Samningur við Súlur endurnýjaður

Fyrir utan Ráðhúsið á Akureyri eftir að samningurinn hafði verið undirritaður. Frá vinstri: Hjalti J…
Fyrir utan Ráðhúsið á Akureyri eftir að samningurinn hafði verið undirritaður. Frá vinstri: Hjalti Jóhannesson gjaldkeri Súlna, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Halldór Halldórsson formaður Súlna. Mynd akureyri.is

Í morgun var skrifað undir nýjan styrktarsamning Akureyrarbæjar við björgunarsveitina Súlur.

Samningurinn kveður á um að björgunarsveitin vinni samkvæmt skilgreindu hlutverki sínu en veiti einnig Slökkviliði Akureyrar aðstoð vegna sjúkraflutninga í slæmri færð og við verðmætabjörgun og bátaaðstoð.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Akureyrar.


Athugasemdir

Nýjast