
Leikskóladeild í Oddeyrarskóla eykur umferð um þröngar götur
Fram hafa komið áhyggjur meðal foreldra barna í Oddeyrarskóla vegna aukins umferðarþunga sem fylgir því að sett verði upp leikskóladeild fyrir 24 börn í hluta skólans. Leikskóladeildin verður staðsett þar sem nú er smíðastofa skólans. Foreldrar hafa velt fyrir sér hvort nemendur fái enga smíðakennslu næstu tvö til þrjú árin, en leikskóladeildin verður sett upp til bráðabirgða þar sem fyrirsjáanlegt er að ekki verða næg leikskólarými í boði fyrir öll börn næsta haust. Alls vantar um 50 leikskólapláss á Akureyri á þeim tíma.