Fyrsta barnið á Akureyri, drengur fæddur 2. janúar

Alsælir foreldrar, Jóndís Inga Hinriksdóttir og Hallgrímur Mar Steingrímsson með drenginn sinn, fyrs…
Alsælir foreldrar, Jóndís Inga Hinriksdóttir og Hallgrímur Mar Steingrímsson með drenginn sinn, fyrsta barn ársins á Akureyri Mynd Ingibjörg Hanna Jónsdóttir

Fyrsta barnið sem fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri fæddist 02.janúar kl 18.08 og var drengur, 3144 gr að þyngd. Foreldrarnir eru Jóndís Inga Hinriksdóttir og Hallgrímur Mar Steingrímsson.

Ingibjörg Hanna Jónsdóttir yfirljósmóðir á fæðingardeild SAk segir að á liðnu ári, 2022 hafi fæðingar orðið 429 talsins og í þeim fæddust 436 börn, en tvíburafæðingar urðu 7 talsins á árinu. Skipting milli kynja er jöfn, 218 stúlkur og 218 drengir.

Árið 2021 fæddust 488 börn á Akureyri, en Ingibjörg segir að meðalfjöldi fæðinga síðustu ár sé í kringum 420, „svo við erum aðeins ríflega yfir meðalári,“ segir hún. Meðalþyng fæddra barna var rúmlega 3600 grömm sem er það sama og var fyrir 20 árum.


Athugasemdir

Nýjast