Fréttir

Jól, áramót og gæludýr – það sem ber að varast!

Það er að mörgu að hyggja fyrir gæludýraeigendur yfir jól og áramót margt spennandi en kannksi ekki eins heppilegt fyrir gæludýrið. Þau á Dýraspítalanum  Lögmannshlíð tóku saman heilræði sem þau birtu á Facebooksíðu þeirra

Lesa meira

Norðurorka-Kjartan S. Friðriksson, 70 ára unglamb sem státaði af 54 ára starfsaldri þegar hann lét af störfum.

Heimasíða  Norðurorku segir skemmtilega sögu.

Á dögunum voru veittar starfsaldursviðurkenningar hjá Norðurorku hf. 

Það er gaman að segja frá því að almennt er starfsaldur hár í fyrirtækinu og starfsmannavelta lítil. Það voru 23 einstaklingar sem höfðu starfað í 10 ár eða lengur hjá Norðurorku þegar viðurkenningarnar voru veittar og var samanlagður starfsaldur þeirra 545 ár. Í slíkri reynslu býr mikill mannauður.

Einn þeirra sem hlaut viðurkenningu fyrir starfsaldur er Kjartan S. Friðriksson, 70 ára unglamb sem státaði af 54 ára starfsaldri þegar hann lét af störfum. Það þýðir að Kjartan vann fyrir Norðurorku, og forverum fyrirtækisins, allan sinn starfsaldur en slíkt er fágætt á vinnumarkaði nútímans.

Lesa meira

„Ég er algjör jólakálfur“

-segir Ólíver Þorsteinsson, rithöfundur og bókaútgefandi

Lesa meira

,,tel afgerandi niðurstöður benda til þess að okkar félagsmenn séu ánægðir með samninginn" segir formaður FVSA

Nú á hádegi lágu niðurstöður rafrænnar atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) fyrir. Báðir samningar voru samþykktir með miklum meirihluta.

Lesa meira

Veglegur stuðningur - Oddfellowstúkan Sjöfn styrkir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Oddfellowstúkan Sjöfn á Akureyri veitti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis (KAON) 700 þúsund króna styrk í tilefni 70 ára afmælis félagsins fyrr á árinu.

Lesa meira

FVSA -Nýr kjarasamningur samþykktur 21.des | 2022

Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) lauk á hádegi í dag og var hann samþykktur með 90.82% greiddra atkvæða.

Alls voru 1.905 á kjörskrá Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, þar af nýttu 523 atkvæðisrétt sinn og kjörsókn því 27.45%. Alls samþykktu 475 samninginn, eða 90.82% þeirra sem kusu, 41 höfnuðu samningnum eða 7.84% og 7 tóku ekki afstöðu, eða 1.34%. 

Lesa meira

Einn elsti starfsmaður Samherja lætur af störfum- Þó ekki alveg hættur –

„Ég færði mig frá Útgerðarfélagi Akureyringa til Samherja þegar þeir frændur höfðu gert út fyrsta skipið í hálft ár, frystitogarann Akureyrina EA. Á næsta ári verða liðin fjörutíu ár síðan saga Samherja hófst, þannig að ég hef verið hjá fyrirtækinu í rétt rúmlega 39 ár. Þótt ég láti nú formlega af störfum skila ég ekki lyklunum alveg strax, því við Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri höfum sammælst um að ég verði eftirmanni mínum innan handar næstu mánuðina,“ segir Ólafur Hermannsson lagerstjóri skipaþjónustu Samherja, sem eðli málsins samkvæmt er í hópi elstu starfsmanna Samherja.

Lesa meira

,,að skiptast á að sjá um jólamatinn" Björn Þór Sigbjörnsson útvarpsmaður á Rás1

Vefurinn setti sig i samband við valinkunna Norðlendinga og sendi þeim nokkrar spurningar tengdum jólum og aðdraganda þeirra vildi hvað skiptir fólk máli á þessum tíma  og hver væri eftirminnilegasta jólagjöfin amk. enn sem komið er.  Það er útvarpsmaðurinn góðkunni á Rás 1 Björn Þ. Sigbjörnsson sem er fyrir svörum.

Lesa meira

Aukið fé í málaflokk fatlaðra

Ríki og sveitarfélög hafa gert með sér samkomulag um að aukið fé renni til málaflokks fatlaðra sem hefur um langt árabil verið mjög vanfjármagnaður af ríksins hálfu en það hefur bitnað illa á rekstri stærstu sveitarfélaga landsins. Samkomulagið felur í sér að útsvar verður hækkað um 0,22% en tekjuskattur lækkaður um samsvarandi hlutfall. Þessi breyting mun því ekki hafa nein áhrif á hinn almenna skattgreiðanda því skatthlutfallið, sem samanstendur af útsvari og tekjuskatti, verður hið sama eftir sem áður. Hins vegar gerir þetta ríkinu kleift að láta meiri fjármuni renna til reksturs á málaflokki fatlaðra í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Lesa meira

Dagskráin-dreifing tefst

Vegna ófærðar  hefur Dagskráin þvi miður ekki skilað sér til bæjarsins  og  því er ljóst að útburður getur ekki hafist fyrr en i fyrsta lagi seint síðdegis eða jafnvel á morgun. 

