Fréttir

Saga Menntaskólans á Akureyri í hnotskurn

Menntaskólinn á Akureyri rekur sögu sína til stólskólans á Hólum í Hjaltadal sem stofnaður var í upphafi biskupstíðar Jóns Helga Ögmundarsonar árið 1106. Hólaskóli var dómstóli eða katedralskóli eins og þeir sem stofnaðir voru við flestar höfuðkirkjur í Evrópu á síðmiðöldum. Hólaskóli hinn forni er næstelsti dómskóli á Norðurlöndum á eftir dómskólanum í Lundi, sem stofnaður var 1085, en í Lundi hlaut Jón Ögmundarson, fyrsti biksup á Hólum og stofnandi skólans, vígslu en fyrsti skólameistari á Hólum var Gísli Finnsson af Gautalandi.

Lesa meira

Uggur í stjórnendum SAk vegna álags sem skapast við komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum

Á seinasta fundi bæjarráðs Akureyrar fór fram umræða um komur skemmtiferðaskipa til bæjarins  og áhrif  komu þeirra á starfsemi Sjúkrahúsins á Akureyri en frá þessu segir i fundargerð ráðsins 

Lesa meira

Kvennalið SA Íslandsmeistarar í íshokky

Skauta­fé­lag Ak­ur­eyr­ar varð Íslands­meist­ari í ís­hokkí kvenna í gærkvöldi. SA tók á móti Fjölni í 3. leik úr­slita­keppn­inn­ar í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri en SA hafði unnið tvo fyrstu leikina en til að hampa titlinum þarf þrjá sigr

Lesa meira

Til Kaupmannahafnar og heim aftur fyrir 25.000 um helgina!

Stundum er sagt að ef eitthvað hljómi of vel til að vera satt sé það nú liklega einmitt það sem er.  Þessi fullyrðing á þó alls ekki við um kostaboð sem fólki býðst á ferð til Kaupmannahafnar um helgina með Niceair
Súlur flugvél félagsins er i reglubundinni skoðun í Portúgal  og mun stærri flugvél leysir Súlur af.  Það þótti því kjörið að bjóða ,,næs" tilboð eða eins  og segir i tilkynningu frá félaginu í morgun:
Lesa meira

Húsavík-Stétttarfélögin semja við Flugfélagið Erni um framhald á flugi fyrir félagsfólk

Stéttarfélögin hafa undanfarið átt í viðræðum við Flugfélagið Erni um áframhaldandi samstarf um sérkjör á flugmiðum fyrir félagsmenn milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í gær var gengið frá samningi milli aðila sem gildir út árið 2023 og tryggir félagsmönnum sama verð á flugmiðum/kóðum og verið hefur síðustu mánuði eða kr. 15.000,- per flugferð.

Samkomulagið byggir á því að Framsýn greiðir fyrirfram ákveðinn fjölda flugmiða sem ætlað er að endast út árið en tæplega 200 miðar/kóðar eru að meðaltali seldir til félagsmanna á mánuði. Að sjálfsögðu ber að fagna þessum samningi enda um mikla kjarabót að ræða fyrir félagsmenn.   

Lesa meira

Fimmti og síðasti áfangi nýrrar Hjalteyrarlagnar

Undanfarin ár hefur verið stöðugur vöxtur í heitavatnsnotkun Akureyringa og á árunum 2000-2020 tvöfaldaðist orkuþörf hitaveitunnar. Á síðustu árum hefur hitaveitan þurft að vera á fullum afköstum yfir köldustu vetrardagana og því hefur lítið mátt útaf bregða í rekstrinum. Hvað nýja Hjalteyrarlögn varðar, er um að ræða gríðarlega stórt verkefni og mikla fjárfestingu eða rúma tvo milljarða í heild með borunum og dælubúnaði. Verkefninu er áfangaskipt og er nú komið að loka áfanganum. 

