
Alútboð heilsugæslustöðvar á Akureyri kynnt byggingaraðilum
FSRE og Ríkiskaup efna til kynningarfundar um alútboð á hönnun og byggingu 1700 fermetra heilsugæslustöðvar við Þingvallastræti á Akureyri
FSRE og Ríkiskaup efna til kynningarfundar um alútboð á hönnun og byggingu 1700 fermetra heilsugæslustöðvar við Þingvallastræti á Akureyri
Starfsfólk HSN hefur kvartað undan slæmum vistgæðum
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag tillögu Hildu Jönu Gísladóttur þess efnis að kannað væri með gerð samgöngusamninga við starfsmenn bæjarins.
Aldey Unnar Traustadóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir skrifa
Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Listaháskóli Íslands hafa tekið höndum saman til að vinna að þróun, uppbyggingu og samvinnu milli skólanna um inngildandi nám á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur undirritað samning tengdan verkefninu sem felur í sér 16,5 m.kr. fjárstuðning til ráðningar verkefnastjóra sem leiða verkefnið, hafa starfsskyldu í öllum háskólunum og tryggja þannig samstarf og aðkomu allra skólanna að verkefninu. Samhliða þessu fer ráðuneytið yfir löggjöf, reglugerðir og fjármögnun námsins með það að markmiði að styðja við uppbyggingu þess.
Hér i bæ er banki starfræktur sem treystir algjörlega á innlegg vildarvina bankans en allir stýrivextir heimsins koma þessum banka alls ekki við. Við erum að tala um Blóðbankann sem er með útibú á Glerártorgi eins og kunnugt er.
„Ég hef starfað í eldhúsi frá 14 ára aldri og hef haft mjög gaman að,“ segir Sigurður Már Harðarson matreiðslumeistari sem býður upp á einn af sínum uppáhaldsréttum, hægeldaða lambaskanka.
Sigurður starfar nú sem sölumaður hjá Innnes „og má með sönnu segja að ég sé enn þá innan veitingageirans,“ segir hann.
Veitingageirinn geti verið stressandi og mikið álag á fólki en hann geti líka verið afskaplega skemmtilegur
hafi menn áhuga, vilja og getu til að þróa sína hæfileika.
„Þótt maður hafi verið umkringdur eðal hráefni í gegnum tíðina þá finnst mér venjulegur heimilismatur alltaf skara fram úr sé hann rétt eldaður. Maður getur tengt svo mikið með mat líkt og tónlist og farið langt aftur í tímann þegar amma bauð uppá t.d. góða lambahrygginn með góða kryddinu sem var svo season all!“
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning sem kveður á um að nýtt hjúkrunarheimili sem byggt verður á Akureyri verði fyrir 80 íbúa í stað 60 samkvæmt eldri samningi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að heimilið verði tilbúið til notkunar árið 2026.
Unnið er af krafti við nýjan veg, Eyjafjarðarbraut vestri sem liggur meðfram bökkum Eyjafjarðarár. Hafist var handa í byrjun október á liðnu hausti, en verklok eru samkvæmt verksamningi 15. júlí 2024. Verktaki er GV-gröfur, sem átti lægsta tilboð í verkið, það hljóðaði upp á 374 milljónir króna.
Leiklistargagnrýni eftir Elsu Maríu Guðmundsdóttur
Lóðaleigusamningur fyrir lóðinni við Krákustíg 1 hefur aldrei verið gefin út og húseignin er því án lóðaréttinda. Þetta segir í svari skiplagsráðs við athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu vegna breytinga á deiliskipulagi á svæðinu.
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að sala Lýðheilsukorta verði framlengd til 31. mars 2024 í ljósi þess að viðbrögð við sölu kortanna hafa verið afar jákvæð.
Í nokkra mánuði hafa málefni Íslandsþara verið til umfjöllunar í stjórnkerfi Norðurþings eftir að fyrirtækið sóttist eftir lóð á hafnarsvæði H2 á Norðurgarði Húsavíkurhafnar undir fyrirhugaða starfsemi sína.
Katrín Sigurjónsdóttir skrifar...
Myndaveisla frá athöfninni
Rík áhersla er lögð á það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að skjóta styrkari stoðum undir heilsugæsluþjónustu þannig að hún þjóni sem best hlutverki sínu
Eftirfarandi barst frá Iðnaðarsafninu á Akureyri nú eftir hádegið:
Í tilefni þess og með innilegu þakklæti til bæjarbúa fyrir stuðninginn, sem birtist í hlýjum kveðjum, símtölum síðustu daga og heimsóknum til okkar í umræðunni um rekstrarvanda safnsins, verður engin aðgangseyrir innheimtur af gestum safnsins um helgina.
Leikfélag Hörgdæla frumsýndi i gærkvöldi leikritið Stelpuhelgi að Melum í Hörgársveit fyrir fullu húsi og var sýningunni afar vel tekið.
Það vakti mikla athygli þegar leikfélaginu barst óvænt kveðja frá höfundi verksins Karen Schaffer á Facebooksíðu leikfélagsins.
