Fréttir

Föstudagsfréttir frá Hrísey

Við hefjum föstudagsfréttir á því að minnast Árna Tryggvasonar, leikara og Hríseyings.   Árni var fæddur þann 19.janúar 1924 að Víkurbakka á Árskógsströnd en flytur ungur til Hríseyjar með fjölskyldu sinni þar sem hann ólst upp. Árni lést þann 13.apríl á Eir.

Við vottum fjölskyldu Árna innilegar samúðarkveðjur. Fallinn er frá góður Hríseyjar-sonur.

Lesa meira

Frá Orku náttúrunnar. Gamla hraðhleðslustöðin við Glerártorg uppfærð á árinu

Á samfélagsmiðlum í morgun hefur verið bent á afleitt aðgengi að hleðslustöð ON sem stendur við Glerártorg á Akureyri. Orka náttúrunnar tekur heilshugar undir að aðgengi að umræddri stöð er langt frá því að vera boðlegt hreyfihömluðum og stenst alls ekki þær kröfur sem Orka náttúrunnar setur sér við uppsetningu hleðslustöðva í dag.

Lesa meira

Eining Iðja kannar stöðu á niðurgreiddum gjaldabréfum Niceair

Fjölmargir félagsmenn Einingar-Iðju hafa keypt og notað niðurgreidd gjafabréf frá Niceair á orlofsvef félagsins á undanförnum mánuðum.

Lesa meira

HVE GLÖÐ ER VOR ÆSKA?

Oft ..... þegar ég stend fyrir framan nemendur, sem ég geri nánast daglega, fæ ég tár í augun vegna þess sem ég skynja, sé og upplifi. Mér finnst ég finna fyrir hjartslætti nemenda, finna hvernig þeim líður og hversu mikið þá þyrstir í þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Kannski er þetta ímyndun! Ég skynja líka forvitni, virðingu og þakklæti. Yfirleitt langar mig að ganga að hverjum og einum eftir fyrirlestur, faðma alla og færa þeim orku sem nýtist þeim í framtíðinni.

Lesa meira

Mikið álag á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Mikið álag hefur verið á legudeildum Sjúkrahússins á Akureyri það sem af er ári og var rúmanýting á lyflækninga-, skurðlækninga- og geðdeild sjúkrahússins vel yfir 100% á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Lesa meira

Fjölskylduhús á Akureyri -þjálfunar og meðferðarstaður fyrir börn og fjölskyldur í vanda

Í Velferðarráði Akureyrarbæjar var nýverið fjallað um undirbúning að stofnun þjálfunar-og meðferðarstaðs þar sem veitt væri sérhæfð þjónusta til barna og fjölskyldna þeirra sem glíma við ýmiskonar flóknar félagslegar og heilsufarslegar aðstæður. Greinarhöfundur, sem situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í Velferðarráði, óskaði eftir umfjöllun um hvar þetta mál væri statt, en nú í nokkur ár hefur umræða verið um slíkan stað sem gæti þjónað hópi barna sem þurfa sértæka þjálfun og nálgun til að bæta líðan og lífsgæði.

Lesa meira

Talsverð áskorun en lærdómsríkt og skemmtilegt

Stórutjarnaskóli tekur þátt á evrópsku samstarfsverkefni

Lesa meira

Ekki fyrir fólk í hjólastól!

Jón Gunnar Benjamínsson bendir á í færslu á Facebook í dag hvernig búið er um hleðslustöð frá Orku náttúrunnar á bílaplaninu við Glerártorg.  Óhætt er að fullyrða að fólk sem nota þarf hjólastól á ekki erindi sem erfiði þar.

Lesa meira

Vel gekk að selja byggingarrétt í Móahverfi 1 áfanga

Akureyrarbær bauð í mars byggingarrétt i Móahverfi 1 áfanga til kaups og er óhætt að segja að vel hafi til tekist.  Móahverfi er eins og fólki er kunnugt nýtt íbúðahverfi í norðvesturhluta Akureyrar þar sem gert er ráð fyrir að byggðar verði allt að 1.100 íbúðir á næstu árum. Akureyrarbær auglýsti nú eftir tilboðum í 11 lóðir í fyrsta áfanga auk þess sem auglýstar voru tvær lóðir þar sem úthlutun  byggði á uppbyggingu íbúða á grundvelli stofnframlaga.

Lesa meira

Ladies Circle 7 afhendir Rauða krossinum 300.000 krónur

Ladies Circle 7 hélt á dögunum góðgerðarviðburðinn List, lyst og list þar sem safnað var fyrir verkefni Eyjafjarðardeildar Rauða krossins

Lesa meira

Fiskidagurinn mikli snýr aftur í sumar

Fiskidagurinn mikli snýr aftur í sumar eftir heimsfaraldur og verður boðið til hátíðar  dagana  10-13 ágúst nk. ,, Undirbúningur hefur staðið síðan í haust og gengur vel“ segir Júlíus Júlíusson .

Lesa meira

Höfðingleg gjöf til Skógræktarfélags Eyjafjarðar

Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk í gær forláta bandsög að gjöf frá Guðmundi Þorsteinssyni, söng og skipasmíðameistara.  Bandsögin sú arna á sér merka sögu, var keypt ný til skipasmíðastöðvar KEA á eftirstríðsárum, þjónaði síðar Slippstöðinni á Akureyri um árabil áður en hún barst í eigu Guðmundar.

Hann hefur haldið hefur gripnum vel við, enda er hún eins og ný úr kassanum og kemur til með að nýtast okkur afar vel til viðarvinnslu í Kjarnaskógi. Við þökkum höfðinglega gjöf !

