Fréttir

Dagur sjúkrahússins á Glerártorgi á laugardaginn – Margt í boði og Hollvinasamtök SAk blása til stórsóknar

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ásamt starfsfólki sjúkrahússins standa fyrir hátíð á Glerártorgi laugardaginn 10. desember nk. milli kl. 14:00 og 16:00. Slík hátíð á Glerártorgi hefur verið árviss viðburður en féll niður sl. tvö ár vegna COVID-faraldursins.

Lesa meira

Tímabundin skerðing á þjónustu hjá HSN Akureyri

Mikið álag er á HSN Akureyri vegna veikinda starfsfólks og gæti því reynst nauðsynlegt að forgangsraða erindum. Við biðlum til ykkar að sýna því skilning og tillitssemi.

Lesa meira

Spennandi lóð í boði

Akureyrarbær auglýsir  í dag byggingarrétt á Hlíðarbraut 4 (fyrir austan Ak-Inn) og óskar eftir umsóknum um lóðina  sem er tæplega 6.500m2 en þar má byggja 4-5 hæðir auk bílakjallara. Bygginingarmagn er 7.6872m2 ofanjarðar  og 2.562m2 neðanjarðar eins og segir i auglysingu.

Lesa meira

Opnun STÉTTARINNAR á föstudag

Föstudaginn 9. desember mun Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opna með formlegum hætti nýja aðstöðu þekkingarklasans á Hafnarstétt 1-3 á Húsavík

Lesa meira

Hjólið ekki lengur blautt og ískalt

Vel búin reiðhjólageymsla hefur verið tekin í notkun við fiskvinnsluhús Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri. Sambærileg reiðhjólageymsla er við fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík, sem notið hefur vinsælda meðal starfsfólks. Með slíkum geymslum vilja félögin auðvelda starfsfólki að hjóla í vinnuna og stuðla um leið að umhverfisvænni samgöngum.

Lesa meira

SS Byggir vill byggja í Móahverfi

Meirihluti skipulagsráðs Akureyrar hefur samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við útfærslu útboðs- og úthlutunarskilmála fyrir Móahverfi með það að markmiði að hægt verði að auglýsa lóðir í fyrsta áfanga hverfisins í janúar næstkomandi.

Lesa meira

Samningaviðræður hafnar milli PCC og Framsýnar/Þingiðnar

Viðræður eru hafnar milli stéttarfélaganna Framsýnar og Þingiðnar annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar vegna PCC á Bakka um endurnýjun á sérkjarasamningi aðila sem rann út í lok nóvember.

Lesa meira

Íþróttahöllin 40 ára

Á þessum degi fyrir 40 árum var Íþróttahöllin á Akureyri tekin í notkun. Íþróttahöllin hefur frá upphafi sinnt fjölbreyttri starfsemi, s.s. skólaíþróttum, íþróttaæfingum, kappleikjum, útskriftum, sýningum, veislum og öðrum viðburðum.

Lesa meira

Hvar er húfan mín og vettlingar?

Það er hætt við að þessi upphrópun muni heyrast  víða á heimilinm hér norðanlands næstu viku eða kannksi vikur.  Eftir frábæran hlýinda kafla í nóvembr sem m.a færði Akureyringum meðalhita sem var 3.5 stigum yfir meðaltali og þriðja heitasta nóvembermánuði frá þvi mælingar hófust er tíðarfarið færast í eðlilegt horf. 

Frost er i kortunum svo langt sem menn sjá  og það mun snjóa samkvæmt verðurspám,  Það er nákvæmlega ekkert óeðlilegt við það og munum að það er ekkert til sem kalla má kalt veður bara illa klætt fólk.

Lesa meira

Sala aðventutrjáa í algleymingi

Sala aðventutrjáa Skógræktarfélags Eyfirðinga er nú í fullum gangi „Við skutlum þeim tilbúnum með ljósunum á  til viðskiptavina og sækjum aftur í janúar.,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri SE, en þessi þjónusta hefur verið í boði í mörg ár.

Lesa meira

Hrafnagilsskóli 50 ára

Öllu var tjaldað til á hátíðardagskrá sem efnt var til í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit vegna 50 ára afmælis skólans

Lesa meira

Framkvæmdir við nýja flugstöð á Akureyrarflugvelli Afhending á stáli í burðarvirkið tefst fram í mars á næsta ári

 

„Það er mjög leitt þegar seinkun er á öllum aðföngum en það gildir um allan heim, staðan er erfið. Það hillir þó undir þessa mikilvægu viðbót við Akureyrarflugvöll, segir Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla en ljóst er að tafir verða á framkvæmdum við byggingu nýrrar flugstöðvar. Stefnt er að því að hún verði opnuð vorið 2024.

Sigrún Björk segir ánægjulegt að verkefni við nýtt flughlað gangi vel. Verið er að leggja lagnir fyrir ljós og frárennsli um þessar mundir. „Milda vetrarveðrið hefur auðveldað verkefnið þannig að því miðar vel áfram,“ segir hún. „Við munum bjóða út malbikið á hlaðinu  núna í kringum áramótin og það verður lokahnykkurinn á framkvæmdinni næsta sumar.“

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit Ríflega helmingur íbúa sækja vinnu á Akureyri

Íbúar á Norðurlandi Eystra sækja margir hverjir atvinnu í öðru bæjarfélagi en því sem þeir búa í.

