Fréttir

Kjarnaskógur líf og fjör á hverjum degi

Það má með sanni segja að Kjarnaskógur sé eins og ónefnd kextegund þ.e  gott báðu megin. Vetur, sumar, vor og haust skógurinn er alltaf jafn vinsæll og vel sóttur.   Mikil tilhlökkun er eftir nýja snjótroðaranum en von er á honum til bæjarins innan skamms.  

Ingi skógarmaður í Kjarnaskógi segir aðspurður ,,það styttist í stórtroðarafrétt, sá nýi kemur hér í Kjarna  upp úr áramótum,  Við þurfum tvö daga til að græja og vonumst til að hann verði kominn í brúk ca um aðra helgi,maður veit þó aldrei. 

Hann bættir við ,,þangað til sinnum við göngu og skíðaleiðum í Kjarna með snjósleðanum okkar,  ,,rúllunni” og ,,sporinu” sem hann dregur. 

 Það hefur verið mikið af glöðu fólki í skóginum nú yfir hátíðarnar að njóta útivistar í skjólinu.  seggði Ingólfur að lokum.

 

Lesa meira

Gjafmildir skákmenn

Félagar úr Skákfélagi Akureyrar komu færandi hendi í Hjalteyrargötuna í dag. Þeir héldu Jólahraðskákmót í gærkvöldi og rann þátttökugjaldið óskipt til Súlna, alls 25.000 kr.  Á myndinni má sjá Guðmund Guðmundsson varaformann Súlna taka við gjöfinni frá gjaldkera Skákfélagsins, Smára Ólafssyni.

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn

Frá þessu segir á heimasíðu Súlna

Lesa meira

Sprenging í útgreiðslum úr Sjúkrasjóði Framsýnar

–  93 milljónir til félagsmanna

Lesa meira

Öll heimili á Húsavík ljósleiðaravædd

Árið 2019 hófst verkefni Mílu við að ljósleiðaravæða heimili og fyrirtæki á Húsavík

Lesa meira

Geimfarinn Kathy Sullivan og Belén Garcia Ovide hjá Ocean Missions á Húsavík verðlaunaðar

Það er Könnunarsafnið á Húsavík sem veitir verðlaunin ár hvert, en þetta er í sjötta sinn sem þau eru afhent fyrir afrek í landkönnun og vísindastarfi.

Lesa meira

Útgerðinni ekki vandaðar kveðjurnar hjá Framsýn

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar fór fram í gær, 29. desember. Miklar umræður urðu um kjaramál og útgerðarmönnum ekki vandaðar kveðjurnar. 

Lesa meira

Brenna og flugeldasýning á gamlárskvöld á Akureyri

Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00

Lesa meira

Samkomulag um kaup á björgunarbát undirritað

Í gær skrifuðu Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri f.h. Norðurþings og Birgir Mikaelsson, formaður f.h. Björgunarsveitarinnar Garðars undir samkomulag vegna kaupa á nýjum björgunarbát fyrir sveitina

Lesa meira

Það er mjög skemmtilegt og gefandi að geta flutt eigin tónlist

Birkir Blær verður á sviðinu á Græna hattinum í kvöld ásamt valinkunum köppum, Vikublaðið sló á  ,,þráðinn“ til kappans og forvitnaðist um það sem í boði verður i kvöld

Tónleikar á Græna í kvöld  hvað ætlar þú að bjóða okkur uppá? Efnisskráin er mjög fjölbreytt og það verður flutt kraftmikil soul, rokk og blústónlist, m.a. sem ég flutti í Idol-keppninni, en einnig ballöður og R&B tónlist. Gömlu lögin mín verða flutt í nýjum útgáfum og svo verður eitt óútgefið lag frumflutt líka.

Lesa meira

Ráðið í starf verkefnastjóra Græns iðngarðs á Bakka

Karen Mist Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka. Starfið er nýtt hjá Norðurþingi og Eimi og mun Karen hafa það hlutverk með höndum að leiða vinnu við uppbyggingu starfseminnar í anda nýsköpunar, loftlagsmála og orkuskipta.

