Fréttir

ÁTVR leitar að húsnæði fyrir Vínbúð

Ríkiskaup auglýsir eftir 600-800 fermetra húsnæði fyrir Vínbúð á Akureyri.  Meðal krafna ÁTVR má sjá að húsnæðið þarf að vera á skilgreindu miðsvæði eða verslunar og þjónustusvæði. Liggja vel að almenningssamgöngum eins hjólandi og gangandi umferð.  Gerð er krafa um gott aðgengi allrar umferðar og bílastæðum fyrir 50-60 bíla svo fátt eitt sé tilgreint. 
Frestur til þess að skila inn svörum um pláss rennur út 27 sept n.k. 

Lesa meira

Afturbati eða sama tóbakið?

Ragnar Sverrisson skrifar

Lesa meira

„Flatbrauð með hangi og kókómjólk“

Það er óhætt að fullyrða að mikil spenna geri nú vart við sig  hjá áhugafólki um sauðfjárrækt því að um komandi helgi eru mjög víða réttir á Norðurlandi.  Gangnafólk hefur lagt í ann og ekki er hægt að segja að veðrið verði til verulegra trafala a.m.k. ekki þegar þoku hefur létt. 

Lesa meira

Snarpur jarðskjálfti við Grímsey í nótt

Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mæld­ist um 12 km. austn­orðaust­an af Gríms­ey kl. 04.01 í nótt

Lesa meira

Iðnaðarsafnið stendur fyrir söfnun vegna smíði líkans af Húna ll

Í fréttatilkynningu sem Iðnaðarsafnið á Akureyri sendi frá sér í morgun kemur fram að 22 júni á næsta ári verða liðin 60 ár frá þvi að Húni ll var sjósettur.  Í tilefni þessa áfanga áformar safnið að láta smíða líkan af  Húna og hefur Elvar Þór Antsonsson á Dalvík tekið verkið að sér.  Báturinn var smíðaður  í Skipasmíðastöð KEA

Lesa meira

Björgvin Franz er Billy Flynn

Björgvin Franz hefur leikið með leikfélaginu síðustu misseri. Hann lék Aðalstein álfakóng í söngleikinum Benedikt búálfur og Lárensíus sýslumann í verkinu um Skugga Svein

Lesa meira

Þrítugur dæmdur, sextugur heiðraður – Davíð Stefánsson á Akureyri

Lesa meira

Kirkja rís í Grímsey

Verið er að reisa nýja kirkju í Grímsey.

Lesa meira

Varðskipið Þór flytur efni til endurbyggingu á Grímseyjarkirkju

Skipsverjar á varðskipinu Þór fluttu í morgun tæplega 11 tonn af steyptum hellum sem voru á vörubrettum í land  í Grímsey en hellurnar  verða notaðar  við kirkjubygginuna sem  nú er i fullum gangi í eynni.  Svo vel vildi til að varðskipið var við eftirlit á hafsvæðinu við Grímsey og því um að gera að nota tækifærið.

Lesa meira

Nökkvi Freyr Þórisson til Beerschot

Heimasíða KA greinir frá.  

Nökkvi Þeyr Þórisson er á leið í læknisskoðun hjá belgíska liðinu Beerschot. Félögin hafa komið sér saman um kaupverð og ef allt gengur að óskum hjá Nökkva mun hann ganga til liðs við belgíska félagið fyrir lokun gluggans í Belgíu annað kvöld. Samningurinn mun gilda út árið 2025

Nökkvi sem nýlega varð 23 ára hefur vakið gríðarlega athygli fyrir framgöngu sína með KA liðinu, þá sérstaklega á núverandi tímabili, en hann er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 17 mörk.

Lesa meira

Nýr sveitarstjóri í Þingeyjarsveit

Jón Hrói Finnsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Alls sóttu 10 umsækjendur um starfið og þrír drógu umsóknir sínar til baka

Lesa meira

Í annarlegu ástandi og otaði hníf að fólki

Eitt og annað hefur verið á verkefnalista lögreglunnar á Norðurlandi eystra um helgina 

Lesa meira

Hönnunar- og handverksmessa í sal Rauða krossins

Alls taka 13 sýnendur þátt í sýningunni í sal Rauða krossins á Akureyri.

Lesa meira

Tveir norðlenskir í landsliði kjötiðnaðarmanna

Lesa meira

Viðburðaríkt, fjölbreytt og umfram allt spennandi starfár fram undan

Eva Hrund Einarsdóttir nýr framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar

Lesa meira

Samið við Eyrarland um upptöku bæjarstjórnarfunda

Eyrarland átti lægra tilboð en N4 í upptökur á fundum bæjarstjórnar

Lesa meira

Sveitarstjóri Norðurþings kynnti sér stækkun Silfurstjörnunnar

Verklegum framkvæmdum við stækkun landeldisstöðvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirði, Silfurstjörnunnar, miðar vel áfram

Lesa meira

Gátu ekki leynt aðdáun sinni á KA-merkinu

En pabbinn lét sér fátt um finnast, þagði og horfði í aðra átt

 

Lesa meira

Risastór ráðstefnuhelgi í Háskólanum á Akureyri

Tvær ráðstefnur á vegum MSHA og von á um 300 ráðstefnugestum

Lesa meira

Framkvæmdir að hefjast við byggingu 132 íbúða

Búfesti að hefja stórt verkefni í Þursaholti

Lesa meira

Sjómannafélag Eyjafjarðar og Niceair í samstarf

Sjómannafélag Eyjafjarðar og Niceair hafa skrifað undir samstarfssamning

Lesa meira

Frábær viðbót við nám sviðslistabrautar

Árni kennir F. Sigurðsson MA-ingum tækni leikhússins

Lesa meira

Framkvæmdir í Skautahöllinni á Akureyri - Myndband

Svellagerð að hefjast

Lesa meira

Berlín og Edinborg bætast við áfangastaði Niceair í haust

Niceair  hefur tilkynnt að þriggja nátta borgarferðir  verið í boði nú í haust til Berlinar  og Edinborgar.  Flogið verður til Edinborgar  20. október og  17. nóvember n.k.  en Berlínarflugið verður 10. nóvember  og  1. desember n.k.

,,Berlín er rík af sögu, fjölbreytileika og menningu. Mikið úrval er af verslunum og veitingastöðum frá öllum heimshornum og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  Edinborg er ævintýraleg borg sem gaman er að dveljast í. Stutt flug, einstaklega fallegur arkitektúr, skemmtilegir markaðir og frábærar verslunargötur þar sem hægt er að gera góð kaup.

 Jólamarkaðirnir í Berlín og Edinborg gefa einstaklega upplifun og koma þér svo sannarlega í jólaskap."

Segir í tilkynningu Niceair.

Lesa meira

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar hefst í september

Kennsla fer fram í Hofi

Lesa meira

„Við lofum gleði og almennum fíflalátum“

Fjölskyldufjör með Halla og Góa ásamt Jóni Ólafs

Lesa meira

Fækkun sýslumanna – stöldrum við

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Lesa meira