Lesa meira

Skiptinám eykur víðsýni

„Mér hefði aldrei dottið í hug að það væri í boði að fara með alla fjölskylduna með í skiptinám”

Lesa meira

„Það má segja að nánast allt hafi gengið upp í ár“

Hafdís Sigurðardóttir úr Hjólreiðafélagi Akureyrar var valin hjólreiðakona ársins af Hjólreiðasambandi Íslands í október, en hún varð einnig Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og tímaþraut í sumar. Hún er gift tveggja barna móðir, menntaður íþróttafræðingur með meistaragráðu í menntunarfræðum og viðbótargráðu í lýðheilsuvísindum. Meðfram fullri vinnu og fjölskyldulífi skarar hún fram úr í sinni íþrótt og stefnir enn lengra.

Lesa meira

Níu verkefni kláruðu Vaxtarrými Norðanáttar

Níu nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að.

Lesa meira

Mannekla kemur niður á almennri löggæslu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er kveðið á um að mönnun löggæslu á Íslandi þurfi að vera í takt við þarfir samfélagsins. Því þurfi að gera tímabundið átak með það að markmiði að fjölga í lögreglunámi á háskólastigi og tryggja þannig aukið öryggi og fagmennsku innan lögreglunnar. Með fjölgun menntaðra lögreglumanna er unnt að bæta þjónustu, stytta rannsóknartíma og auka gæði lögreglustarfa.

Lesa meira

Ljósaganga gegn ofbeldi gengin i gær.

Ljósaganga gegn ofbeldi var farin í gær, 1. desember í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var með logandi kyndla frá Zontahúsinu á Akureyri að Bjarmahlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

Lesa meira

Rúmum 20 milljónum úthlutað úr Menningar-og viðurkenningasjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 89. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Úthlutað var 20,3 milljónum króna til 50 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.

Lesa meira

Norðurorka styrkir Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðar

Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins er samstarf Mæðrastyrksnefndar, Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins á Akureyri. Markmið verkefnisins er að styðja efnaminni fjölskyldur og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu. Því miður eru mörg heimili á svæðinu sem eru illa stödd fjárhagslega og þurfa á aðstoð að halda. Söfnunarfé sem safnast er notað til kaupa á gjafakortum sem einstaklingar geta verslað mat fyrir. 

Lesa meira

Þrjú tilboð bárust í rekstur Hríseyjarferju

Þrjú tilboð bárust í rekstur Hríseyjarferju, en tilboð voru opnuð í vikunni.

Lesa meira

Þrjár sýningar opnaðar á morgun, laugardag

Laugardaginn 3. desember kl. 15 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Úrval verka úr Listasafni Háskóla Íslands, Stofn, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Vatnið og landið, og samsýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi.

Lesa meira

Akureyrardætur styrkja Hjartavernd Norðurlands

Akureyrardætur er hjólahópur kvenna sem vilja efla aðrar konur til að hjóla sér til gleði og heilsubótar, þær láta einnig vel til sín taka í hjólreiðakeppnum víðsvegar.  

Lesa meira

,,Karíus og Baktus fá góða dóma frá okkur og mælum við með að fjölskyldufólk kíki á sýningu í Freyvangsleikhúsinu".

Við fjölskyldan brunuðum inn í Freyvang síðastliðinn sunnudag til að sjá hið sígilda leikrit Karíus og Baktus eftir Torbjörn Egner. Okkur fullorðna fólkinu finnst alltaf spennandi að sjá leikrit sem við ólumst upp við, yfirleitt í gegnum hlustun á plötur eða kasettur, sælla minningar. Þegar svona perlur eru settar upp setjum við, fullorðna fólkið, aðeins meiri kröfur á sýningarnar en ella, því við þykjumst vita allt um það hvernig leikritið á að vera og á ekki að vera, kunnum textann jafnvel utanbókar og getum sungið með flestum lögunum. Því kemur maður inn með ákveðnar væntingar á svona sýningu og vonast til að endurupplifa ljúfar æskuminningar.

Lesa meira

Stöðugur straumur í fyrstu Krónuverslunina á Akureyri

Krónan opnaði verslun sína á Akureyri í morgun, í um 2000 fermetra stóru húsnæði við Tryggvabraut. Margir hafa litið við og skoðað þessa nýjustu verslun í bænum.

Lesa meira

Bæjarráð Akureyrarbæjar - Samningur um samræmda móttöku flóttafólks

Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum i morgun þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks. 

Lesa meira

Viking Brugghús gerir það gott

Bjórarnir Víkingur Gylltur og Thule unnu báðir nýverið til gullverðlauna í sínum flokki í hinni árlegu European Beer Challenge, sem er nokkurs konar Evrópukeppni í bjórgerð þar sem bjórframleiðendur keppa í fjölda mismunandi flokka. Báðir drykkirnir eru framleiddir af Víking brugghúsi á Akureyri en ásamt gullverðlaununum fékk framleiðandinn einnig silfurverðlaun fyrir bæði Víking Lite og Víking Rökkr.

Lesa meira