Lesa meira

Ungu fólki gert markvisst erfitt að kaupa-segir Björn Guðmundsson á Fasteingasölunni Byggð

„Ég á ekki von á að markaðurinn  nái jafnvægi fyrr en að meira kemur af nýbyggingum kemur á markaðinn,“ segir Björn Guðmundsson fasteignasali hjá Fasteignasölunni Byggð á Akureyri, en heldur hægði á fasteignamarkaði nú árið 2022 miðað við það sem var árið 2021.

Lesa meira

Baldvin Þorsteinsson kaupir erlenda starfsemi Samherja Holding

Hollenskt félag Baldvins Þorsteinssonar hefur gert samkomulag um kaup á eignum hollenska félagsins Öldu Seafood og þar með erlendri starfsemi Samherja Holding. Baldvin hefur verið forstjóri Öldu Seafood undanfarin ár.

Innlend og erlend starfsemi Samherja hf. var aðskilin í tvö sjálfstæð félög, Samherja og Samherja Holding árið 2018. Í framhaldi af því var dótturfélagi Samherja Holding, Öldu Seafood , með höfuðstöðvar í Hollandi, falinn rekstur starfseminnar sem tengist sjávarútvegi í Evrópu og Norður Ameríku. Eignarhaldið hélst óbreytt. Nú hefur verið gengið frá samkomulagi um sölu eigna Öldu Seafood til annars hollensks félags undir stjórn og í meirihlutaeigu Baldvins Þorsteinssonar. Mun hið nýja félag hér eftir fara með eignarhluti Öldu Seafood í sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópu og Norður-Ameríku.

Lesa meira

Töfrarnir í Aukaskrefinu

Ég var að spjalla við konu hér á Akureyri og hún spurði mig, Sverrir, hvað er þetta Töfrarnir í Aukaskrefinu?  Töfrarnir í Aukaskrefinu er námskeið þar sem lögð er áhersla á að vinna í sjálfum sér og verða betri útgáfan af sjálfum sér.  Ég legg mikla áherslu á að taka 100% ábyrgð á eigin árangri, hætta að kvarta og kenna öðrum hlutum eða fólki um að þú náir ekki þeim árangri sem þú ætlar þér.

Lesa meira

Jól á dimmum tímum

-Þrjár úkraínskar konur, sem búa á Akureyri, bera saman jólahaldið hér og í þeirra stríðshrjáða heimalandi

Lesa meira

Nokkur tilboð borist í Standgötu 17

Standgata 17 var á dögunum auglýst til sölu en bæjarstjórn Akureyrar ákvaða að selja húsið sem stendur á góðum stað í bænum. Kvaðir fylgja kaupunum sbr eftirfarandi sem var að finna í söluyfirliti með þessari eign.  

Lesa meira

Lögreglan -Tilkynning til vegfarenda um Öxnadalsheiði

Tafir gætu orðið á umferð á næstu tímum á Öxnadalsheiði við Gil. Umferðaróhapp átti sér þarna stað á milli jeppabifreiðar og fólksflutningabifreiðar. Lögregla og björgunarlið er á staðnum og einungis önnur akreinin er opin. Unnið er að því að koma fólki til byggða. Engin slys urðu á fólki og biðlar lögreglan til ökumanna er fara fram hjá að sýna aðgæslu.

Lesa meira

KA menn silfurhafar Bestu deildarinnar í fótbolta gefa til barnadeildar SAk

Þeir eru ekki bara góðir í fótbolta strákarnir í  mfl karla í fótbolta hjá KA þvi þeir eru líka sannköllluð gæðablóð.  Rétt fyrir jólin heimsóttu tveir fulltrúar liðsins  barnadeild  SAk  færandi hendi.  Hópurinn gaf fjóra ísskápa, örbylgjuofn,  spjaldtölvu og  drykki í skápana. 

Þetta framtak þeirra er svo sannarlega mikilsvirði fyrir barnadeildina  og mun nýtast þar mjög vel.