Karen er vel þekkt leikritaskáld í Bandaríkjunum og var Stelpuhelgi eða á frummálinu Girls Weekend hennar fyrsta leikrit.
Hér erum um að ræða Íslandsfrumsýningu og má segja að það sé svo sannarlega áhugavert i meira lagi að höfundur verksins skuli senda kveðju til leikhópsins.
Kveðjuna má sjá hér að neðan
Búist er við að um sjö hundruð grunnskólanemendur í 9. og 10. bekk frá Akureyri og nærsveitum sæki Starfamessu 2023, sem haldin er í Háskólanum á Akureyri í dag. Markmiðið með viðburðinum er að kynna fyrir nemendunum atvinnustarfsemi á Eyjafjarðarsvæðinu og þau tækifæri sem bíða þeirra í framtíðinni. Um þrjátíu fyrirtæki kynntu starfsemi sína og það fór ekki á milli mála þegar Vikublaðið leit við að mikill áhuga var hjá krökkunum á því sem var að skoða og einnig var gaman að sjá að sýnendur höfðu lagt mikið í bása sína.
Langþráð frumsýning Leikfélags Húsavíkur
-hugleiðing um starfsskilyrði bæjarlistamanns Akureyrar
Á fundi byggðarráðs Norðurþings þann 23. febrúar sl. samþykkti ráðið að styrkja Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju um allt að 5 milljónir króna á árinu 2023 vegna framkvæmda á lóð við kirkjuna sem fyrirhugað er að hefjist nú í vor.
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) gera það svo sannarlega ekki endasleppt og afhentu formlega í gær Kristnesspítala glæný 23 rafknúin sjúkrarúm af bestu gerð.
Leikfélag Hörgdælinga frumsýnir í kvöld, fimmtudagskvöldið 2. mars verkið Stelpuhelgi eftir Karen Schaeffer í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. Um er að ræða stórskemmtilegan farsa í þýðingu Harðar Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra Bandalags Íslenskra Leikfélaga – og í fyrsta skipti sem verkið er sett upp hérlendis. Sýningar verða á Melum í Hörgárdal.
Aðfaranótt 4. maí 2021 var skipstjóri á Akureyri, Páll Steingrímsson, fluttur á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri. Hann var síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann lá á gjörgæslu, dögum saman. Á meðan hann lá milli heims og helju í öndunarvél var símanum hans stolið og hann afhentur blaðamanni. Undirrituð er réttargæslumaður Páls, sem hefur enn ekki náð sér af þessum veikindum.
Í umfjöllun fjölmiðla og almennri samfélagsumræðu um málið hefur verið látið að því liggja að Páll sjálfur og lögreglan hafi nýtt sér veikindi Páls til að ljúga því upp á blaðamenn að þeir hafi eitrað fyrir Páli og stolið símanum hans. Hið rétta er að blaðamenn hafa aldrei verið bendlaðir við eitrun í rannsókn lögreglu, né hafa slíkar ásakanir komið fram af hálfu skjólstæðings míns. Blaðamenn eru heldur ekki grunaðir um að hafa stolið síma. Blaðamenn eru aftur á móti grunaðir um að hafa afritað símann í heilu lagi og orðið sér þannig úti um aðgang að öllu einkalífi mannsins, þ.m.t. upplýsingum um kynlíf hans, einkamál annarra fjölskyldumeðlima og fleira sem hefur ekkert fréttagildi.
Grunur um byrlun
Þegar skjólstæðingur minn sá að átt hefði verið við símann hans tilkynnti hann það til lögreglu. Símaþjófurinn var boðaður til yfirheyrslu og játaði að hafa tekið símann. Einnig játaði símaþjófurinn fyrir lögreglu að hafa sett svefnlyf í bjór og gefið manninum. Sú játning var síðar dregin til baka. Vert er að geta þess að símaþjófurinn skýrði frá þessari lyfjabyrlun að eigin frumkvæði en verjandi komst upp með að stöðva skýrslutökuna áður en nánari upplýsingar komu fram.
Einhvern pata virðist Páll hafa haft af þeim möguleika að honum hafi verið byrlað lyf því hann nefndi það margsinnis við heilbrigðisstarfsfólk. Ekkert virðist hafa verið á það hlustað, allavega voru engar rannsóknir gerðar til þess að kanna það, heldur var hann sendur til geðhjúkrunarfræðings.
Þar sem engin blóðsýni voru skoðuð með tilliti til mögulegrar eitrunar, áður en þeim var eytt, og engin önnur lífsýni tekin, er ekkert einfalt að sýna fram á eitrun, ef það er þá gerlegt. Niðurstaða réttarmeinafræðings var sú að ekki væri hægt „að svo stöddu“ að segja til um hvað olli ástandi Páls. Engar handfastar sannanir hafi fundist um að eitrað hafi verið fyrir honum en ekki væri þó hægt að útiloka að hann hefði innbyrt efni sem ekki var leitað að.
