Fréttir

Er barnið þitt að senda ókunnugum nektarmyndir?

Helmingur stúlkna í 8.-10. bekk grunnskóla hefur verið beðinn um að senda eða deila af sér nektarmynd. Þar af voru 12% tilbúin til þess að segjast hafa orðið við slíkri beiðni. Í langflestum tilfellum, eða tæplega 7 af hverjum 10, fengu stúlkurnar beiðnina frá ókunnugum einstaklingi á netinu.

Lesa meira

Skipulagsráð Akureyrarbæar- Ósátt við umgengni á lóð við Sjafnarnes 2

Á fundi Skipulagsráðs Akureyrarbæar 10 janúar  s.l. var m.a. rætt um umgengni á lóð við Sjafnarnes 2 en ástandið þar hefur  reyndar vakið spurningar hjá bæjarbúum og  er óhætt að segja að sitt sýnist hverjum í þeim efnum. 

Lesa meira

Skattamálum Samherja lokið og sakamál felld niður

Skattamálum á hendur félögum tengdum Samherja hefur verið að fullu lokið í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018. Samhliða hefur embætti héraðssaksóknara fellt niður sakamál á hendur félögunum og starfsfólki þeirra og staðfest að hvorki stjórnendur né starfsmenn samstæðunnar hafi gerst sekir um refsiverð brot vegna þessa.

Lesa meira

Áfram Ísland - Halldór Jóhann Sigurðsson skrifar

Halldór Jóhann Sigfússon fyrrum leikmaður KA núverandi handboltaþjálfari hjá danska úrvalsdeildarliðinu TTH Holstebro sem í sumar tekur við liði Nordsjælland skrifar um HM í handbolta fyrir lesendur Vikublðasins.

Halldór  sem hefur þjálfað hjá Fram, FH  og á Selfossi  stýrði einnig liði Barein á HM i handbolta 2021.  Kappinn  veltir fyrir sér  HM i handbolta  og möguleikum okkar manna í riðlinum sterka. Við skulum gefa honum orðið

 

Lesa meira

Danskur Valsari af lífi og sál með sterkar tengingar til norðurslóða

Rasmus Gjedssø Bertelsen er gestaprófessor í heimskautafræði við Háskólann á Akureyri. Alla jafna gegnir hann stöðu prófessors í Norðurlandafræðum og málefnum Barentssvæðisins við Félagsvísinda- og menntunarfræðideild Norðurslóðaháskólans í Tromsø í Noregi. 

Lesa meira

Fréttatilkynning-Ný ferðaskrifstofa á gömlum, traustum grunni

Ferðaskrifstofa Akureyrar og VITA Sport hafa sameinast undir nafninu Verdi. Hið nýja fyrirtæki mun hafa tvær starfsstöðvar, bæði í miðbæ Akureyrar og á höfuðborgarsvæðinu

Lesa meira

SAk - Aukinn fjöldi ferðamanna árið 2022

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að fjöldi ferðamanna sem kemur hingað til lands hefur farið vaxandi. Samhliða þeirri fjölgun má ætla að fleiri þurfi að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Margir ferðamenn sækja á bráðamóttökur / heilsugæslustöð með minniháttar áverka eða væg veikindi en það er alltaf svo að nokkrir þurfa að leggjast inn á sjúkrahús í einhvern tíma og fá þar sérhæfða þjónustu.

Lesa meira

Miði er möguleiki!

Á heimasíðu Verkmenntaskólans á Akureyri má finna viðtal sem Óskar Þór Halldórsson tók við Maríu Dís Ólafsdóttur sem stundaði nám við VMA en hún hlaut  í  maí 2022  fyrstu verðlaun (500 þúsund krónur) í nýsköpunarkeppninni Norðansprotanum. Hugmynd Maríu  kallar hún  Roðleður og  gengur hugmyndin út á þróun og framleiðslu á leðri úr fiskroði.

Lesa meira

Strandgata 27 Minjastofnun heimilar ekki að rífa húsið.

