Fréttir

Tugmilljónatjón af völdum smitandi veiruskitu

Tugmilljónatjón hefur orðið vegna smitandi veiruskitu sem herjað hefur á kúabú í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu. Alls eru um 80 kúabú í Eyjafirði og um 40 í S-Þingeyjarsýslu. Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar segir veiruna haga sér með svipuðum hætti og kórónuveiran geri gagnvart mannfólki og eru dæmi þess að hún hefur borist inn á bæi í allt að þrígang yfir ákveðið tímabil.

Lesa meira

Eimur hlýtur styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar

Alls bárust að þessu sinni 78 umsóknir um rannsóknarverkefni með samanlögðum óskum um 256 m.kr. til verkefna á árinu 2023 en til ráðstöfunar voru 67 m.kr.

Lesa meira

Verkefnið Virk efri ár á Akureyri

„Með þessu verkefni erum við að svara kalli frá Félagi eldri borgara á Akureyri um aukið framboð á hreyfingu og virkni,“ segir Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Akureyrarbæ. Virk efri ár er verkefni sem hefst á Akureyri innan tíðar og hefur að markmiði að styðja við heilsueflingu eldri íbúa sveitarfélagsins. Verkefninu er ætlað að styðja og auka hreyfingu eldri íbúa sveitarfélagsins, enda alkunna að regluleg hreyfing bætir heilsu og eykur lífsgæði.

Héðinn segir að ekki sé síður mikilvægt fyrir fólk í þessum aldurshópi að koma saman og eiga góða stund. Fólk mæti á æfingar, stundi íþróttir við hæfi og geri þannig eitthvað skemmtilegt með öðru fólki. „Þetta hefur mikið félagslegt gildi fyrir þátttakendur, fólk kemur saman, hlær og leikur sér og hefur gaman.“

Lesa meira

Kallað eftir því að framhald verði á ráðstefnunni

-Segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri en viðbragðsaðilar almannavarna komu saman á ráðstefnu á Húsavík um síðustu helgi. Mynd/epe

Lesa meira

Allir í leikhús – stéttarfélögin niðurgreiða leikhúsmiða

Að venju taka stéttarfélögin, Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur þátt í að niðurgreiða leikhúsmiða fyrir félagsmenn fari þeir á leiksýningarnar sem verða í boði í vetur hjá Leikfélagi Húsavíkur og Leikdeild Eflingar í Reykjadal. 

Lesa meira

Þjónustu og ráðgjafasetrið Virkið grípur ungmenni sem falla milli kerfa

 „Við finnum fyrir því eftir heimsfaraldurinn,  að æ fleiri þurfa á stuðningi að halda til að komast af stað út í lífið á ný og á það bæði við um þá sem leita að atvinnu og eða námi.  Andleg heilsa er vaxandi vandamál í samfélaginu er því mikilvægt að bregðast við með markvissum hætti og sterku stuðningsneti. Það er okkar hlutverk að styðja þau og aðstoða við að finna réttar leiðir og lausnir að því markmiðið að verða virkir þátttakendur í þjóðfélaginu á nýjan leik,“ segja þau Orri Stefánsson og Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir sem starfa hjá Virkinu á Akureyri.

Lesa meira

Búið að vera þrautaganga að ná þessu

Kjara­samn­ing­ar hafa náðst á milli Sjó­manna­sam­bands Íslands og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, samningar sjómanna höfðu verið lausir síðan 2019  en skrifað var und­ir í Karp­hús­inu fyrrakvöld eins og kunnugt er  . Samn­ing­arn­ir eru til tíu ára sem er líklega einsdæmi. Þeir gilda fyrir öll aðild­ar­fé­lög Sjó­manna­sam­bands­ins. Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna og Fé­lag skip­stjórn­ar­manna hafa einnig náð samn­ing­um.

Lesa meira

Mikill fjöldi neikvæðra umsagna

Kynningu á breytingum á deiluskipulagi Norðurhafnarsvæðis á Húsavík lokið

Lesa meira

Fyrsti vorboðinn?

Voigt Travel og Transavia eru mætt til Norðurlands á ný. Í morgun lenti fyrsta vél vetrarins með hollenska ferðamenn frá Amsterdam. 

