Fréttir

Enduruppbygging við Sunnuhlíð á Akureyri

Reginn fasteignafélag stendur að enduruppbyggingarverkefni við Sunnuhlíð á Akureyri þar sem ný heilsugæslustöð verður tekin í notkun að loknum breytingum á annarri hæð hússins.

Lesa meira

Desember var ansi kaldur

Síðastliðinn desembermánuður var óvenjulega kaldur, sá kaldasti á landinu síðan 1973.

Lesa meira

Hver vegur að heiman er vegurinn heim

Fyrir þrjátíu árum var Akureyringurinn Sverrir Ragnarsson í hópi nýstúdenta VMA – af viðskipta- og hagfræðibraut

Lesa meira

Nýju ári fagnað í Hofi

Glæsilegir nýárstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, undir stjórn Daníels Þorsteinssonar, fara fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 14. janúar.

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í síðari áfanga leikskólaviðbyggingar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í síðari áfanga leikskólaviðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Um er að ræða byggingu leikskóla, ofan botnplötu sem var í fyrsta áfanga, bæði reisingu burðarvirkis og lokafrágang.

Lesa meira

Hrafnagilsstræti LOKAÐ við Mýrarveg

Vegna vinnu við dreifikerfi Norðurorku er Hrafnagilsstræti LOKAÐ við Mýrarveg (sjá mynd) í dag, miðvikudaginn 4. janúar, á meðan vinna stendur yfir þar. Hægt er að aka upp Hrafnagilsstrætið frá Byggðavegi ef nauðsyn krefur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Lesa meira

Fyrsta barnið á Akureyri, drengur fæddur 2. janúar

Fyrsta barnið sem fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri fæddist 02.janúar kl 18.08 og var drengur, 3144 gr að þyngd. Foreldrarnir eru Jóndís Inga Hinriksdóttir og Hallgrímur Mar Steingrímsson.

Lesa meira

Sveinn Margeir framlengir við KA út 2025

Sveinn er 21 árs gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í stóru hlutverki í meistaraflokksliði KA frá komu sinni í félagið árið 2019. Á nýliðnu tímabili steig hann enn stærra skref og var í algjöru lykilhlutverki er KA endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar og fór í undanúrslit Mjólkurbikarsins

Lesa meira

Ása Gísladóttir fagnar 50 ára starfsafmæli

Ása er fædd á Húsavík 13. febrúar 1953 en ólst að mestu leyti upp í Skagafirði og bjó þar alla sína skólagöngu. Hún flutti aftur til Húsavíkur árið 1970 og hefur búið hér alla tíð síðan.

Lesa meira

Héraðsskjalasafnið á Akureyri aðstoðar gesti með allt milli himins og jarðar eða svo gott sem

Í upphafi nýs árs er venjan að taka stöðuna, líta yfir farinn veg og taka saman tölur nýliðins árs. Á opinberu skjalasafni eins og safninu okkar hér á Akureyri er ekki nema lítill hluti af starfinu sem hægt er bera á borð í formi tölfræði. Við höfum t.d. aldrei lagt í það að taka tímann á því hve langan tíma tekur að afgreiða fyrirspurn um lesgreiningu; finna eigendasögu heiðarbýlis; aðstoða gestinn sem langar að vita meira um ömmu sína; leiðbeina ritaranum í skólanum um vinnubrögð í skjalavörslu; lesa yfir skjalavistunaráætlanir og málalykla o.s.frv. Það stendur vonandi til bóta hjá okkur.

Lesa meira

Götuhornið

Á götuhorninu var verið að ræða ófærð og ítrekaðar lokanir á Reykjanesbraut með tilheyrandi óþægindum fyrir ferðafólk svo ekki sé talað um tap ferðaþjónustunar sem hefur borið sig frekar dauflega  vegna þessarar ótíðar.

Lesa meira

Flugfélagið Mýflug ásamt öðrum fjárfesti kaupir stóran hlut í Flugfélaginu Erni

Flugfélagið Mýflug hefur ásamt öðrum fjárfesti keypt stóran hlut í flugfélaginu Erni. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir að með sölunni sé verið að styrkja félögin til lengri tíma. Hann segir að með sölunni sé verið að opna fyrirtækið fyrir almennum hluthöfum. Að sögn Harðar hefur salan ekkert með slæmt gengi í rekstrinum að gera.

Lesa meira

Sérhefti Nordicum-Mediterraneum er komið út

Birgir Guðmundsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, er gestaritstjóri

Lesa meira

Frístundastyrkur fyrir árið 2023 hækkar um 5.000 kr.

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 samþykktu fræðslu- og lýðheilsuráð og bæjarstjórn að hækka frístundastyrk til niðurgreiðslu á æfinga- og þátttökugjöldum barna og unglinga á Akureyri. 

Lesa meira

Akureyri - Kettir mega enn vera á næturrandi

Kattareigendur sem og aðrir munu vera að velta fyrir sér hvort nú um áramót hafi skollið á sú fyrirætlan bæjarstjórnar að köttum sé óheimilt að vera á þvæling um bæinn eftir miðnætti, en samkvæmt tillögu sem fram kom var meiningin að bannið tæki gildi nú um áramót.

Lesa meira

Gott að hafa í huga.

Þegar lifandi jólatré hafa þjónað sínu hlutverki er mikilvægt að koma þeim í réttan farveg og sama gildir um rusl sem verður til vegna flugelda.

 

Lesa meira

VIÐ ÁRAMÓT

Við áramót er venja að minnast atburða liðins árs ásamt því að velta upp möguleikum á komandi árum. Það eru aldeilis spennandi tímar framundan í bæjarpólítíkinni á Akureyri.

