FVSA endurgreiðir inneignarbréf í Niceair

Fyrir réttu ári, Súlur rennir í hlað við flugstöðina á Akureyri. Nú er það ævintýri úti.
Mynd MÞÞ
Fyrir réttu ári, Súlur rennir í hlað við flugstöðina á Akureyri. Nú er það ævintýri úti. Mynd MÞÞ

Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) hefur tekið þá ákvörðun að endurgreiða þeim félagsmönnum sem keyptu inneignarbréf Niceair í gegnum félagið en gátu ekki nýtt þau vegna gjaldþrots Niceair.

Hægt verður að sækja um endurgreiðslu á inneignarbréfum til og með 31. ágúst 2023.

Athugið, segir í frétt á heimasíðu félagsins  að félagið endurgreiðir aðeins þau inneignarbréf sem ekki hafa fengist bætt í gegnum tryggingar umsækjanda. 


Athugasemdir

Nýjast