Fréttir

Álag á þeim sem starfa við umönnun hefur aukist

„Mér virðist sem álag fari vaxandi meðal ákveðinna starfsstétta og þar verðum við vör við að kulnun er að færast í aukana,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju. Þar væri um að ræða fólk sem vinnu við umönnum. Streita í þessum hópi hefur einnig aukist.

Lesa meira

Leggja til upplýsingu á Húsavík

Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings fyrir skemmstu voru teknar fyrir tvær tillögur um upplýsingu

Lesa meira

Slökkvilið Akureyrar - Ný og öflug flotdæla í notkun

„Þetta er partur að því að auka gæði verkfæra sem við höfum aðgang að, til að tryggja fagmannlegt, öruggt og fljótt viðbragð við mismunandi aðstæðum,“ segir Gestur Þór Guðmundsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar. Liðið festi á dögunum kaup á nýrri flotdælu og prófaði hana í fyrsta sinn við stífluna í Glerá.

 

Lesa meira

„Ég hlustaði á þetta síðar og þá var þetta eins og ég hélt, bara negla“

Einar Óli Ólafsson, tónlistarmaður frá Húsavík tók þátt í Idol á Stöð 2 sem nú stendur yfir. Hann komst í 18 manna

Lesa meira

Fimm ákærðir vegna hoppukastalaslyssins á Akureyri

Meðal sakborninga er forseti bæjarstjórnar

Lesa meira

Chicago frumsýnt í kvöld

Með aðal hlutverk fara Jóhanna Guðrún, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Margrét Eir, Björgvin Franz Gíslason, Arnþór Þórsteinsson og Bjartmar Þórðarson. Með önnur hlutverk fara Jónína Björt Gunnarsdóttir, Ahd Tamimi, Elma Rún Kristinsdóttir, Kata Vignisdóttir, Anita Þorsteinsdóttir og Molly Carol Birna Mitchell.

Lesa meira

Það er enginn leikur án dómara

Þann 09.12.22 hófst Kjarnafæðimótið í knattspyrnu. Mótið er mikilvægur þáttur í undirbúningi liða á Norður og Austurlandi ár hvert. Leikirnir fara fram á Húsavík, Boganum og á Greifavellinum.

Lesa meira

Metfjöldi umsókna á Fjárfestahátíð á Siglufirði

Þrjátíu verkefni sóttu um á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram þann 29. mars næstkomandi en umsóknarfrestur rann nú um miðjan janúar

Lesa meira

Samkomulag milli heilbrigðisráðuneytis og Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslu um flutning á þjónustu Dvalarheimilis aldraðra til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Dvalarheimili aldraðra sf hefur samið við heilbrigðisráðuneytið um að Heilbrigðisstofnun Norðurlands muni taka yfir rekstri hjúkrunar og dvalarrýma félagsins frá og með 1.febrúar.

Lesa meira

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2023

Fimmtudaginn 26. janúar, fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2023. Athöfnin fór fram í Menningarhúsinu Hofi, sem er vel við hæfi þar sem Norðurorka er bakhjarl Menningarfélagsins. 

Í október 2022 auglýsti Norðurorka hf. eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna fyrir árið 2023 og rann umsóknarfrestur út 15. nóvember. Fram kom að veittir væru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjunum er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi. 

Lesa meira

„Meiri niðurlægingu gat enginn veiðimaður lent í“

Ingólfur Sverrisson skrifar Þanka gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Úthlutanir úr lista- og menningarsjóði Norðurþings 2022

Sjóðurinn er ætlaður til að styrkja smærri verkefni sem stuðla að eflingu menningarstarfs í Norðurþingi en hámarksúthlutun úr sjóðnum eru 100.000 kr. í hvert verkefni.

Lesa meira

Kjarakönnun Einingar-Iðju Meðallaun hæst á Dalvík en dagvinnulaunin á Akureyri

Heildarlaun félagsmanna í Einingu-Iðju er 616 þúsund krónur og hafa hækkað á milli ára úr 576 þúsund krónum. Þetta kemur fram í kjarakönnun félagsins sem gerð var seint á síðastliðnu ári. Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju segir að  niðurstöður könnunarinnar sýni að þær launahækkanir sem um var samið á liðnu ári hafi skilað sér til félagsmanna.

Lesa meira

Úr rafeindavirkjun í VMA í geimverkfræði í Arizona

Sigurður Bogi Ólafsson brautskráðist sem stúdent og rafeindavirki frá VMA í desember 2021. Núna er hann á annarri önn í BS-námi í geimverkfræði við Embry-Riddle Aeronautical University í Arizona í Bandaríkjunum. Sigurður er fyrsti Íslendingurinn sem stundar þetta nám við skólann og í hópi fárra Íslendinga sem hafa lagt stund á Aerospace engineering eða geimverkfræði.

