Töfrarnir í Aukaskrefinu

Sverrir Ragnarsson
Sverrir Ragnarsson

Ég var að spjalla við konu hér á Akureyri og hún spurði mig, Sverrir, hvað er þetta Töfrarnir í Aukaskrefinu?  Töfrarnir í Aukaskrefinu er námskeið þar sem lögð er áhersla á að vinna í sjálfum sér og verða betri útgáfan af sjálfum sér.  Ég legg mikla áherslu á að taka 100% ábyrgð á eigin árangri, hætta að kvarta og kenna öðrum hlutum eða fólki um að þú náir ekki þeim árangri sem þú ætlar þér.

 Við förum einnig yfir jákvætt viðhorf, að auka sjálfstraustið og hvernig á að setja sér markmið og vinna úr þeim.  Þetta eru náttúrulega allt hlutir sem við þekkjum og höfum að einhverju leiti verið að vinna með en það sem ég mun tala um á námskeiðinu er krafturinn og töfrarnir í að gera aðeins meira og alltaf vera að horfa á hvernig við getum bætt okkur sem einstaklingar.  Þetta verður annars vegar fyrir unga fólkið á aldrinum 10-16 ára og hins vegar fyrir fullorðna. 

Ég legg mikla áherslu á að þetta verði skemmtilegt og að þetts skili miklum árangri.  Svo verð ég með tvo eftirfylgni fundi fyrir hvort námskeið þar sem allir sem vilja koma á Zoom fund með mér og við förum yfir hvað fólkið hefur gert frá því að námskeiðinu í Hofi lauk.  Það er nefinlega þannig að við höfum öll farið á námskeið eins og þessi og þegar því er lokið gerir fólk voða lítið með þessi frábæru skilaboð og þar af leiðandi ætla ég að fylgja þessu eftir og hjálpa fólkinu að ná meiri árangri.

Afhverju á Akureyri?

En Sverrir, hvers vegna að koma með þetta hingað til Akureyrar, er ekki miklu stærri markaður í Reykjavík eða Denver þar sem þú býrð?  Jú, vissulega eru þetta miklu stærri markaðir en þar sem ég er fæddur og uppalinn hér á Akureyri langaði mig að koma hingað og hjálpa Akureyringum og nærsveitungum að verða besta mögulega útgáfan af sjálfum sér.  Akureyri og þetta umhverfi gerði góða hluti fyrir mig og því vildi ég byrja hér.  Ég get alltaf farið á hina staðina seinna. 

Svo er náttúrulega sú ástæða að það eru engir sem koma hingað til Akureyrar með svona námskeið og mér finnst að Akureyri og landsbyggðin eiga það algerlega skilið að fólk eins og ég komin og hjálpi til.  Einnig langaði mig til þess að ná til unga fólksins því þessir hlutir sem ég tala um á námskeiðinu eru ekkert sérstaklega kenndir í skólum. 

Skólarnir sjá um að kenna aðra hluti og þar að leiðandi er þetta fullkomið tækifæri fyrir krakka og fullorðna til þess að mæta og læra hluti sem ég kenni háttsettum stjórnendum, íþróttafólki og almennu starfsfólki. 

Nú ert þú kona sem hefur náð miklum árangri í því sem þú ert að gera en þú leitaðir til mín eftir hjálp til að ná enn meiri árangri heldur en hingað til.  Ég vil meina að allir skuldi sjálfum sér að mæta á svona námskeið og/eða senda börnin sín því við getum öll gert betur og það er enginn sem nær árangri með því að gera allt einn.   

Við þurfum öll hjálp til að bæta okkur og þetta er fullkomið tækifæri og ég staðfesti hér með að þú munt verða betri með því að mæta til mín í Töfrarnir í Aukaskrefinu þann 7.jan. 

Hægt er að skrá sig á námskeiðin á www.mak.is


Athugasemdir

Nýjast