Fréttir

Loftgæði afleit á Akureyri

Samkvæmt upplýsingum  úr loftgæðamælum Umhverfisstofnunar á Akureyri eru loftgæði afleit núna í vetrarstillum þeim sem hér  í bænum eru um þessar mundir og hefur mikið sigið á ógæfuhliðina s.l. klukkustundirnar.

Litakóðar eru notaðir þar sem grænn er merki um mjög gott ástand  en rautt  hið gangstæða  og þannig er einmitt farið um loftgæði i bænum um þessar mundir eldrautt er merkið sem notað er.

Lesa meira

Skeljungur með undanþágu og getur dreift flugvélaeldsneyti á flugvelli hér Norðanlands

Efling hefur samþykkt undanþágu frá verkfalli bílstjóra i félaginu  og  því er dreifing á flugvélaeldsneyti frá Helguvík með venjulegum  hætti, þetta staðfesti Hreggviður Heiðberg hjá Skeljungi Akureyri  í samtali við vefinn nú í morgun.   Það þarf því ekki að ótttast að flug um Akureyrarflugvöll eða  Húsavíkurflugvöll í Aðaldalshrauni leggist  af vegna verkfalls bílstjóra í Eflingu.

Lesa meira

Vetrarbrautskráningarathöfn í fyrsta skipti við Háskólann á Akureyri

Laugardaginn 18. febrúar, kl. 14, verður í fyrsta skipti haldin athöfn fyrir brautskráða kandídata utan Háskólahátíðar í júní. Hún er ætluð kandídötum sem fengu brautskráningarpappíra sína í október 2022 og þeim sem brautskrást 15. febrúar 2023

Lesa meira

Framtíð Iðnaðarsafnsins á Akureyri sem og Smámunasafns Sverris Hermannssonar, einnig Wathnehússins

Hugleiðingar.
Iðnaðarasafnið
Eins og flestur er kunnugt er framtíð Iðnaðarsafnsins á Akureyri í miklu uppnámi vegna fjárskorts.
Nú þegar þessi orð eru sett á blað höfum við ekki heyrt eitt einasta orð frá Akureyrarbæ og bréfi okkar til allra bæjarfulltrúa hefur enn ekki verið svarar.
Verði þessu safni lokað verður mjög merkileg iðnaðarsaga Akureyrar sett niður í kassa og sennilega aldrei tekin upp aftur. Iðnaðarsafnið á Akureyri hefur nú í tæp 25 ár safnað munum og mynjum ásamt frásögnum af sögu sem er svo merkileg og eiginlega má segja með sanni að saga Akureyrar væri öðuvísi og mikið litlausari ef iðnaðarsaga þess væri ekki tiltæk.
Lesa meira

ÞÚ SEM LJÓSLEGA HVERGI ERT- III NÝ PLATA FRÁ ÍVARI BJARKLIND

Þú sem hvergi ert -III ný plata með Ívari Bjarklind kom út á miðnætti þann 15 febrúar. Platan er átta laga og hluti að þríleik hjá honum. Á plötunni er að finna lög eins og ,,Ekkert varir”, ,,Ég tefst”, ,,Enginn vex anginn” og ,,Myrkrið í mér”.

Lesa meira

Gætum þurft að loka íbúðum félagsins

Áhrifa verkfalls Eflingar  gætir víða og getur það  haft  áhrif á margvíslegar athafnir fólks víðsvegar um landið.  Á heimasíðu Einingar Iðju má lesa þessar frétt sem er  hér í framhaldinu.

Lesa meira

Allir geta græjað hakk og spaghetti

Miðvikudagur og þá vefst það mjög oft virkilega fyrir fólki hvað skal  hafa í kvöldmatinn, Theódór Sölvi er hér með afbragðs lausn.

Theódór Sölvi Haraldsson er matreiðslumeistari með kennsluréttindi í faginu. Eiginkonan, María Sigurlaug Jónsdóttir er einnig matreiðslumeistari, „þannig að það er mikið rætt um matreiðslu á okkar heimili,“ segir hann. Þau eiga fjögur börn. Theodór kveðst hafa fengið það tækifæri að kenna á matvælabraut VMA en hann er nýbyrjaður að vinna við mötuneyti ÚA.

„Þegar ég hugsaði um hvaða uppskrift yrði fyrir valinu þá hugsaði ég um þægindi, eitthvað sem er gott og stendur fyrir sínu. Þetta réttur sem ég get gengið að vísu að yrði borðaður á mínu heimili. Það hafa flestir borðað þetta í æsku og allir ættu að geta græjað þetta í eldhúsinu heima.,“ segir hann.

