Saga Menntaskólans á Akureyri í hnotskurn
Menntaskólinn á Akureyri rekur sögu sína til stólskólans á Hólum í Hjaltadal sem stofnaður var í upphafi biskupstíðar Jóns Helga Ögmundarsonar árið 1106. Hólaskóli var dómstóli eða katedralskóli eins og þeir sem stofnaðir voru við flestar höfuðkirkjur í Evrópu á síðmiðöldum. Hólaskóli hinn forni er næstelsti dómskóli á Norðurlöndum á eftir dómskólanum í Lundi, sem stofnaður var 1085, en í Lundi hlaut Jón Ögmundarson, fyrsti biksup á Hólum og stofnandi skólans, vígslu en fyrsti skólameistari á Hólum var Gísli Finnsson af Gautalandi.