Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar hefur látið af störfum
Á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar í gær var tekin fyrir beiðni Jóns Hróa Finnssonar sveitarstjóra um að vera leystur frá störfum
Á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar í gær var tekin fyrir beiðni Jóns Hróa Finnssonar sveitarstjóra um að vera leystur frá störfum
Í gær, miðvikudaginn 18. janúar klukkan 16:50, kom tilkynning frá Cert-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, að mögulega væru óprúttnir aðilar komnir með fótfestu á netþjóni hjá Háskólanum á Akureyri.
Markmið frístundastyrkja er að öll börn og unglingar í Norðurþingi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum
Starfsemi Slökkvilið Akureyrar hefur aukist undanfarin ár og segir Gestur Þór Guðmundsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður að það megi m.a. rekja til aukins íbúafjölda og einnig hafi fleiri ferðamenn viðkomu á Akureyri sem og sinni liðið fleiri verkefnum utan bæjarins.
Hestamannafélagið Léttir hélt á dögunum velheppnaða fjölmenna uppskeruhátíð barna og unglinga en félagið státar af flottum duglegum krökkum sem standa sig mjög vel.
Lögreglan hefur áhyggjur af komandi hlýindakafla og sendi frá sér þessa punkta sem hér fylgja.
Á morgun, föstudaginn 20. janúar, má vænta talsverðra breytinga í veðrinu hjá okkur. Það frost sem verið hefur frá því fyrir áramót gefur eftir og hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun á okkar svæði vegna asahláku.
Auðvitað eigum við sem eigum heima á höfuðborgarsvæðinu að hafa miklu hærri laun en fólk annars staðar á landinu. Við erum framvarðarsveitin sem heimurinn horfir til. Bara svona til að nefna örfá dæmi:
Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum fékk á dögunum birta greinina In the Jaws of Death: Surviving Women’s Experience of Male Intimate Terrorism í tímaritinu Journal of Advanced Nursing. Tímaritið hefur ákveðið að birta greinina í opnum aðgangi í óákveðinn tíma.
Við þekkjum það líklega flest að alvarleg staða hefur verið á íslenskum húsnæðismarkaði. Hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög, bera mikla ábyrgð þegar kemur að þeirri stöðu. Skort hefur samstöðu, metnað og sameiginlega framtíðarsýn hins opinbera til að bregðast við vandanum af krafti og festu. Þá ekki síst með því að styðja við tekjulága og auka framboð félagslegs húsnæðis.
Það voru því í mínum huga stórtíðindi þegar ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) náðu saman slíkri sýn í sumar í því sem kallast „Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum“. Í þessum samningi kemur fram samstaða um að nauðsynlegt sé að stjórnvöld tryggi uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf, þar á meðal fyrir tekju- og eignarlága.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fékk í morgun til umráða tvo glænýja og öfluga snjótroðara sem verða komnir á beltin og byrjaðir að troða strax á morgun. Talsvert hefur snjóað síðustu daga og voru snjóhengjur á efstu fjallabrúnum ekki álitlegar.
Snemma í morgun var því gripið til þess ráðs að nota litlar sprengjur til að setja af stað snjóflóð. Fjögur snjóflóð hlupu af stað og var eitt þeirra sýnu stærst eða á að giska 200 metrar á breidd. Vonast er til að þessar aðgerðir dragi mjög úr snjóflóðahættu og auki öryggi skíðafólks til mikilla muna.
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri hafa gefið alls 23 ný fullkomin rúm sem afhent verða Kristnesspítala á næstunni. Jóhannes Bjarnason formaður Hollvinasamtakanna segir að þau hafi kostað um 14 milljónir króna en mikil og brýn þörf hafi verið á að skipta út eldri rúmum á spítalanum og taka í notkun ný og betri í þeirra stað.
Alþjóðastofa sem hefur verið starfandi á Akureyri frá upphafi ársins 2002 verður lögð niður sem sértök eining í stjórnkerfi Akureyrarbæjar. Þetta er tillaga velferðarráðs og hefur meirihluti bæjarráðs tekið undir hana. Með aukinni upplýsingatækni hafa aðrar stofnanir að einhverju leyti tekið við hlutverki Alþjóðastofu. Sú þjónusta sem út af stendur fellur vel að verkefnum annarra stofnana bæjarins
„Lítum á allar athugasemdir sem tækifæri til að verða betri,“ segir Hannes Bjarnason, gæðastjóri SAk
Myndaveisla í boði Jóns Forbergs
Gaflaraleikhúsið kemur nú til Akureyrar með metsölusýninguna Bíddu Bara sem hefur nú verið sýnd yfir 60 sinnum fyrir fullu húsi í Hafnarfirði. Sýningin,sem er alger hlátursprengja, er eftir stórstjörnurnar Björk Jakobsdóttur, Sölku Sól Eyfeld og Selmu Björnsdóttur. Gagnrýnandi RÚV kallaði sýninguna óvæntasta gleðigjafa ársins og án efa fyndnustu sýninguna.
