
Tónlistarhátíðin „Ómar“ í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Tónlistarhátíðin ÓMAR verður haldin í fyrsta sinn næstkomandi laugardag í Verksmiðjunni, Hjalteyri. Milli klukkan 13 og 17 verður opin vinnustofa þar sem gestir geta tekið þátt og prófað nýsmíðuð hljóðfæri. Um kvöldið, kl. 20, verða tónleikar þar sem má m.a. heyra í dórófón, raflangspilum og gervigreindum hljóðforritum