Álag á þeim sem starfa við umönnun hefur aukist

Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju
Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju

„Mér virðist sem álag fari vaxandi meðal ákveðinna starfsstétta og þar verðum við vör við að kulnun er að færast í aukana,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju. Þar væri um að ræða fólk sem vinnu við umönnum. Streita í þessum hópi hefur einnig aukist.

Hann segir að vinnuálag hafi aukist og þá einkum hjá þeim sem starfa í umönnunargeiranum, að því er fram komi í kjarakönnun sem gerð var meðal félagsmanna í Einingu-Iðju. „Við sjáum að það er meira álag á starfsfólki sem vinnur m.a. á hjúkrunarheimilum og á sambýlum. Það stafar eflaust m.a. af því að þegar vantar fólk á vaktir er ekki alltaf kallað á aukamannskap, starfsfólkið sem fyrir er þarf bara að hlaupa hraðar, störfin falla ekki niður, það þarf að gera það sama, en það eru færri hendur að vinna þau,“ segir Björn.

Hann bætir við að aukið álag í vinnu hafi í för með sér að fólk brenni frekar út og sú staðreynd blasi við, að æ fleira starfsfólk hafi lent í kulnun og sé frá vinnu af þeim sökum oft til lengri tíma.


Athugasemdir

Nýjast