Þvi miður ekkert við þessu að gera  en hægt er að skoða blaðið hér á vefnum.

Lesa meira

Kortleggur erfðamengi rjúpunnar

Kristinn P. Magnússon, prófessor í sameindaerfðafræði við Háskólann á Akureyri, borðar ekki rjúpur um jólin en þekkir þær þó mun betur en aðrir.

Lesa meira

Það er sælla að gefa en þiggja!

Starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar heyrðu af því að aldrei hefðu fleiri óskað eftir mataraðstoð vegna komandi hátíðar. Þá var ákveðið að leggja hönd á plóg. Starfsmenn SA söfnuðu í sjóð og fóru og verslaðuðu matarpakka  Starfsmenn SA komu saman og afhentu svo pakkana  til Sigrúnar Steinarsdóttur sem sér um dreifingu. 
Stöndum saman því það eiga allir skilið að eiga gleðileg jól.

þetta má sjá á Facebooksíðu slökkviliðsins ásamt nokkrum myndum

Lesa meira

Vetrarsólstöðuganga Píeta samtakanna, miðvikudaginn 21. desember

Vetrarsólstöðuganga Píeta samtakanna á Norðurlandi verður haldin miðvikudaginn 21. desember hér á Svalbarðseyri.

Píeta samtökin standa fyrir göngunni og ætla að hittast við hárgreiðslustofuna Hárið 1908 þar sem hægt verður að kaupa kaffi og kakó. Allur ágóði sölunnar mun renna til Píeta samtakanna. 

Lesa meira

Aðalfundur GA var haldinn 15. desember

15. desember síðastliðinn var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar fyrir rekstrarárið 2022 en 43 GA félagar mættu upp á Jaðar og fylgdust með fundinum. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf en það var hann Jón Steindór Árnason sem var kosinn fundarstjóri og Jón Heiðar Sigurðsson var kosinn ritari. Bjarni Þórhallsson, formaður GA, hóf fundinn á því að fara með skýrslu formanns áður en Steindór Kristinn, framkvæmdarstjóri, fór yfir rekstrarárið ásamt því að fara yfir ársreikning klúbbsins fyrir árið 2022 og var hann samþykktur af fundargestum.

Lesa meira

Samskip og Andrésar andar leikarnir skrifa undir 3ja ára samning

Samskip hefur um langt árabil verið traustur bakhjarl Andrésar andar leikanna og hafa þessir aðilar nú endurnýjað samstarf sitt til næstu þriggja ára.

Lesa meira

Meiri lífgæði fyrir fatlaða og betrumbætt leiksvæði

Fyrir liggur að Akureyrarbær mun fara í endurbyggingu á húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarstræti 16 þar sem þörfin er mjög mikil. Velferðarráð Akureyrarbæjar óskaði eftir umræddri staðsetningu, þar sem hún er talin henta mjög vel. Húsið hefur staðið autt í nokkur ár vegna þess að það uppfyllir ekki nútímakröfur um aðbúnað. Því verður nú breytt og endurbygging mun skila stærra og betra húsi sem henta notendum. Eina leiðin til þess gera slíkar breytingar er að stækka húsið til suðurs inn á grænt svæði, sem stendur við leikvöllinn í Innbænum. Hægt er að sjá ágætlega breytinguna með því að horfa á bleiku línurnar á myndinni hér að neðan.

Lesa meira

Snortin yfir góðum viðbrögðum

-Stefnir í að um 300 manns þurfi aðstoð fyrir jólin

 

Lesa meira

”Niðurstaðan er afar ánægjuleg, reyndar glæsileg,, segir formaður Framsýnar á Húsavík

Vefurinn náði tali af Aðalsteini Árna Baldurssyni og innti hann eftir viðbrögðum við úrslitum í kosningum um nýjan kjarasamning við Starfsgreinasambandið.  Félagar í Framsýn samþykktu samningin örugglega en u.þ.b 85% félagsmanna sem þátt tóku samþykktu hinn nýja samning

Aðalsteinn stóridómur er fallinn samningurinn er samþykktur með miklum meirihluta, þín viðbrögð?

Niðurstaðan er afar ánægjuleg, reyndar glæsileg. Við fylgdum eftir kröfugerð félagsmanna sem greinlega eru ánægðir með útkomuna þar sem um 86% félagsmanna þeirra aðildarfélaga innan Starfsgreinsambandsins sem stóðu að gerð kjarasamningsins samþykktu hann í rafrænni atkvæðagreiðslu.

Hvernig tilfinning er að sjá þessar viðtökur félagsmanna?
Að sjálfsögðu góðar enda eru félagsmenn að senda skýr skilaboð með þessari afstöðu varðandi samninginn. Það eru ekki allir sem átta sig á þeirri miklu vinnu sem er á bak við gerð kjarasamnings, þess vegna ekki síst skiptir verulega miklu máli að samningnum sé vel tekið af okkar félagsmönnum.

