Skortur á hentugu leiguhúsnæði fyrir eldri borgara á Akureyri
Augljós skortur er á á leiguhúsnæði sem hentar eldri borgurum á Akureyri. Í húsnæðiskönnun sem Félag eldri borgara á Akureyri gerði nýverið kemur fram að margir horfa til þess að minnka við sig húsnæði á næstu þremur árum og vilja sumir gjarnan flytja í leiguíbúð í eigu óhagnaðardrifins leigufélags, í búseturéttar íbúð eða þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri. Um 35% félagsmanna svöruðu könnuninni.