Samningur við Súlur endurnýjaður
25. janúar, 2023 - 15:20
Gunnar Níelsson - gunnar@vikubladid.is

Fyrir utan Ráðhúsið á Akureyri eftir að samningurinn hafði verið undirritaður. Frá vinstri: Hjalti Jóhannesson gjaldkeri Súlna, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Halldór Halldórsson formaður Súlna. Mynd akureyri.is
Í morgun var skrifað undir nýjan styrktarsamning Akureyrarbæjar við björgunarsveitina Súlur.
Samningurinn kveður á um að björgunarsveitin vinni samkvæmt skilgreindu hlutverki sínu en veiti einnig Slökkviliði Akureyrar aðstoð vegna sjúkraflutninga í slæmri færð og við verðmætabjörgun og bátaaðstoð.
Frá þessu er sagt á heimasíðu Akureyrar.
Nýjast
-
Áhöfn Kaldbaks EA 1 hélt litlu jólin í gær. „Kokkurinn fór gjörsamlega á kostum“
- 10.12
Áhafnir fiskiskipa Samherja hafa undanfarna daga haldið í þann góða sið að halda upp á litlu jólin, þar sem borð svigna undan kræsingum. Slíkar veislur kalla eðlilega á góðan undirbúning kokkanna, sem undirbúa innkaup aðfanga vel og vandlega áður en veiðiferðin hefst. Sérstakur hátíðarmatseðill var útbúinn, rétt eins og á góðum veitingahúsum. -
Opnun tilboða vegna hönnunar á nýrri legudeild sjúkrahússins á Akureyri
- 09.12
Opnuð hafa verið tilboð vegna þátttöku í hönnun á nýrri legudeild sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Verkefnið felur í sér hönnun á 9.200 m2 nýbyggingu ásamt lóðarhönnun og aðkomu að deiliskipulagsbreytingu. Gert er ráð fyrir að nýbygging verði staðsett sunnan við núverandi byggingar á lóð SAk og tengd núverandi húsnæði. Á þriðja tug aðila, sem mynda sex hópa, sendu inn þátttökutilkynningu. Í framhaldinu verða fimm hópar valdir til þátttöku í útboðinu þegar forvalsnefnd hefur metið innsend gögn. Ef niðurstaða lendir á jöfnu mun fulltrúi sýslumanns draga út þann hóp sem ekki fær boð um að taka þátt í útboðinu. • Arkþing Nordic 1. Exa nordic 2. Lota ehf. 3. Myrra hljóðstofa 4. Líf byggingar • EFLA 1. ASK arkitektar 2. Ratio arkitekter • Mannvit 1. Arkís arkitektar • Verkís 1. TBL arkitektar 2. JCA Ltd 3. Brekke & Strand • VSÓ ráðgjöf 1. Hornsteinar arkitektar 2. Brunahönnun 3. Brekke & Strand 4. Niras • Teiknistofan Tröð 1. Teknik verkfræðistofa 2. TKM hönnun 3. Örugg verkfræðistofa 4. Hljóðvist -
Sveitarfélagamörk Akureyrarbæjar og Hörgársveitar - Hringtorg sett upp sem eykur umferðaröryggi
- 09.12
Vegagerðin vinnur að hönnun hringtorgs á vegamótum Lónsvegar við sveitarfélagsmörk Akureyrarbæjar og Hörgársveitar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 340 milljónir króna auk ríflega 300 milljóna til að gera undirgöng á svæðinu. Með þessari framkvæmd verða lögð niður hættuleg vegamót Lónsvegar við Hringveg. -
Metnaðarfull uppbygging fyrirhuguð að Hrauni í Öxnadal
- 08.12
Fyrirhuguð er uppbygging að Hrauni í Öxnadal sem hefur það markmið að heiðra minningu þjóðskáldsins, Jónasar Hallgrímssonar sem þar fæddist. Staðurinn skipar stóran sess í huga þjóðarinnar sem fæðingarstaður hans og vegna einstakar náttúrufegurðar með Hraundrangann sem höfuðtákn. Frá 1996 hefur fæðingardagur Jónasar, 16. nóvember, verið tileinkaður íslenskri tungu og minningu hans verið haldið á lofti með ýmsum hætti. -
Frá KDN - í kvöld byrjar boltinn að rúlla
- 08.12
Nú er Kjarnafæðimótið að rúlla af stað og er fyrsti leikurinn föstudaginn 8.desember. Við erum að sjálfsögðu full tilhlökkunar og getum ekki beðið eftir því að fara út á völlinn og keyra tímabilið í gang. -
Geðþjónusta SAk skert fram yfir áramót
- 08.12
Dag- og göngudeild geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri lokar tímabundið vegna endurskoðunar og umbóta á starfsemi. -
Jólagleði í Háskólanum á Akureyri
- 08.12
Það má með sanni segja að Háskólinn á Akureyri sé kominn í jólabúning. Hefð er fyrir því að halda 1. desember, Fullveldisdag Íslands og dag stúdenta hátíðlegan í háskólanum. Að þessu sinni ferðaðist Jólalest HA um háskólasvæðið og gladdi stúdenta og starfsfólk með söng, heitu súkkulaði og smákökum. Fyrir hádegi safnaðist góður hópur saman við Íslandsklukkuna þar sem Elín Díanna Gunnarsdóttir, starfandi rektor, flutti ávarp um mikilvægi stúdenta í sjálfstæðis- og fullveldisbaráttu Íslendinga. Að því loknu hringdi Sólveig Birna Elísabetardóttir, forseti Stúdentafélags Háskólans á Akureyri Íslandsklukkunni 23 sinnum, einu sinni fyrir hvert ár sem klukkan hefur staðið á stallinum við HA. -
Jólastemmning á Minjasafni
- 08.12
Það verður ýmislegt um að vera á Minjasafninu á Akureyri um helginga, en sýningar, söngur, fróðleikur og skemmtun einkenna dagskrá safnsins í desember. Safnið er komið í jólabúning og hið sama má segja um Nonnahús. Jólatónar, er yfirskrift tónleika flautukórs Tónlistarskóla Akureyrar en kórinn flytur jólatónlist kl. 13 til 15 á laugardag. Í kjölfarið verður jólasamsöngur með Svavari Knúti. Aðventudagur Handraðans verður í báðum húsum, Nonnahúsi og Minjasafninu á sunnudag, 10. desember frá kl. 13 til 16. Þann dag er einnig opið í Leikfangahúsinu. Ókeypis er fyrir fullorðna í fylgd með börnum í desember. -
Gatnagerðarframkvæmdir hafnar í Hrafnagilshverfi
- 08.12
Undirbúningur vegna 30 íbúða byggðar í Hrafnagilshverfi er hafinn, en syðst í hverfinu eru hafnar framkvæmdir við gatnagerð.
Athugasemdir