Á fundi Skipulagsráðs  Akureyrar i gær 10 janúar var m.a. tekið fyrir bréf  frá Vesturkanti ehf  un rif á húsinu við Strandgötu 27  og endurbyggingu nýs húss á lóðinni.

Lesa meira

Nýtt Ungmennaráð tekið til starfa

Í nóvember sl. var opnað fyrir umsóknir í Ungmennaráð Akureyrarbæjar og bárust ráðinu þó nokkrar afar frambærilegar umsóknir. Fimm sæti voru laus í ráðinu og að kosningu liðinni tóku fjórir nýir fulltrúar sæti og einn fulltrúi hlaut endur kosningu. Ungmennaráðið er fullskipað 11 ungmennum á grunn- og framhaldsskólaaldri:

Lesa meira

Við höfum alltaf val – hvað velur þú?

Lífið er ein stór áskorun sem samanstendur af ótal hindrunum. Þær geta verið stórar og smáar og óhjákvæmilega munu þær taka sinn toll af okkur. Það er ótal margt sem við getum ekki haft stjórn á í lífi okkar, til dæmis því sem gerst hefur í fortíðinni, hvað framtíðin ber í skauti sér eða skoðanir og hegðun annarra. Enginn veit hvað morgundagurinn mun færa þér eða hvað gerist næst. Lífið er hverfullt, fyndið, ósanngjarnt, erfitt, skemmtilegt og stundum höfum við lítið um framvindu lífshlaupsins okkar að segja. Verkefnin fáum við í hendurnar og við spilum úr þeim spilum sem okkur voru gefin. Það sem við hins vegar getum haft stjórn á í hringiðu lífsins eru til dæmis okkar eigin markmið, hvernig við tölum við okkur sjálf, hvort og hvernig mörk við setjum, hvert við beinum orkunni okkar, hugsanir og eigin hegðun og hvernig við tökumst á við hindranir. Þó að aðstæður geti verið krefjandi er gott að minna sig á að við höfum, þrátt fyrir allt, val um það hvernig við lítum á lífið og tökumst á við það.

 

 

 
 
Lesa meira

Vantar um 40 leikskólarými á Akureyri næsta haust

Ljóst er að Akureyrarbæ skortir leikskólarými eða nýjar deildir nú og til framtíðar en til að náist að innrita börn sem náð hafa 12 mánaða aldri í lok næsta sumars, 31. ágúst 2023 vantar um það bil 40 leikskólarými miðað við stöðuna eins og hún er núna.

Lesa meira

Aldrei meiri umferð um Vaðlaheiðagöng en á liðnu ári

„Heilt yfir gekk reksturinn vel á liðnu ári,“ segir Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðaganga, en umferð um göngin hefur aldrei verið meiri frá því göngin voru tekin í notkun. Alls voru farnar um 550 þúsund ferðir um Vaðlaheiðagöng árið 2022 sem er 4% aukning miðað við árið á undan. Í rekstraráætlun hafði verið gert ráð fyrir 2,8% aukningu milli ára að sögn Valgeirs, „þannig að þetta er meira en við áætluðum og er ánægjulegt.“

Lesa meira

Hópur stúdenta í sjávarútvegsfræði og líftækni heimsótti Tromsø í Noregi

„Mér fannst mest gaman að hitta starfsfólk sem er útskrifað úr því námi sem ég stunda og er í mjög góðum stöðum innan fyrirtækis í öðru landi. Það gefur manni ákveðið sýnishorn á hversu langt maður getur farið með gráðuna,“ segir Friðbjörg María Björnsdóttir, stúdent í sjávarútvegsfræði.