Lesa meira

Arnar Pálmi og Heiðdís Edda íþróttafólk Völsungs árið 2022

Á hófi i Hlyn í  gærkvöldi var kunngjört hvaða Völsungar hefðu orðið fyrir valinu i kosningu á Íþróttafólki Völsungs fyrir árið 2022.  Kosningin fór að þessu sinni fram með  nýju sniði því öllum félagsmönnum gafst kostur á að kjósa. Kosningaþátttaka var með ágætum.

Lesa meira

Skjámyndakerfi sem sýnir úr hvaða rými skipsins brunaviðvörun berst

Um borð í uppsjávarveiðiskipi Samherja, Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, hefur verið tekið í notkun skjámyndakerfi sem tengt er við brunaviðvörunarkerfi skipsins. Með tilkomu kerfisins getur áhöfnin séð með myndrænum hætti í hvaða rými skipsins viðvörun kviknar og þar með brugðist fyrr við en ella og með ákveðnari hætti. Ekki er vitað til þess að annað fiskiskip í heiminum sé búið slíku viðvörunarkerfi, enda þannig búnaður aðeins í stórum skipum, svo sem skemmtiferðaskipum.

Lesa meira

Sunnanvindur - Eftirlætislög Íslendinga – Hofi 15. apríl 2023

Grétar Örvarsson er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Stjórnin, hljómsveitin sem hann stofnaði upp úr Hljómsveit Grétars Örvarssonar, fagnar 35 ára afmæli á árinu. „Af því tilefni verða stórtónleikar í Háskólabíói 30. september auk þess sem Stjórnin mun spila á landsbyggðinni í sumar”, segir Grétar. Þá standa fyrir dyrum tónleikar bæði í Salnum í Kópavogi og í Hofi á Akureyri undir heitinu Sunnanvindur, eftirlætislög Íslendinga. „Þessir tónleikar urðu til upp úr tónleikum sem ég hélt til heiðurs og minningar um föður minn, Örvar Kristjánsson. Pabbi var einn af ástsælustu harmónikkuleikurum þjóðarinnar og spannaði tónlistarferill hans rúm sextíu ár. Hann gaf út 13 hljómplötur á sínum ferli og nutu mörg laga hans mikilla vinsælda.“

Lesa meira

Fyrsta frumsýning Eflingar í þrjú ár

Leikdeild Eflingar í Reykjadal frumsýnir í Breiðumýri í kvöld, föstudag, Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjórn er í vönum höndum Jennýjar Láru Arnórsdóttur

Lesa meira

Halldór Stefán tekur við þjálfun mfl karla KA í handbolta

Handknattleiksdeild KA og Halldór Stefán Haraldsson hafa gert með sér þriggja ára samning og mun Halldór því taka við stjórn á meistaraflokksliði KA eftir núverandi tímabil. Áður hafði Jónatan Magnússon núverandi þjálfari liðsins gefið út að hann myndi hætta með liðið í vor.

Halldór Stefán sem er aðeins 32 ára fór snemma út í þjálfun og kominn með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann stýrði meðal annars kvennaliði Fylkis árin 2011-2016 og á sama tíma stýrði hann yngri landsliði kvenna fædd 1998 og 1999 á árunum 2012-2015. Hann var í kjölfarið ráðinn aðalþjálfari liðs Volda í Noregi þar sem hann hefur þjálfað frá 2016 en hann lætur nú staðar numið þar og kemur norður í sumar.

Lesa meira

Heimgreiðslur til foreldra leikskólabarna hefjast næsta haust

Upphæð heimgreiðslu verður 105.000 kr. á mánuði og tekur breytingum í upphafi árs samhliða ákvörðun um gjaldskrárbreytingar

Lesa meira

Leikfélag VMA - Bót og betrun fékk frábærar viðtökur!

Leikgleðin var sannarlega við völd á frumsýningu Leikfélags VMA á farsanum Bót og betrun í leikstjórn Sögu Geirdal Jónsdóttur sl. föstudagskvöld. Og áhorfendur voru ekki síður með á nótunum og skemmtu sér konunglega. 

Lesa meira

Sýningin Helvítis krabbamein á Amtsbókasafninu á Akureyri

Helvítis krabbamein er yfirskrift sýningar sem stendur út febrúarmánuði á Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar sýnir Anna María Hjálmarsdóttir ljósmyndir og málverk sem hún vann að mestu á liðnu hausti þegar hún fylgdi vinkonu sinni í beinmergsskipti sem fram fóru í Lundi í Svíþjóð. Vinkonan, Kristrún Pétursdóttir greindist með bráðahvítblæði í fyrra vor.

