
Jólamarkaður í Skógarlundi um næstu helgi
Jólamarkaðurinn í Skógarlundi verður haldinn næstu helgi, 2. og 3. desember, Vörurnar verða einnig í boði á Glerártorgi í næstu viku eða dagana 28. og 29. nóvember frá kl. 13 til 15.30.
Jólamarkaðurinn í Skógarlundi verður haldinn næstu helgi, 2. og 3. desember, Vörurnar verða einnig í boði á Glerártorgi í næstu viku eða dagana 28. og 29. nóvember frá kl. 13 til 15.30.
Ekkert tilboð barst í eignina Sólgarð í Eyjafjarðarsveit fyrir auglýstan frest til að leggja fram tilboð að sögn Björns Guðmundssonar fasteignasala hjá Byggð á Akureyri og er eigin því í hefðbundnu söluferli. Björn segir að á sölutímanum hafi þónokkrar fyrirspurnir borist, „og eru þreifingar í gangi núna,“ segir hann.
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA hefur afhent styrk að fjárhæð 750.000 kr. til Jólaaðstoðarinnar í Eyjafirði. KEA hefur styrkt verkefnið dyggilega undanfarin ár
Samstaða og málafylgja almennings hefur oft lyft Grettistaki og komið mörgu góðu til leiðar. Ekki er langt síðan að ríki og sveitafélög drógu lappirnar þegar kom að því að skipuleggja og byggja grunnstoðir samfélagsins. Langafar okkar og -ömmur gengu ekki í skóla enda voru þeir ekki til. Þess í stað lærðu þau að stauta í heimahúsum og eitthvað meira ef hugur og efni stóðu til. Sjúkrahús voru lengst af óþekkt fyrirbrigði og fólk lá í kör heima og dó þar Drottni sínum. Svo bárust fréttir af því að í útlöndum væri farið að byggja eitthvað sem hétu sjúkrahús og skólar.
Leikritið Karíus og Baktus þarf vart að kynna fyrir Íslendingum enda hefur þessi saga um ,,bræðurna” sem búa í holunum í tönnunum fylgt börnum þjóðarinnar frá 1965.
„Eftirspurn eftir Norðurlandi er greinilega að aukast og einnig þrýstingur frá erlendum ferðaskrifstofum sem selja Ísland að bæta fjölbreyttari vörum í framboð sitt til ferðamanna," segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Soffía Gísladóttir og Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir
Jólaskreytingar í bænum voru til umræðu á götuhorninu í hádeginu. Málshefjandi sagðist búa uppi á Æðri Brekku og honum þætti bærinn óvenju fallega og vel skreyttur og þeir bæjarstarfsmenn sem kæmu að því að skreyta bæinn ættu mikið hrós skilið fyrir nati sem þeir legðu i verkið.
Nýlega auglýsti Vegagerðin útboð í rekstur Hríseyjarferjunnar sem rennur út í næstu viku. Í útboðsgögnum er boðað að ferðum verði fækkað. Hríseyingar eru ekki sáttir við það.
Kæfisvefnsrannsóknum hefur fjölgað mikið síðastliðin ár og nú er svo komið að gildandi samningur við Sjúkratryggingar Íslands um fjölda rannsókna nægir ekki til að anna eftirspurn eftir þjónustunni.
Síðasta sperran í nýrri viðbyggingu við fyrirtækið Pharmarctica var reist nú fyrr í dag. „Má með sönnu segja að veðrið er búið að leita við okkur í framkvæmdunum, en ekki er alvanalegt að snjólaust sé hér á víkinni þegar liðið er undir lok nóvember,“ segir í frétt á vefsíðu félagsins. Á dögunum luku verktakar við að steypa plötuna í viðbygginguna.
Góðan dag
Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar
Það hefur stundum farið fram umræða í bænum um hvernig standa eigi að sölu og ráðstöfun á eignum bæjarins og er það vel, slíku ferli á að vera hægt að treysta og það hafið yfir gagnrýni, það á að skila ákveðnu markmiði, t.d. hámörkun virðis þeirra eigna sem um ræðir eða hvað það nú er og það á að ræða fyrir opnum tjöldum en ekki afgreiða bak við öskutunnur!
Leikfélag Akureyrar frumsýndi Hamingjudaga eftir nóbelsverðlaunaskáldið Samuel Beckett í Menninarhúsinu Hofi í byrjun september. Verkið hefur fengið feykilega góða dóma gagnrýnenda og hlaut meðal annars fjórar stjörnur af fimm í Morgunblaðinu.
