Dvergaholt 2 í Sandgerðisbót, tvö hús til viðbótar tilbúin að ári

Tvö hús til viðbótar verða reist við Dvergaholt 2 í Sandgerðisbót á Akureyri, þau verða afhent í feb…
Tvö hús til viðbótar verða reist við Dvergaholt 2 í Sandgerðisbót á Akureyri, þau verða afhent í febrúar á næsta ári.

„Reynslan af húsunum er góð og því var tekin ákvörðun um að bæta tveimur húsum við,“ segir Andri Teitsson formaður Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.

Óskað var tilboða í hönnun og byggingu tveggja húsa við Dvergaholt 2 í Sandsgerðisbót og barst eitt tilboð, frá SS-Byggi og var það að upphæð ríflega 79 milljónir króna. Hvert hús er um það bil 55 fermetrar að stærð.

Fyrir eru á svæðinu tvö samskonar hús sem tekin voru í notkun fyrir tæpum tveimur árum. Andri segir að seinni húsin tvö verði afhent í febrúar árið 2024 eða eftir um það bil eitt ár.


Athugasemdir

Nýjast