Halda golfmót í Cuxhaven - Island Tropy

Anna Guðrún Garðarsdóttir og Helgi Helgason     Myndir Aðsendar
Anna Guðrún Garðarsdóttir og Helgi Helgason Myndir Aðsendar

Hjónin Anna Guðrún Garðarsdóttir og Helgi Helgason Húsvíkingar  fram i fingurgóma nú búsett í Cuxhaven í Þýskalandi eru töluvert i golfi i frítíma þeirra .  Þau hafa tvö sl ár staðið fyrir heilmiklu golfmóti eiginlega  landsmóti milli Íslands  og Þýskalands.

,,Hugmyndin að þessu golfmóti kviknaði þegar við Helgi tókum þátt í golfmóti í holli með einum stjórnarmanni í klúbbnum og við vorum nú að halda Ísland Tropy í annað sinn. Það komu Íslendingar frá Akureyri, Ísafirði, Vestmannaeyjum, Grindavík, af höfuðborgarsvæðinu og frá Danmörku.  Fyrirkomulagi er þannig að það er æfingadagur á miðvikudegi, Scramble á fimmtudegi, holukeppni á föstudeginum  og aðalmótið Island Tropy á laugardegi. Við fórum saman á veitingastað svo var grillveisla heima hjá okkur Helga og alla dagana stóð heimili okkar opið. Gestirnir voru frábærlega skemmtilegir og stemmingin í klúbbnum var alla vikuna frábær.“

,,Þetta var landskeppni milli Íslands og Þýskalands og klæddist fyrirliði sigurliðsins rauðum jakka og hampaði bikar. Þjóðverjar unnu. Golfvöllurinn okkar er í Cuxhaven og heitir Küstengolfclub Hohe Klint, skemmtilegur skógarvöllur.“ 

Við eftirgrennslan  kom í ljós að þessi völlur er talinn hvorki meira né minna en einn af þeim erfiðari í Þýsklandi og jafnvel þó víðar væri leitað svo óhætt er að fullyrða að Küstengolfclub Hohe Klint sé ekki neinn púttvöllur.

Kylfingarnir  sem þátt tóku voru alsælir með mótið og  ljóst að æfingar hefjast strax fyrir  mótið að ári þar sem rauði jakkinn og  bikarinn skal sóttur til þýskra.

Góður Bæverskurmorgunverður er mikilvæg undirstaða þegar haldið er til keppni.

 

 Hluti keppenda í mótslok.

Alfreð Gíslason tók þátt í mótinu eftir 50 ára hlé frá golfi  og vakti það athygli þýskra fjölmiðla eins og hérlendra.


Athugasemdir

Nýjast