Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur við embætti matvælaráðherra
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur tekið sæti sem matvælaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Bjarkey tók við lyklavöldum í matvælaráðuneytinu í dag af Svandísi Svavarsdóttur sem tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nóvember árið 2021 og við embætti matvælaráðherra við stofnun matvælaráðuneytis 1. febrúar árið 2022.