Að höfðu samráði við doktor í lyfjafræði, sem telur að ekki hafi verið notað fullnægjandi próf til skimunar fyrir því efni sem líklegast er að hafi valdið veikindum Páls og að sjúkragögn gefi vísbendingar um eitrun sem ekki hafi verið nægilega kannaðar, hefur undirrituð farið fram á að lögregla óski eftir dómkvaðningu matsmanns.
Samstaðan með brotaþolum
Á síðustu árum og áratugum hefur verið sterk krafa um það í samfélaginu að brotaþolum sé trúað, óháð því hvað lögreglurannsókn leiðir í ljós og hvað ekki. Er þá einkum vísað til fórnarlamba heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis og lyfjabyrlunar. Ráðamenn hafa komið fram opinberlega undir slagorðinu „ég stend með brotaþolum“ og jafnvel „ég trúi brotaþolum“. Þingmenn hafa klæðst flíkum með áletruninni FO, sem stendur fyrir „fokk ofbeldi“, í salarkynnum Alþingis. Hver sá sem leyfir sér að halda fram rétti meints geranda til að teljast saklaus uns sekt er sönnuð er umsvifalaust sakaður um gerendasamúð, kvenhatur og þátttöku í ofbeldismenningu.
Eitthvað er þó grunnt á samúðinni með þeim sem telja sig hafa orðið fyrir lyfjabyrlun þegar meint fórnarlamb er karlmaður sem hefur agnúast út í blaðamenn fyrir umfjöllun um Samherjamálið. Engin þörf er talin á því að trúa manni sem lenti í bráðri lífshættu. Heilbrigðisstarfsfólk trúði honum ekki, heldur taldi hann haldinn ofsóknarkennd. Lögreglan tók ekki meira mark á honum en svo að þegar sakborningur játaði brotið að eigin frumkvæði, var verjandanum gefið færi á að stöðva yfirheyrsluna. Blaðamenn og margir aðrir sem hafa tjáð sig um málið hafa gert lítið úr möguleikanum á eitrun og jafnvel sýnt undarlegt samúðarleysi vegna lífshættulegra veikinda.
Ég myndi glaður halda hausnum á honum í kafi …
Síðustu helgi tjáði sig lesandi DV sem harmaði það beinlínis að Páll Steingrímsson hefði ekki verið myrtur. Skilaboðin voru þessi: „Eina slæma hliðin við allt þetta mál er að ef það var raunverulega reynt að eitra fyrir þessum trúði sem ég legg engan trúnað á, er að þeir hafi ekki náð að klára verkið.“
Þegar annar þátttakandi í umræðunni átaldi manninn og sagðist hálfvorkenna honum, svaraði hann:
„spurning hvort það sé verra að óska einum aula dauða eða vera í vitorði með að arðræna og raðnauðga efnahagslega einu fátækasta landi heims. Svo þarf ég enga vorkunn eða annað frá þér þó ég myndi glaður halda hausnum á honum í kafi ef ég kæmi að honum drukknandi svo þú ættir að spara vorkunnina fyrir atvinnufórnarlambið frá Samherja og taka þessa siðapostula möntru hjá þér og troða henni upp í ra**gatið á þér“.
Laun syndarinnar er dauði, sagði Páll postuli (ekki Steingrímsson). Hér er kominn maður sem telur það dauðasynd Páls Steingrímssonar að sýna af sér gremju í garð blaðamanna fyrir fréttaflutning sem hann telur ósanngjarnan í garð vinnuveitanda síns. Ekki nóg með það heldur væri netverji þessi alveg reiðubúinn að stuðla að dauða hans. Þessi ummæli voru sett fram í björtu og telur viðkomandi það vera „siðapostula“ sem hafa eitthvað út á það að setja að óska nafngreindum manni dauða. Manni sem lenti raunverulega í lífshættu og hefur enn ekki náð fullu starfsþreki.
Vinsamlegast beinið líflátshótunum til lögmanns
Þetta er svosem ekki í fyrsta sinn sem skjólstæðingi mínum er óskað ófarnaðar á opinberum vettvangi en ég hef ekki áður séð athugasemd sem jaðrar við líflátshótun í hans garð. Páll hefur marga fjöruna sopið og það þarf meira til að buga hann en andstyggileg ummæli á netinu þótt það sé vitaskuld óskemmtilegt að lesa annað eins. Persónuníð í garð Páls, einkum í tengslum við umræður um símaþjófnaðinn, lyfjabyrlunina og heimildir blaðamanna til að afrita gögn og dreifa þeim, tekur þó meira á ástvini hans en hann sjálfan.
Þar sem fjandmenn Páls Steingrímssonar munu upp til hópa vera siðferðilegt afbragð annarra manna, reikna ég með að þeir vilji, hvað sem líður skoðunum þeirra á „skæruliðadeild Samherja“, sýna fjölskyldu Páls ofurlitla mannúð. Þess vegna beini ég því til þeirra sem vilja setja fram hótanir í garð Páls eða óska honum dauða, að hafa samband við mig, lögmann hans. Ég mun þá koma skilaboðunum áleiðis án þess að hans nánustu þurfi að leita sér áfallahjálpar. Netfangið er eva@hlit.is
Höfundur er réttargæslumaður Páls Steingrímssonar.