
Búið að vera þrautaganga að ná þessu
Kjarasamningar hafa náðst á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, samningar sjómanna höfðu verið lausir síðan 2019 en skrifað var undir í Karphúsinu fyrrakvöld eins og kunnugt er . Samningarnir eru til tíu ára sem er líklega einsdæmi. Þeir gilda fyrir öll aðildarfélög Sjómannasambandsins. Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félag skipstjórnarmanna hafa einnig náð samningum.