Fannst þér að áróður væri rekinn gegn þessum samningum fra stjórnendum Elfingar?
Já, áróður forsvarsmanna Eflingar gegn kjarasamningnum er þeim til mikillar skammar. Þau lögðu mikla vinnu í að tala samninginn niður og vöruðu við samþykkt hans meðal annars með ályktun. Höfum í huga að Eflingu bauðst að vera með okkur í kjarasamningsgerðinni sem félagið hafnaði. Það er, þau höfnuðu samstöðunni, svo það sé á hreinu. Hins vegar óska ég Eflingu velfarnaðar í kjaraviðræðum þeirra við Samtök atvinnulífsins á næstu dögum um leið og ég gleðst yfir því að félagsmenn Framsýnar fái launahækkun frá 1. nóvember. Það er í aðdraganda jóla þegar útgjöld heimilanna ná almennt hámarki á hverju ári.

Lesa meira

,,Ákaflega ánægð með afgerandi niðurstöðu“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju á Akureyri

,,Við hjá Einingu-Iðju erum ákaflega ánægð með að okkar félagsmenn skildu kveða upp afgerandi  niðurstöðu í kosningunni um samninginn. Tæp 84% þeirra sem kusu samþykktu hann og það segir okkur að við vorum að gera rétt með því að skrifa undir þennan skammtímasamning“ segir Björn Snæbjörnsson um nýja kjarasamninga sem samþykkt voru fyrr í dag.  Eins og fyrr greindi hér voru samningarnir samþykktir með miklum meirihluta, já sögðu 83,93% nei sögðu 10,10%  þeir sem ekki tóku afstöðu voru 5,97%   Kjörsókn var 26,1%.

Lesa meira

,,Panda dúnúpla eftirminnilegasta jólagjöfin" segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum Akureyrar og nágrennis.

Vefurinn setti sig i samband við valinkunna Norðlendinga og sendi þeim nokkrar spurningar tengdum jólum og aðdraganda þeirra það skiptir fólk máli á þessum tíma  og hver væri eftirminnilegasta jólagjöfin amk. enn sem komið er. 

Það er Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum Akureryar  og nágrennis sem ríður á vaðið en hún stendur svo sannarlega i ströngu þessa dagana 

 Eftirminnilegasta jólagjöfin er panda dúnúlpa sem ég fékk þegar ég var 9 ára. Hún var mér eins og gull.

Uppáhalds jólahefðin er að fara út að borða á þorláksmessu með fjölskyldunni og skreyta svo jólatréið.

Mikilvægast er að hátíðirnar séu afslappaðar. Þess vegna að borða í náttfötum á aðfangadag.

Missa sig ekki í stressi.

Gleðileg jól.

 

Lesa meira

Eining-Iðja Nýr samningur við SA samþykktur

Í dag kl. 12:00 lauk atkvæðagreiðslu um  nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan fór fram inn á Mínum síðum félagsins.

Lesa meira

Éljagangur, snjókoma, frost og meira frost.

Þetta er á ,,matseðlinum´´ frá Veðurstofu Íslands þessa viku og ekki hægt að segja að það sé eitthvað óeðlilegt við það m.v. árstíma.

Trefill, húfa, góðir vettlingar og hlý úpla er það sem mælt er með og svo má alltaf  fá sér  gott kakó þegar inn er komið.  Svo tekur daginn að lengja á fimmtudag  og áður en varir verður komið sumar  og.......sól

Lesa meira

Útgefandi verður rithöfundur og gefur út bók hjá forlaginu sem hann stofnaði

Bókin Ástin á Laxá, Hermóður í Árnesi og átökin miklu komin út

Lesa meira

Endurbætur á Garðari á áætlun

Um er að ræða viðamikið og metnaðarfullt verkefni sem eigandi hússins, Gb5 ehf stendur fyrir. Megintilgangur með þessu stóra verkefni er að endurnýja og færa húsið til nútímans, en hafa þó í heiðri sögu þess og útlit

Lesa meira

Jólatré bernskunnar

Jón Hólmgeirsson kennari og handverksmaður frá Stafni í Reykjadal kom færandi hendi með jólatré sem hann smíðaði en það prýðir nú jólatrjáasölu Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarna

Lesa meira

Framkvæmdir á Þengilhöfða við Grenivík ganga samkvæmt áætlun

Framkvæmdir við byggingu á lúxushóteli á Þengilhöfða við Grenivík ganga samkvæmt áætlun. Verið er að reisa starfsmannahús á svæðinu og verður lokið við það verkefni innan tíðar. Sem og einnig að gera undirstöður fyrir skálann á svæðinu.

Lesa meira

Hvalaskoðun Akureyri fær lóð í Oddeyrarbót

Fyrirtækið Hvalaskoðun Akureyri hefur fengið úthlutað lóð við Oddeyrarbót 2, austan við Menningarhúsið Hof en þar hefur fyrirtækið verið með starfsemi. Nú stendur til að byggja þjónustuaðstöðu fyrir hvalaskoðun og á að nýtast bæði heimamönnum sem og ferðamönnum.

Lesa meira