Sigurður Bogi var heldur betur lykilmaður í öllum tæknimálum í viðburðum á vegum Þórdunu og Leikfélags VMA á námstíma sínum í VMA. Að brautskráningu lokinni og þar til hann fór til Arizona í BS-nám í geimverkfræði sl. haust starfaði hann hjá Exton, sem er sérhæft fyrirtæki í hljóð-, ljós- og myndlausnum. Það þurfti því ekki alveg að koma á óvart að eitthvert tækninám yrði niðurstaðan hjá Sigurði Boga – en það óvænta var að geimverkfræði skyldi verða ofan á.

Lesa meira

Fyrir hvern setur þú upp kolluna?

Í dag hefst fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja nýjar Lífið er núna húfur og vekja athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi fyrir þau sem greinast með krabbamein sem og aðstandendum og hvernig Kraftur getur stutt við þau með hjálp almennings og fyrirtækja í landinu.

Um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldur og ástvini þeirra. Átakið hefst 25. janúar og stendur til 20. febrúar en Lífið er núna húfurnar verða í sölu í þrjár vikur og hefst sala þeirra föstudaginn 27. janúar.

Lesa meira

Einn af hverjum fimm nemendum tvítyngdir

Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál í Borgarhólsskóla á Húsavík

Lesa meira

Maríanna verður nýr skólastjóri Lundarskóla

Maríanna hefur gegnt starfi deildarstjóra yngri deildar og staðgengils skólastjóra við skólann í 11 ár

Lesa meira

Fjósakallarnir ómissandi sjálfboðaliðar

Svokallaðir Fjósakallar, sjálfboðaliðar sem unnu við að koma upp „fjósi“ við Golfvöllinn á Akureyri síðastliðinn vetur hafa ekki látið deigan síga. Þeir luku nýlega við að reisa fyrra salernishúsið af tveimur sem koma á upp við Jaðarsvöll. Það er við göngustíg við sjöunda teig en hið síðara verður við fjórtánda teig.

Lesa meira

Samningur við Súlur endurnýjaður

Í morgun var skrifað undir nýjan styrktarsamning Akureyrarbæjar við björgunarsveitina Súlur.

Samningurinn kveður á um að björgunarsveitin vinni samkvæmt skilgreindu hlutverki sínu en veiti einnig Slökkviliði Akureyrar aðstoð vegna sjúkraflutninga í slæmri færð og við verðmætabjörgun og bátaaðstoð.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Akureyrar.

 

Lesa meira

VMA - Vélstjórnarnemar gera upp 50 ára mótor úr Bangsa

Tíu vélstjórnarnemar í áfanganum Viðhald véla og kennari þeirra, Jóhann Björgvinsson, glíma við afar skemmtilegt verkefni á næstu vikum og mánuðum. Verkefnið felst í því að rífa í sundur bensínmótor Bangsa, hálfrar aldar gamals snjóbíls í eigu Sigurðar Baldurssonar á Akureyri, og freista þess að fá hann til þess að ganga á ný.

Lesa meira

Aldrei fleiri skiptinemar við HA

Meiri áskorun að koma stúdentum HA erlendis

Lesa meira

Hafdís Sigurðardóttir og Nökkvi Þeyr Þórisson íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar 2022

Nökkvi Þeyr Þórisson KA og Hafdís Sigurðardóttir Hjólreiðafélagi Akureyrar eru íþróttakarl og Íþróttakona Akureyrar árið 2022 en kjörinu var lýst í Hofi nú síðdegis.

Lesa meira

Iðnaðarsafninu lokað innan fárra vikna fáist ekki fjármagn

Iðnaðarsafninu á Akureyri verður lokað í síðasta lagi 1. mars næstkomandi nema til þess komi að Akureyrarbær greiði að lágmarki 7, 5 milljóna króna framlag til safnsins, sem menn þar á bæ telja sig hafa lesið út úr nýrri safnastefnu sem bærinn samþykkti síðastliðinn vetur.

Lesa meira

Íþróttafólk Akureyrar 2022

Íþróttabandalag Akureyrar  og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi í dag þriðjudag kl 17.00.  Þar verður lýst kjöri íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2022.

Lesa meira

Nýr slökkviliðsstjóri ráðinn

Gunnar Rúnar Ólafsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar.  Gunnar er með MSc-gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst (2021), menntaður bráðatæknir frá University of Pittsburgh School of medicine (2006) og löggildur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.

Lesa meira

Göngu- og hjólabrú yfir Glerá í burðarliðnum

Frumdrög að göngu- og hjólabrú yfir Glerá, frá Skarðshlíð að Glerártorgi hafa verið lögð fram. Umhverfis-og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að þróa áfram hönnun og skoða jafnframt að setja upp gönguleið undir Glerárbrú að norðanverðu. Jónas Valdimarsson hjá Akureyrarbæ segir að frumtillögur að brú hafi verið gerðar til að unnt sé betur að átta sig á verkefninu, umfangi þess og kostnaði.

Lesa meira

Fólkið í blokkinni hjá Freyvangsleikhúsinu

Freyvangsleikhúsið ætlar að setja á sviði leikverkið Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson. Frumsýning verður 24.febrúar .

Lesa meira