Uggur í stjórnendum SAk vegna álags sem skapast við komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum

tölur um fjölda einstaklinga sem leita á bráðamóttöku SAk og eru ekki sjúkratryggðir
tölur um fjölda einstaklinga sem leita á bráðamóttöku SAk og eru ekki sjúkratryggðir

Á seinasta fundi bæjarráðs Akureyrar fór fram umræða um komur skemmtiferðaskipa til bæjarins  og áhrif  komu þeirra á starfsemi Sjúkrahúsins á Akureyri en frá þessu segir i fundargerð ráðsins 

,,Sigurður Einar Sigurðsson framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Hulda Ringsted framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Jón Pálmi Óskarsson forstöðulæknir bráðalækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Inga Dís Sigurðardóttir formaður stjórnar Hafnasamlags Norðurlands og Pétur Ólafsson hafnarstjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar gestum fyrir komuna á fundinn og að vekja athygli á áhyggjum stjórnenda SAk vegna þess sérstaka álags sem skapast vegna komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum í sumar. Mikilvægt er að Akureyrarbær og Hafnasamlag Norðurlands taki þátt í þeirri samvinnu og samhæfingu sem þarf til að tryggja bæði öfluga heilbrigðisþjónustu og örugga móttöku ferðamanna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir."

Vikublaðið óskaði eftir upplýsingum frá SAk um fjölda þeirra sem leita aðstoðar til sjúkrahúsins og í skriflegu svari frá Sigurður E Sigurðssyni framkvæmdastj. lækninga og handlækningasviðs kemur þetta fram.

,,Varðandi fyrirspurn þína um fjölda sjúklinga af skemmtiferðaskipum þá höfum við tekið saman tölur um fjölda einstaklinga sem leita á bráðamóttöku SAk og eru ekki sjúkratryggðir. Þetta eru nánast allt erlendir ferðamenn í þessum hóp og að stærstum hluta af skemmtiferðaskipum. Eins og sjá má þá varð fækkun meðan á Covid faraldrinum stóð en í fyrra kom svipaður fjöldi og mest var fyrir Covid og í ár eigum við von á enn meiri fjölda.“


Athugasemdir

Nýjast