Lesa meira

Alútboð heilsugæslustöðvar á Akureyri kynnt byggingaraðilum

FSRE og Ríkiskaup efna til kynningarfundar um alútboð á hönnun og byggingu 1700 fermetra heilsugæslustöðvar við Þingvallastræti  á Akureyri

Lesa meira

Grunur um myglu í Amaro-húsinu

Starfsfólk HSN hefur kvartað undan slæmum vistgæðum

Lesa meira

Akureyri-Bæjarstjórn vill skoða gerð samgöngusamninga

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða  á fundi sínum í dag tillögu Hildu Jönu Gísladóttur þess efnis að kannað væri með gerð samgöngusamninga við starfsmenn bæjarins. 

Lesa meira

Íslandsþari án varanlegs leyfis

Aldey Unnar Traustadóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir skrifa

Lesa meira

Aukið framboð háskólanáms fyrir fólk með þroskahömlun

Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Listaháskóli Íslands hafa tekið höndum saman til að vinna að þróun, uppbyggingu og samvinnu milli skólanna um inngildandi nám á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur undirritað samning tengdan verkefninu sem felur í sér 16,5 m.kr. fjárstuðning til ráðningar verkefnastjóra sem leiða verkefnið, hafa starfsskyldu í öllum háskólunum og tryggja þannig samstarf og aðkomu allra skólanna að verkefninu. Samhliða þessu fer ráðuneytið yfir löggjöf, reglugerðir og fjármögnun námsins með það að markmiði að styðja við uppbyggingu þess.

Lesa meira

Hundraðshöfðingi í Blóðbankanum

Hér i bæ er banki starfræktur sem treystir algjörlega á  innlegg vildarvina bankans en allir stýrivextir heimsins koma þessum banka alls ekki við.  Við erum að tala um Blóðbankann sem er  með útibú á Glerártorgi eins og kunnugt er.   

Lesa meira

MATUR ER MANNSINS MEGIN-Hægeldaður lambaskanki

„Ég hef starfað í eldhúsi frá 14 ára aldri og hef haft mjög gaman að,“ segir Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari sem býður upp á einn af sínum uppáhaldsréttum, hægeldaða lambaskanka.

Sigurður starfar nú sem sölumaður hjá Innnes „og má með sönnu segja að ég sé enn þá innan veitingageirans,“ segir hann.

Veitingageirinn geti verið stressandi og mikið álag á fólki en hann geti líka verið afskaplega skemmtilegur

hafi menn áhuga, vilja og getu til að þróa sína hæfileika.

„Þótt maður hafi verið umkringdur eðal hráefni í gegnum tíðina þá finnst mér venjulegur heimilismatur alltaf skara fram úr sé hann rétt eldaður. Maður getur tengt svo mikið með mat líkt og tónlist og farið langt aftur í tímann þegar amma bauð uppá t.d. góða lambahrygginn með góða kryddinu sem var svo season all!“ 

 

Lesa meira

Gjafmildir Lionsmenn

Í tilefni af 50 ára afmæli Lionsklúbbsins Hængs þá færðu félagar í klúbbnum Alþjóðahjálparsjóði Lions 25.000. usd.  eða rúmar 3. 5 milljónir  króna  til styrktar fórnarlamba stríðsins í Úkraínu.
Klúbbfélagar hafa siðan í janúar gengið til Úkraínu og safnað framlögum til málefnisins.
Lesa meira

Nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri - samið um stærri framkvæmd

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning sem kveður á um að nýtt hjúkrunarheimili sem byggt verður á Akureyri verði fyrir 80 íbúa í stað 60 samkvæmt eldri samningi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að heimilið verði tilbúið til notkunar árið 2026.

Lesa meira

Nýr vegur við Hrafnagil

Unnið er af krafti við nýjan veg, Eyjafjarðarbraut vestri sem liggur meðfram bökkum Eyjafjarðarár. Hafist var handa í byrjun október á liðnu hausti, en verklok eru samkvæmt verksamningi 15. júlí 2024. Verktaki er GV-gröfur, sem átti lægsta tilboð í verkið, það hljóðaði upp á 374 milljónir króna.