 Þetta kemur Fram á facebook síðu Skógræktarfélags Eyfirðinga

 

 

Lesa meira

Undan með nagladekkin

Þann 15 apríl nk. eiga nagladekk að vera farin undan bílum án þess  þó að fólk þurfi að fá sting í hjartað strax yfir því að aka enn á nöglunum en burt þurfa þeir nú samt.  Það fer alltaf allt á hliðina á dekkjaverkstæðum á þessum árstíma,  vefnum fýsti að vita hvort skollin væri á vertíð?

Lesa meira

Vinnur þú í öðru bæjarfélagi en þú býrð í?

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) leitar eftir þátttakendum í rannsókn. Þátttakendur þurfa annað hvort að búa í jaðarbyggðum höfuðborgarsvæðisins og sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið eða vera íbúar í nærsveitum Akureyrar sem sækja vinnu þangað.
 
Rannsóknin snýst um fjarvinnu og mögulegar breytingar þar á í kjölfar Covid og áhrif þess á vegakerfið, rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.
Þátttakendum er boðið að skrá sig í gjafaleik þar sem 10.000 kr. gjafabréf frá Landsbankanum er í boði.
 
Endilega takið þátt með því að fylgja slóðinni: https://survey.sogolytics.com/r/fjarvinna
Lesa meira

Vindar nýsköpunar blása á Siglufirði

Annað árið í röð komu helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði undir lok marsmánaðar til fundar við frumkvöðla í orku-, auðlinda- og umhverfismálum

Lesa meira

Akureyringar að verða 20.000 talsins

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá voru Akureyringar 19.989 þann 1 apríl sl. og því afar líklegt að 20.000 íbúamarkinu verði náð núna á næstu dögum.

Lesa meira

Keyptu allan tækjabúnað úr þrotabúi N4

Ætla sér stóra hluti í framleiðslu á innlendu efni fyrir vefsjónvarp

Lesa meira

Góður gangur í sameiningarviðræðum Sparisjóðs Höfðhverfinga og Sparisjóðs Austurlands

Eins og vefurinn greindi frá í mars sl. ákváðu stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga ses. og Sparisjóðs Austurlands hf. að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna.

Lesa meira

Fréttatilkynning Heimsferðir með flug til Tenerife frá Akureyri í sumar

Heimsferðir hafa í gegnum árin boðið upp á flug frá Akureyri til spennandi áfangastaða úti í heimi. Ferðaskrifstofan bætir nú enn í úrvalið og býður upp á flug til Tenerife frá Akureyri,   Komnar eru í sölu ferðir í júní og júlí þar sem boðið er upp á hagstæða og vandaða ferðapakka.

Lesa meira

Sjallinn á förum?

Bæjarstjórn er i framkvæmdahug  og  auglysir einnig  Glerárgötu 7 og tillögu á breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins á þessari margumræddu lóð.

Lesa meira

Drög að breytingu á deiliskipulagi við Viðjulund 1 og 2

Á heimasíðu Akureyrar er að finna i dag  tilkynningu um tillögu sem er á vinnslustigi eins og segir og  snertir deiliskipulag  á lóðum við Viðjulund 1 og 2.  

Lesa meira

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra óskar eftir svörum

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra óskað eftir svörum frá Akureyrarbæ og Vegagerðinni um til hvaða aðgerða hefði verið gripið til að draga úr umferðarhávaða í bænum frá því aðgerðaráætlun gegn hávaða var fyrst útbúin árið 2015.

Lesa meira

Starfsfólk Sprettsins og Greifans færðu Hollvinasamtökum SAk 250.000 kr.

Starfsfólkið valdi frekar að láta andvirði páskaeggja sem það hefði annars fengið renna til góðs málefnis og urðu Hollvinasamtökin fyrir valinu.
Við erum endalaust stolt af starfsfólkinu okkar og á meðfylgjandi mynd má sjá Arnar Loga Kristjánsson afhenda Jóhannesi  Bjarnassyni frá Hollvinasamtökunum gjöfina fyrir hönd starfsfólks Sprettsins og Greifa

Lesa meira

Hlaðvarp um Huldu skáldkonu komið út

Tónlistarkonurnar Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir unnu þættina upp úr dagskrá sem þær fluttu víða um land árið 2018

Lesa meira

Ávinningur fyrir skólann til framtíðar litið

„Eftir að hafa velt málinu fyrir mér og metið kosti og galla sé ég þó í þessu mikinn ávinning fyrir skólann. Við fáum nýtt rými sem uppfyllir ströngustu kröfur um loftgæði og gefur okkur tækifæri til að auðga skólastarfið enn frekar að samningstíma loknum,“ segir í bréfi sem Anna Bergrós Arnarsdóttir skólastjóri sendi foreldrum barna í Oddeyrarskóla í vikunni vegna fyrirhugaðrar leikskóladeildar í húsnæði skólans. Kveðst hún í fyrstu hafa verið efins um þessa ráðstöfun.

Lesa meira

Samræður um heilbrigðismál á Norðurlandi.

Fyrr á þessu ári lögðum við í Samfylkingunni af stað í málefnavinnu vegna næstu þingkosninga. Við nálgumst þetta verkefni nú með breyttum hætti, þar sem áhersla er lögð á samtal við sérfræðinga og almenning um allt land. Liður í þessu eru fjörutíu opnir fundir í samstarfi við aðildarfélög flokksins.

Lesa meira

Talið í iðnbyltingum

„Like´in“ tifa hratt um háða sveina, lítið sjálfstraust grær við skriðufót. Sjálfsmynd liggur brotin milli síðna, á skjánum skelfur íturvaxin snót.

Lesa meira