Unnið að lengingu Lækjavalla á Grenivík

Mynd á vefsíðunni grenivik.is
Mynd á vefsíðunni grenivik.is
mth@vikubladid.is

Til stendur að lengja götuna Lækjarvelli á Grenivík. Leitað var tilboða hjá nokkrum verktökum vegna fyrri hluta þessa verkefnis, sem eru jarðvegsskipti og lagnir.

Þrjú tilboð bárust. Steypustöðin Dalvík átti lægsta boð, tæplega 14,8 milljónir króna, 79% af áætluðum kostnaði. GV gröfur buðu ríflega 17.3 milljónir, 93% af kostnaðaráætlun. Tilboð frá Finni ehf var upp á 25 milljónir, 134% af kostnaðaráætlun, sem nema rúmlega 18,7 milljónum króna.

Sveitarstjórn ákvað að taka tilboði lægstbjóðanda, Steypustöðvarinnar á Dalvík.  Áformað er að verkið verði unnið í september, en að gatan verði fullfrágengi og malbikuð á næsta ári.


Athugasemdir

Nýjast