Húsavík Framkvæmdir við frístund og félagsmiðstöð á áætlun

Staða framkvæmda í byrjun árs 2026 er góð. Gott veður s.l haust hjálpaði til við uppsteypu hússins.
Staða framkvæmda í byrjun árs 2026 er góð. Gott veður s.l haust hjálpaði til við uppsteypu hússins.

Norðurþing vinnur nú að uppbyggingu húsnæðis undir frístund og félagsmiðstöð á Húsavík. Um er að ræða stærstu einstöku framkvæmd sveitarfélagsins í tugi ára en heildarkostnaður er áætlaður um 750-800 millj.kr. Húsið er reist sem viðbygging við Borgarhólsskóla, alls um 900 fm á tveimur hæðum. Trésmiðjan Rein ehf. er aðalverktaki og hefur með sér nokkra undirverktaka sem flestir eru heimamenn. Belkod ehf. hefur eftirlit með verkinu en hönnuðir eru Basalt arkitektar.

Staða framkvæmda í byrjun árs 2026 er góð. Gott veður í haust hjálpaði til við uppsteypu hússins. Búið er að steypa alla veggi og fyrir jól var komið þak á húsið þannig að hægt var að kynda þar yfir hátíðirnar. Byrjað er á vinnu innandyra við vatnslagnir sem og flotun og írennsli gólfa. Einnig er hafinn undirbúningur fyrir málningarvinnu og loftræstikerfi. Á neðri hæð eru komnir gluggar og hurðir og reiknað er með að í byrjun febrúar verði búið að flota í gólf þannig að hægt verði að hefjast henda við ísetningu glugga á efri hæð. Fljótlega verður hafist handa við að einangra húsið að utan og þegar vorar verður klárað að steypa tröppur og stéttar utandyra.

Verkið er allt á áætlun og reiknað með afhendingu hússins í júní. Sumarið verður nýtt í frágang lóðar þar sem koma nokkur ný leiktæki og er stefnt að því að ljúka þeim framkvæmdum fyrir skólabyrjun næsta haust.

Nýjast