Fjölmenni á kynningu um „Virk efri ár“

Mynd: Akureyri.is
Mynd: Akureyri.is

Um 220 manns sóttu kynningu á verkefninu „Virk efri ár“ sem haldin var í Hofi um síðustu helgi og ennþá er auðsótt að skrá sig til leiks. Verkefninu er ætlað að styðja við heilsueflingu eldri íbúa sveitarfélagsins en rannsóknir hafa sýnt að regluleg hreyfing skiptir afar miklu máli þegar kemur að því að bæta eigin heilsu og auka lífsgæði. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar þar sem einig er hægt að nálgast frekari upplýsingar.

Í fyrstu lotu sem stendur í 12 vikur verður t.d. í boði blak, styrktaræfingar, borðtennis, göngufótbolti, jóga, leikir, badminton, göngukörfubolti, innanhúss frisbígolf (folf), pílukast, gönguferðir, sundleikfimi og fræðsla. Allar uppástungur og ábendingar um fleiri kosti eru vel þegnar. Þátttakendur eru hvattir til að prófa sem flest og stefna að því að finna að lágmarki þrennt sem höfðar til þeirra. Æfingar hefjast 13. febrúar og er mánaðargjald 4.900 kr.


Athugasemdir

Nýjast