
Dagur sjúkrahússins á Glerártorgi á laugardaginn – Margt í boði og Hollvinasamtök SAk blása til stórsóknar
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ásamt starfsfólki sjúkrahússins standa fyrir hátíð á Glerártorgi laugardaginn 10. desember nk. milli kl. 14:00 og 16:00. Slík hátíð á Glerártorgi hefur verið árviss viðburður en féll niður sl. tvö ár vegna COVID-faraldursins.