Við erum afskaplega stolt af því að Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri sé hluti af meirihluta samstarfi í fyrsta skipti síðan árið 2006. Á Akureyri er flokkurinn okkar með einvala lið af reynslumiklu fólki í bland við einstaklinga sem eru að taka sín fyrstu skref í pólítík.

Það er óhætt að segja að þetta ár hefur verið risastórt fyrir mig sem oddviti á Akureyri í stærsta stjórnmálaflokki á landinu. Árið byrjaði með prófkjöri í maí þar sem baráttan var málefnaleg og kröftug. Í kjölfarið var settur saman listi með 22 öflugum einstaklingum, körlum og konum víða að úr samfélaginu.

Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár!

Vikublaðið óskar lesendum nær og fær gleðilegs nýs árs og  þakkar samfylgdina á liðnum árum. 
Gleðilegt nýtt át!

Lesa meira

Svo rís um aldir árið hvurt um sig-Ávarp Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra við áramót.

Líðandi ár hefur verið viðburðaríkt. Segja má að hver vika, hver mánuður, hafi fært okkur skrefinu nær því að festa Akureyrarbæ í sessi sem eitt framsæknasta sveitarfélag landsins. Við gætum að kostnaði, sýnum ráðdeild og stefnum öll að settu marki, sem er að Akureyri, Hrísey og Grímsey séu ávallt í öndvegi hvernig sem á það er litið.

Lesa meira

Þakkir fyrir liðið ár

Nú hefur árið 2022 runnið sitt skeið. Það hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt ár, bæði fyrir mig persónulega og í pólitíkinni. Það er ávallt sérstök stund í lok árs hvers árs að setjast niður og hugsa um árið sem er að líða, sum ár eru viðburðaríkari en önnur og það má með sanni segja að þetta ár hafi verið eitt af þeim viðburðaríku. Í upphafi árs var enn heimsfaraldur í gangi sem við höfum sem betur fer náð kveðja að mestu. Nýjar áskoranir dundu yfir með innrás Rússa í Úkraínu sem enn sér ekki fyrir endann á. Við búum því enn við ákveðið óvissustig en af öðrum toga að þessu sinni. Þá voru haldnar sveitarstjórnarkosningar í maí og var ánægjulegt að sjá gott gengi Framsóknar víða um land. Ég er þakklát fyrir það traust sem okkur í Framsókn er sýnt og við ætlum okkur, hvort sem það er á Alþingi eða í sveitarstjórnum víða um land, að standa undir þeirri ábyrgð og trausti sem okkur er falin.

Lesa meira

Þorsteinn Már fékk „Upphafið“ í afmælisgjöf

Stjórn Samherja færði í vikunni Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra félagsins verkið „Upphafið“ eftir Elvar Þór Antonsson, sem er nákvæmt líkan af ísfisktogaranum Guðsteini GK 140, eins og hann leit út við komuna til Akureyrar á sínum tíma.

Lesa meira

Kjarnaskógur líf og fjör á hverjum degi

Það má með sanni segja að Kjarnaskógur sé eins og ónefnd kextegund þ.e  gott báðu megin. Vetur, sumar, vor og haust skógurinn er alltaf jafn vinsæll og vel sóttur.   Mikil tilhlökkun er eftir nýja snjótroðaranum en von er á honum til bæjarins innan skamms.  

Ingi skógarmaður í Kjarnaskógi segir aðspurður ,,það styttist í stórtroðarafrétt, sá nýi kemur hér í Kjarna  upp úr áramótum,  Við þurfum tvö daga til að græja og vonumst til að hann verði kominn í brúk ca um aðra helgi,maður veit þó aldrei. 

Hann bættir við ,,þangað til sinnum við göngu og skíðaleiðum í Kjarna með snjósleðanum okkar,  ,,rúllunni” og ,,sporinu” sem hann dregur. 

 Það hefur verið mikið af glöðu fólki í skóginum nú yfir hátíðarnar að njóta útivistar í skjólinu.  seggði Ingólfur að lokum.

 

Lesa meira

Gjafmildir skákmenn

Félagar úr Skákfélagi Akureyrar komu færandi hendi í Hjalteyrargötuna í dag. Þeir héldu Jólahraðskákmót í gærkvöldi og rann þátttökugjaldið óskipt til Súlna, alls 25.000 kr.  Á myndinni má sjá Guðmund Guðmundsson varaformann Súlna taka við gjöfinni frá gjaldkera Skákfélagsins, Smára Ólafssyni.

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn

Frá þessu segir á heimasíðu Súlna

Lesa meira

Sprenging í útgreiðslum úr Sjúkrasjóði Framsýnar

–  93 milljónir til félagsmanna

Lesa meira

Öll heimili á Húsavík ljósleiðaravædd

Árið 2019 hófst verkefni Mílu við að ljósleiðaravæða heimili og fyrirtæki á Húsavík

Lesa meira

Geimfarinn Kathy Sullivan og Belén Garcia Ovide hjá Ocean Missions á Húsavík verðlaunaðar

Það er Könnunarsafnið á Húsavík sem veitir verðlaunin ár hvert, en þetta er í sjötta sinn sem þau eru afhent fyrir afrek í landkönnun og vísindastarfi.

Lesa meira

Útgerðinni ekki vandaðar kveðjurnar hjá Framsýn

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar fór fram í gær, 29. desember. Miklar umræður urðu um kjaramál og útgerðarmönnum ekki vandaðar kveðjurnar. 

Lesa meira