í Spurningaþraut Vikublaðsins #18 er víða komið við
Þessi brú á Norðurlandi er komin nokkuð til ára sinna en hún hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið vegna umferðartakmarkana um hana. Yfir hvaða fljót liggur brúin?
Fótboltastrákarnir í KA fara vel af stað í Sambandsdeild Evrópu en á dögunum lögðu þeir liðið Connah's Quay Nomads samanlagt 4-0 og eru því komnir í aðra umferð keppninnar. En hvaðan eru þessir mótherjar KA.
Hverjir verða mótherjar KA í næstu umferð sömu keppni?
Ein í viðbót um Evrópuævintýri KA manna; Hvar spilar KA sína „heimaleiki“ í Sambandsdeildinni evrópsku?
Nýr bankastjóri Íslandsbanka hefur stigið fram voða „sorrý“ yfir því að bankinn hafi staðið í því að selja hluti ríkisins í sjálfum sér. En hvað heitir þessi nýji bankastjóri?
Hvaða söngkona flutti framlag Íslands í Eurovision árið 2003?
Og hvað heitir lagið sem hún flutti?
Júlímánuður hefur verið óþarflega kaldur og vætusamur en þá er gott að muna eftir lagi sem hljómsveitin Grafík gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar; „Mér finnst rigningin góð“ – eða það hefur lagið yfirleitt verið kallað. Titill lagsins er þó allt annar, hver er hann?
Helgi Björnsson söngvari sveitarinnar er einnig mjög ágætur leikari og hefur m.a. leikið í mörgum frábærum íslenskum bíómyndum. Ein þeirra er Sódóma Reykjavík sem verðskuldað hefur hlotið költ-status. Söguþráður myndarinnar hverfist um örvæntingafulla leit að hversdagslegum hlut. Hver er hluturinn? Sérstakt költmyndastig fæst fyrir að nefna framleiðanda hlutarins.
Hver leikstýrði myndinni?
----
Svör.
Skjálfandafljót.
Wales.
Dundalk frá Írlandi
Í Úlfarsárdal, en næsti leikur gegn Írunum fer einmitt fram á næsta fimmtudag.
Jón Guðni Ómarsson.
Birgitta Haukdal.
Open Your Heart. Íslenska útgáfan sem hljómaði í forkeppninni hér á landi heitir Segðu mér allt, og það dugar að sjálfsögðu til líka.
Húsið og ég.
Sjónvarpsfjarstýring, költstigið fæst fyrir að muna að þetta var Samsung fjarstýring.
Ágætis aðsókn er yfir sumarmánuðina á Útgerðarminjasafnið á Grenivík. Talsvert fleiri komu við á safninu í júní miðað við sama mánuði í fyrra en svipaður fjöldi gesta sótti safnið heim í júlí. Veður hefur áhrif á aðsókn segir Björn Ingólfsson formaður stjórnar safnsins.
Menntastefna Akureyrarbæjar frá árinu 2020 gildir út árið 2025. Nú er hafin vinna við endurskoðun stefnunnar og ber fræðslu- og lýðheilsuráð ábyrgð á þeirri vinnu í umboði bæjarstjórnar. Stýrihópur hefur verið skipaður og honum sett erindisbréf.
Umhverfislistaverk var formlega afhjúpað á Gömlu bryggju á Grenivík í einmunablíðuá dögunum, hægviðri og hiti fór yfir 20 gráður. Afhjúpunin var í tengslum við árlega Grenivíkurgleði.
Áætlun aukavagns á leið 6 (skólavagn) verður seinkað um 15 mínútur frá og með mánudeginum 1. september nk. Vagninn mun leggja af stað úr miðbæ kl. 07:55. Er þetta gert vegna þess að MA seinkaði byrjun skóladags núna, eins og VMA var búin að gera eða til kl. 08:30.
Sveitarfélagið Norðurþing og bresk-norska félagið GIGA-42 Ltd. hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Um er að ræða fyrsta fasa á gervigreindarveri á 4,3 hektara lóð með 50 MW raforkuþörf en GIGA-42 þarf að semja við Landsvirkjun um afhendingu rafmagns til verkefnisins. Það voru Bergþór Bjarnason, staðgengill sveitarstjóra Norðurþings og William Tasney forstjóri GIGA-42 sem undirrituðu viljayfirlýsinguna á Húsavík í morgun.
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) hefur eftir samtöl við hagsmunaaðila og endurmat á forsendum ákveðið að fresta byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar um að minnsta kosti 5 ár.
Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní er Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa stýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja.
Fyrir byggðarráði Norðurþings liggja drög að viljayfirlýsingu sveitarfélagsins við gagnaversfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í starfsemi á norðurslóðum, um byggingu gagnavers á Bakka.