oddviti L-listans við síðustu sveitarstjórnarkosningar hefur ákveðið að láta af störfum sem bæjarfulltrúi á Akureyri. Ástæðan er breyttar forsendur en Gunnar starfar sem forstöðumaður rekstrar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og mun fyrir hönd sjúkrahússins leiða byggingu nýrrar legudeildarálmu sem ljóst varð nýlega að fer í gang af fullum krafti á næstunni