Íþróttafólk Akureyrar 2022

Íþróttabandalag Akureyrar  og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi í dag þriðjudag kl 17.00.  Þar verður lýst kjöri íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2022.

Styrkir verða veittir til afreksefna, viðurkenningar til aðildarfélaga vegna Íslandsmeistaratitla og heiðursviðurkenningar Fræðslu og lýðheilsuráðs verða veittar.  Hápunkturinn verður svo þegar kjöri íþróttafólks bæjarins verður lýst.

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.   Húsið opnar kl 17.00, athöfnin sjálf hefst kl. 17:30.

Athygli skal vakin á þvi að streymt verður frá athöfninni á heimasíðu ÍBA, www.iba.is


Athugasemdir

Nýjast