Yfirlýsing frá meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar

Bæjarskrifstofurnar á Akureyri
Bæjarskrifstofurnar á Akureyri

Hinn 1 júlí 2021 varð hörmulegt slys í hoppukastala á Akureyri sem kostað hefur ómældar þrautir  og þjáningar.

Nú hefur verið lögð fram ákæra á hendur fimm einstaklingum vegna slyssins og þeirra á meðal er forseti bæjarstjórnar Akureyrar Heimir Örn Árnason.  Heimir Örn var á þeim tíma formaður unglingaráðs handknattleiksdeildar KA sem var í samstarfi við eigendur hoppukastalans og er ákærður sem slíkur.

Forseti bæjarstjórnar skorast ekki undan ábyrgð á nokkurn hátt en rétt er að undirstrika að Heimir  Örn Árnason gengdi engum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið þegar slysið átti sér stað.  Ákæran fer sína leið fyrir dómstólum og snertir ekki núverandi hlutverk hans innan bæjarstjórnar Akureyrar.

Við undirrituð lýsum yfir fullu og óskoruðu trausti til Heimis Arnar Árnasonar, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, og starfa hans í þágu sveitarfélagsins og bæjarbúa.

 

Akureyri 30. Janúar 2023

Andri Teitsson

Halla Björk Reynisdóttir

Hlynur Jóhannsson

Hulda Elma Eysteinsdóttir

Lára Halldóra Eiríksdóttir


Athugasemdir

Nýjast