Anna María fór í lok september Kristrúnu og eiginmanni hennar Höskuldi Stefánssyni þegar henni bauðst að fara í beinmergsskipti. Höskuldur og Björgvin Kolbeinsson maður Önnu Maríu eru systrasynir og tókst vinátta með þeim stöllum þegar bæði pörin höfðu komið sér upp langtímastæði fyrir hjólhýsi í Vaglaskógi fyrir fáum árum.

Lesa meira

Nikótíneitrun hjá leikskólabarni sem fann nikótínpúðadós á leikskólalóð

Barn í einum af leikskólum Akureyrarbæjar fann nikótínpúðadós á leikskólalóðinni í liðinni viku og bauð vini sínum. Bæði börnin smökkuð á púða sem þau héldu að væri tyggjó. Annað barnið veiktist og greindist með nikótíneitrún.

Lesa meira

Aðalfundur Iðnaðar- og tækjadeildar Einingar-Iðju ályktar um Iðnaðarsafnið

Á aðalfundi Iðnaðar- og tækjadeildar Einingar-Iðju sem fram fór í gær urðu umræður um stöðu Iðnaðarsafnsins á Akureyri, en stjórn safnsins segist munu loka safninu í síðasta lagi 1. mars nk. komi ekki til fjárframlags frá Akureyrarbæ.

Lesa meira

Íslenskur hálendingur rannsakar þjóðarétt

Vísindafólkið okkar – Rachael Lorna Johnstone

Lesa meira

Reynir B. Eiríksson ráðinn framkvæmdastjóri Vélfags

FRÉTTATILKYNNING: Reynir tekur við af Bjarma Sigurgarðarssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur sem verið hafa framkvæmdastjórar síðan þau stofnuðu fyrirtækið árið 1995

Lesa meira

Öll þessi augnablik Örnu

Arna G. Valsdóttir, kennari við listnáms- og hönnunarbraut VMA og myndlistarmaður, opnaði sl. fimmtudag sýningu á verkum sínum í bókasafni Háskólans á Akureyri. Sýninguna kallar Arna Öll þessi augnablik og sýnir hún kyrrmyndir eða augnablik úr myndbandsverkum sem hún hefur unnið og er að vinna að. Í sýningarskrá segir að kyrrur hafi oft verið hluti myndbandssýninga Örnu en séu nú settar í aðalhlutverk í fyrsta skipti.

Lesa meira

N4 - Skiptastjóri skipaður

Ólafur Rúnar Ólafsson Hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri yfir  N4 en fyrirtækið óskaði eftir gjaldþrotaskiptum s.l. föstudag eins og kunnugt er eftir að tilraunir til að tryggja framtíð þess báru ekki árangur. 

Lesa meira

Enginn sótti um lóðir við Miðholt

Enginn sótti um fimm fjölbýlishúsalóðir sem auglýstar voru við Miðholt í Holtahverfi á Akureyri, en frestur er runninn út.  Um er að ræða fimm lóðir þar sem heimilt er að byggja tveggja hæða fjölbýlishús ásamt kjallara. Gert er ráð fyrir að í hverju húsi verði 6 íbúðir.

Lesa meira

Frönsk kvikmyndahátíð á Akureyri

Akureyringum gefst kostur á að upplifa franska menningu

Lesa meira

Nýr slökkvibíll í Hrísey

Slökkvilið Akureyrar í Hrísey fékk í dag afhendan nýjan slökkvibíl af gerðinni Mercedes Benz Sprinter árgerð 2008. Nýi bíllinn leysir af hólmi eldri slökkvibíl eyjarinnar, MAN árgerð 1987 sem Hríseyjarhreppur keypti árið 2003

Lesa meira

Kjarasamningur undirritaður við PCC

Í gær  var undirritaður nýr kjarasamningur milli Framsýnar/Þingiðnar og PCC á Bakka. Samningurinn gildir frá 1. nóvember sl. til 31. janúar 2024. Kjarasamningurinn er sambærilegur kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands/Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem um 86% félagsmanna Framsýnar samþykktu í atkvæðagreiðslu.

Lesa meira