Lesa meira

Öflugra sjúkrahús – betri heilbrigðisþjónusta

Sjúkrahúsið á Akureyri gegnir mikilvægu hlutverki á landsbyggðinni, þar er veitt almenn og sérhæfð heilbrigðisþjónusta með áherslu á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Sjúkrahúsið er annað tveggja sérgreina-sjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum. Þar hefur undanfarin ár verið lögð aukin áhersla á kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er starfandi deild mennta og vísinda sem sér um skipulag, umsjón og eftirlit með því sem lýtur að menntun og vísindum þvert á allar starfseiningar sjúkrahússins. Á sama tíma og íslenskt heilbrigðiskerfi stendur frammi fyrir alvarlegum mönnunarvanda er fyrirséð að fjölga þurfi verulega starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Á meðan Landspítalinn Háskólasjúkrahús (LSH) sér fram á að erfitt sé að taka á móti fleiri nemum hefur Sjúkrahúsið á Akureyri sagst geta tekið að sér fleiri nema og stærri verkefni. En svo það sé hægt þarf einnig fleira að koma til. 

Lesa meira

Auka fjármagni veitt til BUG á Akureyri

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita BUG teymi Sjúkrahússins á Akureyri 15 m.kr. árlega næstu þrjú ár (2023-2025) með það að markmiði að mæta þörfum barna og ungmenna fyrir tímabæra þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu

Lesa meira

Lítil hætta af efnunum

Framleiðsla og efnanotkun Íslandsþara - Aðsend grein frá Íslandsþara ehf.

Lesa meira

Alvarlegt ástand í tengslum við flug um Akureyrarflugvöll. Flugeldsneytisbirgðir til nokkra daga segir Njáll Trausti Friðbertsson

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður skrifar  mjög áhugaverða færslu á Facebook vegg sinn um stöðu mála á Akureyrarflugvelli komi til verkfalls  bílstjóra í verkalýðsfélaginu Eflingu eins og reyndar allt stefnir í. 

Þar segir með leyfi Njáls:  

Lesa meira

Í mannúðarstörfum á vegum Flóttamannastofnunar SÞ í Suður-Súdan

Í rúmt ár hefur Akureyringurinn Kjartan Atli Óskarsson starfað fyrir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR – United Nations High Commissioner for Refugees) í Juba, höfðuborg Suður-Súdans í Afríku.

 

Lesa meira

Mývetningur afhendir börnum í leik- og grunnskóla skíði til afnota

Á þorrablóti í Reykjahlíðarskóla, fimmtudaginn 2. febrúar s.l. afhenti Íþrótta- og ungmennafélagið Mývetningur, Reykjahlíðarskóla og leikskólanum Yl 20 pör af gönguskíðum, skóm og göngustöfum af gerðinni Madshus frá GG Sport

Lesa meira

Framtíð Mærudaga könnuð

Þann 28. febrúar nk. verður íbúafundur í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík þar sem Mærudagar og framtíð þeirra verða til umræð

Lesa meira

Biðlisti eftir félagslegu húsnæði hefur lengst

Biðlistinn eftir félagslegu húsnæði hefur lengst milli ára og segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs að biðlisti sé helst eftir minni íbúðum en hún horfi björtum augum framá við og sjái mörg jákvæð teikn á lofti um að breyting verði á.

Lesa meira

Tugmilljónatjón af völdum smitandi veiruskitu

Tugmilljónatjón hefur orðið vegna smitandi veiruskitu sem herjað hefur á kúabú í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu. Alls eru um 80 kúabú í Eyjafirði og um 40 í S-Þingeyjarsýslu. Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar segir veiruna haga sér með svipuðum hætti og kórónuveiran geri gagnvart mannfólki og eru dæmi þess að hún hefur borist inn á bæi í allt að þrígang yfir ákveðið tímabil.

Lesa meira

Eimur hlýtur styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar

Alls bárust að þessu sinni 78 umsóknir um rannsóknarverkefni með samanlögðum óskum um 256 m.kr. til verkefna á árinu 2023 en til ráðstöfunar voru 67 m.kr.

Lesa meira

Verkefnið Virk efri ár á Akureyri

„Með þessu verkefni erum við að svara kalli frá Félagi eldri borgara á Akureyri um aukið framboð á hreyfingu og virkni,“ segir Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Akureyrarbæ. Virk efri ár er verkefni sem hefst á Akureyri innan tíðar og hefur að markmiði að styðja við heilsueflingu eldri íbúa sveitarfélagsins. Verkefninu er ætlað að styðja og auka hreyfingu eldri íbúa sveitarfélagsins, enda alkunna að regluleg hreyfing bætir heilsu og eykur lífsgæði.

