Vonbrigði en höldum ótrauð áfram
„Þetta eru auðvitað vonbrigði. Beint flug á Norðurland breytir landslagi ferðaþjónustunnar, ekki síst að vetri til þar sem aðgengi að svæðinu gjörbreytist,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Niceair tilkynnti eins og kunngut er fyrir páska að það hafi gert hlé á flugi sínu til og frá Akureyri og áður hafði þýska flugfélagið Condor frestað beinu flugi til Akureyrar um eitt ár.