Slökkvilið Akureyrar - Ný og öflug flotdæla í notkun

Slökkvilið Akureyrar festi nýverið kaup á flotdælu sem auðveldar slökkvistarf, einkum þar sem taka þ…
Slökkvilið Akureyrar festi nýverið kaup á flotdælu sem auðveldar slökkvistarf, einkum þar sem taka þarf vatn úr ám eða öðrum vatnsbólum. Liðsmenn prófuðu nýju flotdælunum við stífluna í Glerá og reyndist hún vel.

„Þetta er partur að því að auka gæði verkfæra sem við höfum aðgang að, til að tryggja fagmannlegt, öruggt og fljótt viðbragð við mismunandi aðstæðum,“ segir Gestur Þór Guðmundsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar. Liðið festi á dögunum kaup á nýrri flotdælu og prófaði hana í fyrsta sinn við stífluna í Glerá.

 Gestur segir að nýja flotdælan hafi í för með sér gífurlega framför. „Við höfum ekki átt flotdælu áður, aðeins sogdælur sem þarf að hafa á landi og frá henni er lagður  barki. Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga svona dælur þegar slökkvistarf á sér stað þar sem takmarkaður aðgangur er að vatni. Meðal annars þar sem engir brunahanar eru eða önnur vatnstengi eins og  i sveitum, í kringum gróðurelda og annað slíkt.,“ segir hann.

 Flotdælan er sérstök að því leiti að hún flýtur á vatni og hægt er að láta hana fara langt út á það til að tryggja að ekki fari mold og annar úrgangur frá botni i dæluna og þar að leiðandi í lagnir.

 


Athugasemdir

Nýjast