Halldór Jóhann Sigfússon fyrrum leikmaður KA núverandi handboltaþjálfari hjá danska úrvalsdeildarliðinu TTH Holstebro sem í sumar tekur við liði Nordsjælland skrifar um HM í handbolta fyrir lesendur Vikublaðsins.
Starfsdagur trúnaðarmanna var haldinn á dögunum eftir þriggja ára hlé. Starfsdagurinn er partur af endurmenntun trúnaðarmanna þar sem lögð er áhersla á fræðslu í bland við sjálfseflingu einstaklingsins. Öðrum sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið er einnig boðið á starfsdaginn.
Heildartekjur Bifreiðastæðasjóðs Akureyrar á liðnu ári náum um 84 milljónum króna. Gjaldskylda var tekin upp í byrjun apríl á síðastliðnu ári. Á meðan klukkukerfið var við lýði áður en gjaldskylda var tekin upp að nýju voru tekjur af sjóðnum á ársgrundvelli í kringum 30 til 35 milljónir króna.
Þeir hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir glæsilegan klæðaburð og framgöngu i hvívetna félagarnir í Klísturfélaginu frá Húsavík, en fjórmenningarnir hafa sprangað um götur Kristianstad í Svíþjóð og horft á leiki með landsliðinu okkar i handbolta þess á milli.
Vefurinn tók stöðuna á þeim köppum og fyrir svörum var Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri Kjarnafæðis Norðlenska á Húsavík
Í október og nóvembr sl. lét félagið, í samstarfi við AFL starfsgreinafélag, Gallup framkvæma könnun um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna Einingar-Iðju og AFLS starfsgreinafélags. Um er að ræða sambærilega könnun og gerð hefur verið fyrir félögin sl. 12 ár. Niðurstöður lágu fyrir í lok desember og má sjá þær hér. Það er alltaf fróðlegt að bera þær saman við niðurstöður síðustu ára og sjá hvort miklar breytingar hafa átt sér stað.
"Ég er mjög ánægður fyrir pabba hönd og sjálfs mín og er stoltur af þessari byggingu," segir Þorsteinn Geirharðsson arkítekt
Mikil aukning hefur verið í komum ósjúkratryggðra, þ.e. ferðamanna á Sjúkrahúsið á Akureyri, en alls leituðu 665 einstaklingar til SAk árið 2022 á móti 400 árið þar á undan. Alls voru 119 einstaklingar úr þessum hópi lagðir inn á sjúkrahúsið sem er umtalsverð fjölgun frá árinu þar á undan, 2021 þegar þær voru 52 í allt.
Stjórn Félags íslenskra safna og safnamanna hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála hjá Smámunasafni Sverris Hermannssonar í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit. Félagið hefur sent sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar erindi vegna málsins en að því er fram kemur þar segir stjórnin sem stefnuleysi virðist ríkja hjá sveitarstjórn varðandi safnið og framtíð þess. Húsnæðið hafi verið auglýst til sölu, „og algjör óvissa ríkir um framtíð safnsins og þeirrar starfsemi sem þar hefur verið
-segir Elvar Bragason hjá Tónasmiðjunni
Samkvæmt frétt á ruv.is eru góðar likur á því að flugi geti hafist frá Akureyrarflugvelli með Niceair til London í október næstkomandi. Þorvaldur Lúðvik Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair segir i samtali við vef RUV „Það er alveg líklegt að við gætum hafið flug áður en það er allavega klárt frá og með október,“
,,Við munum leggja áherslu á þjálfun og meðhöndlun eldra fólks og fólks með vandamál tengd meðgöngu, mjaðmagrind og grindarbotni,“ segir Ásta Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Eflingar sjúkraþjálfunar en fyrirtækið hefurtekið í notkun nýja starfsstöð í Kaupangi. Húsnæðið er á 2. hæð í norðurenda en Efling keypti húsnæðið af Sjálfstæðisflokknum. Nýja stöðin er um 380 fermetrar að stærð og vel tækjum búin.