Lesa meira

Jón Helgi nýr stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs

Jón Helgi tekur við stöðu stjórnarformanns af Auði H. Ingólfsdóttur sem lét af störfum um áramótin að eigin ósk

Lesa meira

Leikhús fáránleikans

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar skrifar

Lesa meira

Þrjár lóðir við Dalsbraut fyrir uppbyggingu stúdentagarða

Á svæði meðfram Dalsbraut á Akureyri hafa verið afmarkaðar þrjár lóðir fyrir uppbyggingu stúdentagarða. Alls er um að ræða 7.600 fermetra og verða í húsunum einstaklingsherbergi, stúdíó – og tveggja herbergja íbúðir.

„Við erum komin með þetta verkefni í farveg, höfum fengið samþykkta tillögu að breytingu á skipulagi við Dalsbraut hjá Skipulagsráði, en að öðru leyti á verkefnið eftir að fara í það ferli sem lögbundið er,“ segir Jóhannes Baldur Guðmundsson framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri.

Lesa meira

Þankar Ingólfs XXI

Ógn var erfitt í æsku að skilja þá þversögn að samviskusemi á einu sviði gæti orðið til tjóns á öðru. Til hvers að reyna að leggja sig fram og gera allt sem best ef sá gjörningur varð til þess að eitthvað allt annað og óskylt rynni út í sandinn? Þessar vangaveltur þutu í gegnum höfuðið þegar ykkar einlægur gekk út af skrifstofu Hannesar J. Magnússonar skólastjóra eftir að hafa tekið fullnaðarbróf frá Barnaskólanum eina. Sá mæti maður hafði að prófum loknum kallað mig á sinn fund og bauð mér sæti með alvörusvip. Ég velti fyrir mér hvort ég hefði gert eitthvað af mér. Hvað var að gerast?  

Lesa meira

Þröngur rekstur en góðar horfur

Rekstur Grýtubakkahrepps verður þröngur á árinu, en gert er ráð fyrir að tap af rekstri samstæðu sveitarfélagsins verði 17 milljónir króna.  Horfur eru bjartari til lengri framtíðar litið.

Lesa meira

Ekkert ferðaveður á Norðurlandi

Gul veðurviðvörun hefur tekið gildi á öllu Norðurlandi sem og á Vestfjörðum vegna hvassviðris eða storms. Búast má við snjókomu, skafrenningi og blindu víða á vegum á þessum svæðum og því ekkert ferðaveður.

Lesa meira

Í upphafi árs

Hjálmar Bogi Hafliðason forseti sveitarstjórnar Norðurþings skrifar

Lesa meira

Jóna Margrét og Nökkvi Þeyr íþróttafólk KA 2022

Kjöri á íþróttafólki KA 2022 var lýst á 95 ára afmælishátíð félagsins í Hof fyrr í dag.  Blakkonan Jóna Margrét Arnarsdóttir og knattspyrnumaðurinn Nökkvi Freyr Þórisson  hlutu sæmdarheitin íþróttakona og íþróttamaður KA 2022.

Lesa meira

Alfreð Birgisson er bikarmeistari BFSÍ í trissuboga

Bikarmótaröð Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) 2022-2023 lauk í dag á síðasta bikarmóti BFSÍ á tímabilinu. Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri var krýndur bikarmeistari BFSÍ í trissubogaflokki í dag

Lesa meira

„Norðurþing hefur tekið vel á móti okkur og við kynnst fullt af góðu fólki“

- segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings í nýársspjalli Vikublaðsins

Lesa meira

Ritjulegir sauðir gerðu ekki ráð fyrir mikilli ofankomu né miklum frostum

Á fundi í veðurklúbbi Dalbæjar sem fram fór fyrir skemmstu urðu strax upp miklar vangaveltur um veðrirð í janúar

Lesa meira

Sandra María og Bjarni Guðjón íþróttafólk Þórs 2022

Kjöri á íþróttafólki Þórs 2022 var lýst á samkomunni Við áramót sem fram fór í Hamri síðdegis. Knattspyrnufólkið Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Sandra María Jessen eru íþróttafólk Þórs 2022.

 

Lesa meira

Gjafmildir Oddfellow-ar komu færandi hendi

Rausnarlegar gjafir bárust almennu göngudeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri í vikunni

Lesa meira