Héðinn segir að ekki sé síður mikilvægt fyrir fólk í þessum aldurshópi að koma saman og eiga góða stund. Fólk mæti á æfingar, stundi íþróttir við hæfi og geri þannig eitthvað skemmtilegt með öðru fólki. „Þetta hefur mikið félagslegt gildi fyrir þátttakendur, fólk kemur saman, hlær og leikur sér og hefur gaman.“

Lesa meira

Kallað eftir því að framhald verði á ráðstefnunni

-Segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri en viðbragðsaðilar almannavarna komu saman á ráðstefnu á Húsavík um síðustu helgi. Mynd/epe

Lesa meira

Allir í leikhús – stéttarfélögin niðurgreiða leikhúsmiða

Að venju taka stéttarfélögin, Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur þátt í að niðurgreiða leikhúsmiða fyrir félagsmenn fari þeir á leiksýningarnar sem verða í boði í vetur hjá Leikfélagi Húsavíkur og Leikdeild Eflingar í Reykjadal. 

Lesa meira

Þjónustu og ráðgjafasetrið Virkið grípur ungmenni sem falla milli kerfa

 „Við finnum fyrir því eftir heimsfaraldurinn,  að æ fleiri þurfa á stuðningi að halda til að komast af stað út í lífið á ný og á það bæði við um þá sem leita að atvinnu og eða námi.  Andleg heilsa er vaxandi vandamál í samfélaginu er því mikilvægt að bregðast við með markvissum hætti og sterku stuðningsneti. Það er okkar hlutverk að styðja þau og aðstoða við að finna réttar leiðir og lausnir að því markmiðið að verða virkir þátttakendur í þjóðfélaginu á nýjan leik,“ segja þau Orri Stefánsson og Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir sem starfa hjá Virkinu á Akureyri.

Lesa meira

Búið að vera þrautaganga að ná þessu

Kjara­samn­ing­ar hafa náðst á milli Sjó­manna­sam­bands Íslands og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, samningar sjómanna höfðu verið lausir síðan 2019  en skrifað var und­ir í Karp­hús­inu fyrrakvöld eins og kunnugt er  . Samn­ing­arn­ir eru til tíu ára sem er líklega einsdæmi. Þeir gilda fyrir öll aðild­ar­fé­lög Sjó­manna­sam­bands­ins. Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna og Fé­lag skip­stjórn­ar­manna hafa einnig náð samn­ing­um.

Lesa meira

Mikill fjöldi neikvæðra umsagna

Kynningu á breytingum á deiluskipulagi Norðurhafnarsvæðis á Húsavík lokið

Lesa meira

Fyrsti vorboðinn?

Voigt Travel og Transavia eru mætt til Norðurlands á ný. Í morgun lenti fyrsta vél vetrarins með hollenska ferðamenn frá Amsterdam. 

Lesa meira

Arnar Pálmi og Heiðdís Edda íþróttafólk Völsungs árið 2022

Á hófi i Hlyn í  gærkvöldi var kunngjört hvaða Völsungar hefðu orðið fyrir valinu i kosningu á Íþróttafólki Völsungs fyrir árið 2022.  Kosningin fór að þessu sinni fram með  nýju sniði því öllum félagsmönnum gafst kostur á að kjósa. Kosningaþátttaka var með ágætum.

Lesa meira

Skjámyndakerfi sem sýnir úr hvaða rými skipsins brunaviðvörun berst

Um borð í uppsjávarveiðiskipi Samherja, Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, hefur verið tekið í notkun skjámyndakerfi sem tengt er við brunaviðvörunarkerfi skipsins. Með tilkomu kerfisins getur áhöfnin séð með myndrænum hætti í hvaða rými skipsins viðvörun kviknar og þar með brugðist fyrr við en ella og með ákveðnari hætti. Ekki er vitað til þess að annað fiskiskip í heiminum sé búið slíku viðvörunarkerfi, enda þannig búnaður aðeins í stórum skipum, svo sem skemmtiferðaskipum.

Lesa meira

Sunnanvindur - Eftirlætislög Íslendinga – Hofi 15. apríl 2023

Grétar Örvarsson er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Stjórnin, hljómsveitin sem hann stofnaði upp úr Hljómsveit Grétars Örvarssonar, fagnar 35 ára afmæli á árinu. „Af því tilefni verða stórtónleikar í Háskólabíói 30. september auk þess sem Stjórnin mun spila á landsbyggðinni í sumar”, segir Grétar. Þá standa fyrir dyrum tónleikar bæði í Salnum í Kópavogi og í Hofi á Akureyri undir heitinu Sunnanvindur, eftirlætislög Íslendinga. „Þessir tónleikar urðu til upp úr tónleikum sem ég hélt til heiðurs og minningar um föður minn, Örvar Kristjánsson. Pabbi var einn af ástsælustu harmónikkuleikurum þjóðarinnar og spannaði tónlistarferill hans rúm sextíu ár. Hann gaf út 13 hljómplötur á sínum ferli og nutu mörg laga hans mikilla vinsælda.“

Lesa meira