Lesa meira

Vanmetnar hetjur jólavertíðarinnar

Jólin eru besti tími ársins í hugum margra og oft á tíðum nýtir fólk jólin til afslöppunar og samveru með fjölskyldu. Það vill þó gleymast að fjöldinn allur af dugnaðarforkum úti um allan bæ vinnur myrkranna á milli í jólavertíðinni. 

Lesa meira

Á hæstri hátíð nú – hátíðartónleikar í Akureyrarkirkju

Það stendur heilmikið til í Akureyrarkirkju  á morgun 28 des kl 20.00  þegar þær  vinkonurnar Snæbjörg Gunnarsdóttir sópran, María Sól Ingólfsdóttir sem einnig er sópran og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari  bjóða til söngskemmtunnar sem þær kalla Á hæstri hátíð nú – hátíðartónleikar  í Akureyrarkirkju  

Vikublaðinu lék forvitni á að vita hvað stæði til og settum við okkur í samband við Maríu Sól sem m.a fékk Grímuna  sem besti söngvari árisns 2021  fyrir söng  í óper­unni Ekk­ert er sorg­legra en mann­eskj­an og inntum hana eftir þvi hvað stæði fyrir dyrum.

Lesa meira

Vegagerðin framlengir samning um siglingar Hríseyjaferju um 3 mánuði

Vegagerðin hefur framlengt samning við Andey ehf. um að halda uppi siglingum milli Hríseyjar og Árskógasands næstu þrjá mánuði, eða til 31. mars 2023. Þetta er gert til að siglingar Hríseyjarferju falli ekki niður en það myndi valda mikilli röskun á samgöngum við Hrísey. Þetta kemur fram á vef Vegagarðarinnar.

Lesa meira

432 börn hafa fæðst á Sjúkrahúsinu á Akureyri það sem af er þessu ári

Vikublaðið setti sig í samband við Ingibjörgu Jónsdóttur sem er forstöðuljósmóðir á Fæðingardeild  SAk og spurði um fjölda þeirra barna sem fæðst hafa á sjúkrahúsinu á þessu ári.  

,,Í dag er staða sú að fæðingar það sem af er ári eru 425.  Tvíburafæðingar hafa verið 7 á árinu þannig að fjöldi barna er 432 og skiptist það mjög jafnt á milli kynja því stúlkur eru 215 og drengir 217” segir Ingibjörg.

 

Lesa meira

ELKO gefur rúmlega 3 milljónir til góðgerðamála í desember

Viðskiptavinir og starfsfólk ELKO völdu tólf málefni sem hljóta styrki úr styrktarsjóði ELKO í formi peningagjafar, raftækja og afþreyingar.

Lesa meira

Bjarmahlíð fékk jólakortastyrk KÍ

Fimmtudaginn 22. desember veitti Kennarasamband Íslands 400 þúsund króna styrk til starfs Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Um er að ræða hinn svokallaða Jólakortastyrk Kennarasambandsins en það hefur ekki sent jólakort um langt árabil og þess í stað látið fé af hendi rakna til stofnana, samtaka og félagasamtaka sem vinna að velferð barna og ungmenna.

Lesa meira

Fullkomnaðu jólin með innblæstri frá Kaupmannahöfn

Jólablað Vikublaðsins kannaði stemmninguna í Danmörku

Lesa meira

Dreymdi um að fyrstu jólin á Akureyri yrðu hvít

Helga Bragadóttir var í haust ráðin prestur í Glerárkirkju. Sr. Helga, sem ólst upp fyrstu tíu árin á Siglufirði og flutti svo til Hafnarfjarðar

Lesa meira

Hvað taka íslensku jólasveinarnir í bekkpressu?

Hér verður reynt að svara spurningunni sem hefur brunnið á mörgum í langan tíma, hvað hver og einn af þeim bræðrum tekur í bekkpressu.

Lesa meira

Fyrstu og síðustu jólin tvö saman

-Jóndís Inga og Hallgrímur Mar eiga von á sínu fyrsta barni saman í janúar

Lesa meira