Lesa meira

Gleði hversdagsleikans í Freyvangi

Leiklistargagnrýni eftir Elsu Maríu Guðmundsdóttur

Lesa meira

Skipulagsráð um Krákustígsmálið Engin lóðaleigusamningur hefur verið gefin út

Lóðaleigusamningur fyrir lóðinni við Krákustíg 1 hefur aldrei verið gefin út og húseignin er því án lóðaréttinda. Þetta segir í svari skiplagsráðs við athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu vegna breytinga á deiliskipulagi á svæðinu.

 

Lesa meira

Sala Lýðheilsukorta framlengd um ár

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að sala Lýðheilsukorta verði framlengd til 31. mars 2024 í ljósi þess að viðbrögð við sölu kortanna hafa verið afar jákvæð.

Lesa meira

Íslandsþari til Húsavíkur

Í nokkra mánuði hafa málefni Íslandsþara verið til umfjöllunar í stjórnkerfi Norðurþings eftir að fyrirtækið sóttist eftir lóð á hafnarsvæði H2 á Norðurgarði Húsavíkurhafnar undir fyrirhugaða starfsemi sína.

Katrín Sigurjónsdóttir skrifar...

 

Lesa meira

Myndaveisla frá Stelpuhelgi

Svipmyndir frá frumsýningu

Lesa meira

Fyrsta Vetrarbrautskráningarathöfnin við Háskólann á Akureyri

Myndaveisla frá athöfninni

Lesa meira

Útboðsferli vegna uppbyggingar heilsugæslu á Akureyri er hafið

Rík áhersla er lögð á það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að skjóta styrkari stoðum undir heilsugæsluþjónustu þannig að hún þjóni sem best hlutverki sínu

Lesa meira

Frítt í Iðnaðarsafnið um helgina

Eftirfarandi barst frá Iðnaðarsafninu á Akureyri nú eftir hádegið:

 Í tilefni þess og með  innilegu þakklæti til bæjarbúa fyrir stuðninginn, sem birtist í hlýjum kveðjum, símtölum síðustu daga og heimsóknum til okkar í umræðunni um rekstrarvanda safnsins, verður engin aðgangseyrir innheimtur af gestum safnsins um helgina.

 

Lesa meira

Góð kveðja til Leikfélags Hörgdæla

Leikfélag  Hörgdæla frumsýndi i gærkvöldi leikritið Stelpuhelgi  að Melum í Hörgársveit fyrir fullu húsi og  var sýningunni afar vel tekið.

Það vakti mikla athygli þegar leikfélaginu barst óvænt kveðja frá höfundi verksins Karen Schaffer á Facebooksíðu leikfélagsins. 

Karen er vel þekkt leikritaskáld í Bandaríkjunum og var Stelpuhelgi eða á frummálinu Girls Weekend hennar fyrsta leikrit. 

Hér erum um að ræða Íslandsfrumsýningu og má segja að það sé svo sannarlega áhugavert i meira lagi að höfundur verksins skuli senda kveðju til leikhópsins.

 Kveðjuna má sjá hér að neðan

 

Lesa meira

Starfamessa 2023 í Háskólanum á Akureyri

Búist er við að um sjö hundruð grunnskólanemendur í 9. og 10. bekk frá Akureyri og nærsveitum sæki Starfamessu 2023, sem haldin er í Háskólanum á Akureyri í dag. Markmiðið með viðburðinum er að kynna fyrir nemendunum atvinnustarfsemi á Eyjafjarðarsvæðinu og þau tækifæri sem bíða þeirra í framtíðinni.  Um þrjátíu fyrirtæki kynntu starfsemi sína og það fór ekki á milli mála þegar  Vikublaðið leit við að mikill áhuga var hjá krökkunum á því sem var að skoða og  einnig var gaman að sjá að sýnendur höfðu lagt  mikið í bása sína. 

 

Lesa meira

Risa kóramessa - innsetning

Sunnudaginn 5. mars kl. 11 verður kóramessa í Akureyrarkirkju  Nær allir kirkjukórar Eyjafjarðar sameina þar krafta sína og syngja saman fjölbreytta og glæsilega kórtónlist en kóramót er haldið í kirkjunni um helgina. Lögð verður áhersla á að flytja efni úr glænýrri sálmabók þjóðkirkjunnar en einnig þekkt verk eins og Hallelújakórinn eftir Händel.
 
Lesa meira