Samkvæmt því sem fram kemur á síðu Húsavíkurstofu á Facebook er Húsavík í 17 sæti á lista ferðavefsins Travel Lemming yfir bestu áfangastaðina til að heimsækja árið 2023. Það eru 50 áfangastaðir út um allan heim sem eru tilgreindir og Húsavík er s.s i 17 sæti listans sem verður að teljast ansi gott og i raun spennandi.
Hátíðleg stund verður á Ráðhústorginu kl. 16 á laugardag þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu sem Randers gefur Akureyringum.
Vegna æfingar aðgerðarsveitar lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sérsveitar ríkislögreglustjóra og slökkviliðs Akureyrar mega vegfarendur búast við ökutækjum lögreglu og sjúkraliðs í forgangsakstri á Akureyri, næstu klukkustundirnar og síðan á morgun eftir kl. 14:00 einnig í nokkrar klukkustundir.
Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin n.k. fimmtudag 24. nóvember í Hofi á Akureyri og stendur hún yfir frá klukkan 13-15:30.
Sundfélagið Óðinn sendi vaska sveit til keppni á Íslands og Unglingameistaramótinu i sundi í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði um nýliðna helgi. Óhætt er að segja að árangur keppenda frá Óðni hafi verið góður því sjö sinnum syntu keppendur frá félaginu til úrslita og ein verðlaun unnust. Annars er freistandi að gefa fréttaritara félagsins ,,orðið“ og hér kemur lífleg færsla hans.
Í tilefni 70 ára afmælis Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis heiðraði félagið þær stöllur Ingu Vestmann og Vilborgu Jóhannsdóttur.
Á vefsíðunni www.aldurerbaratala.is er birt könnun á verði á heimsendum mat í 13 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Í könnuninni voru ekki metin gæði og magn matarskammta á milli sveitarfélaga, hvort eftirréttur fylgir aðalrétti eða hvort um er að ræða heitan eða kaldan útsendan mat. Samkvæmt þessari könnum er Akureyri í fjórða sæti yfir dýrustu máltíðir sem seldar eru.
Frétt og færslu af vefnum aldruerbaratala.is má sjá hér fyrir neðan.
Það er ekki hægt að kvarta yfir því veðri sem Veðurstofa Íslands spáir að við munum njóta á Norðulandi eystra þessa viku. Vissulega mun kólna aðeins í kvöld og á morgun þriðjudag og miðvikudag má jafnvel búast við éljagangi sem verður að telja eðlilegt á þessum árstíma. Á fimmtudag er því svo spáð að hlýna muni á ný með austanátt og það gæti ringt af og til. Svipað veður verður svo um næstu helgi, austan og norðaustan á bilinu 5-13 metrar og hiti yfir frostmarki.
Prýðisveður fyrir þau okkar sem viljum ekki snjó.
Eining-Iðja hefur afhent Velferðarsjóðnum á Eyjafjarðarsvæðinu styrk að upphæð kr. 1.100.000.
Það var óvænt og sterk upplifun fyrir Ólaf að kynnast foreldrum sínum upp á nýtt í gegnum bréfin sem Forlagið hefur nú gefið út á bók
Nýtt deiliskipulag fyrir Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit hefur tekið gildi. Skipulagið hefur verið í undirbúningi og vinnslu í langan tíma og hófst vinna við það formlega hjá skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar í nóvember 2019, fyrir þremur árum.
Tveir draugar, Sesselía Hólaskotta og afturgangan Sigurfagur afhentu Hrund Hlöðversdóttur, rithöfundi fyrsta eintakið af bók hennar; Órói, krunk hrafnanna. Báðir koma þeir við sögu í bókinni, sem er sjálfstætt framhald af bókinni Ógn, ráðgátan um Dísar-Svan sem út kom í fyrrahaust. Sögusvið Óróa er í kyngimagnaðri náttúrufegurð við Hraunsvatn undir Hraundranga í Öxnadal.
-segir Dagný Þóra Gylfadóttir sem æfir hjá BJJ North á Húsavík
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt uppfærslu um stöðu mála á Grenivikuvegi en eins og flestum ætti að vera kunnugt féll skriða á veginn snemma í gærmorgun.
Í þeirri uppfærslu segir: