Fréttir

„Við skulum heldur aldrei gleyma því fornkveðna að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér"

Mikið fjölmenni er samankomið á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum sem að þessu sinni fara fram á Fosshótel Húsavík. Hátíðarhöldin hófust kl. 14:00 með því að Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flutti barátturæðu dagsins sem lesa má hér að neðan.

Ágætu gestir.

Mig langar að byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin á 1. maí hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Það er virkilega ánægjulegt að sjá ykkur hér í dag. Kjörorð dagsins er að þessu sinni réttlæti, jöfnuður og velferð, sem er í raun leiðarstefið í allri verkalýðsbaráttu. Dagurinn er ekki bara minningarhátíð um horfna daga, hann er einnig baráttudagur og alþýða manna um heim allan kemur saman til að minna á nauðsyn samstöðu. 

Lesa meira

Krefjandi og annasöm ár en alveg frábær

„Þetta hafa verið frábær ár og ef ég mætti velja hvort ég mundi fara aftur í þetta starf myndi ég hiklaust segja já,“ segir Björn Snæbjörnsson fráfarandi formaður Einingar-iðju. Hann lét af störfum formanns félagsins á aðalfundi fyrr í vikunni, en næsta mánudag, á sjálfan verkalýðsdaginn, 1. maí eru 41 ár frá því hann hóf störf hjá Verkalýðsfélaginu Einingu. Hann fagnaði 70 ára afmæli sínu fyrr á árinu. Björn mun starfa á skrifstofu félagsins fram á haust.

Lesa meira

1. maí: Samherji í 40 ár á Akureyri 01.05.2023

Nákvæmlega 40 ár eru í dag liðin frá því togarinn Guðsteinn GK 140 sigldi inn Eyjafjörð. Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu þá keypt nær allt hlutafé í Samherja hf. í Grindavík, sem hafði gert Guðstein út og fluttu þeir félagið til Akureyrar. Hófst þar með saga félags, sem hefur frá þeim degi dafnað og vaxið í að vera eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, með rekstur í útgerð, landvinnslu, fiskeldi og sölu sjávarafurða.

Lesa meira

Fyrsti heimaleikur!

Þá er boltinn byrjaður að rúlla hjá stelpunum okkar í Þór/KA. Eftir flott undirbúningstímabil þar sem stelpurnar lögðu mikið á sig til að vera sem best undirbúnar fyrir tímabilið hófum við leik í Garðabænum á miðvikudaginn. Sterk byrjun í slyddunni og frábær úrslit hjá liðinu. Það er alltaf gott að byrja tímabilið á sigri.

Lesa meira

Baráttudagur verkalýðsins, oft er þörf, nú er nauðsyn!

Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar: Nú þegar upp rennur baráttudagur verkalýðsins, 1. maí 2023, stendur Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu ásamt öðrum aðildarfélögum BSRB frammi fyrir hörðum aðgerðum og verkfallsboðunum hjá sveitarfélögum.

Lesa meira

Félagið Orkey er til sölu Tekur við steikingarolíu og framleiðir lífdísel

Norðurorka hefur auglýst fyrirtækið Orkey til sölu. Orkey hefur verið starfandi undanfarin ár en félagið tekur á móti notaðristeikingarolíu án nokkurs kostnaðar og framleiðir úr hennilífdísil. Framleiðslan er einstök að því leyti að hún nýtir hreina íslenska orku til að breyta úrgangi í eldsneyti

Lesa meira

„Myndlistin hefur alltaf blundað svolítið í mér“

Frímann Sveinsson opnar málverkasýninu í Safnahúsinu á Húsavík

Lesa meira

Kajakræðari hætt kominn við Hrísey

Rétt upp úr klukkan 14 í dag voru björgunarsveitir í Eyjafirði boðaðar út á hæsta forgangi 

Lesa meira

Ráðhúsið á Akureyri - Ráðast þarf strax í endurbætur

„Við höfum ekki tekið af skarið um framtíð ráðhússins, það kemur enn til greina að gera umfangsmiklar endurbætur á húsinu svo sem þaki, gluggum, loftræsingu  og byggja jafnframt við húsið til að rýma þá starfsemi Akureyrarbæjar sem nú er í Glerárgötu. Hinn möguleikinn er að byggja nýtt ráðhús frá grunni og selja núverandi ráðhús. Í millitíðinni þurfum við að bregðast við brýnustu viðhaldsþörf,“ segir Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar.

Lesa meira

Aukið fjármagn til flugvalla um land allt

Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Í kjölfarið sjáum við stóraukningu veitingastaða, gistirýma, afþreyingar og verslana á svæðinu. Með auknu flugi og aukinni verslun og þjónustu getum við aukið velmegun svæðisins til muna. Við þessa þróun myndast ný tækifæri á Norðausturlandi.

Lesa meira

NiceAir hefur sig ekki á loft í sumar

Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp, alls 16 manns

Lesa meira

Notuðu samverukvöldið til að læra að búa til saltkringlukonfekt

Félagskonur í kvenfélaginu Iðunni í Eyjafjarðarsveit

Lesa meira

Föstudagsfréttir frá Hrísey

Þær eru í seinna fallinu fréttir frá Hrísey þessa vikuna, en það skrifast  á vefara  Vikublaðsins. 

 

Lesa meira

Barðist við húsflugur á adamsklæðunum

Hljómsveitin Tonnatak gefur út nýtt lag

Lesa meira

Öldungamót Blaksambandsins fer fram á Akureyri og Húsavik um helgina

Það verður mikið skellt, slegið, og laumað á Akureyri og Húsavík þessa helgi þvi Öldungamót Blaksambandsins er haldið af blakdeildum KÁ og Völsungs.  Vefurinn heyrði I Arnari Má Sigurðssyni formanni blakdeildar KA en hann er einn af ,,öldungum" mótsins.

Lesa meira

Nói Björnsson kjörinn formaður Íþróttafélagsins Þórs

Á aðalfundi  Íþróttafélagsins Þórs i gærkvöldi tók Nói Björnsson við embætti formanns aðalstjórnar en fráfarandi formaður er Þóra Pétursdóttir.   Á heimasíðu félagsins segir þetta af fundinum:.

,,Þóra Pétursdóttir, fráfarandi formaður, fór yfir starfsárið fyrir hönd aðalstjórnar Þórs, stiklaði á stóru varðandi ýmis mál og kom meðal annars inn á það að í næstu viku muni starfshópur á vegum félagsins eiga fyrsta formlega fundinn með fulltrúum Akureyrarbæjar vegna uppbyggingar á íþróttasvæði félagsins og er þá helst vísað til lagningar gervigrass og byggingar íþróttamiðstöðvar þar sem áhersla félagsins verður á að fá allar deildirnar og aðstöðu þeirra heim á félagssvæðið við Hamar. 

Unnsteinn Jónsson gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og afkomu einstakra deilda. Rekstur og afkoma er mjög mismunandi á milli deilda og til dæmis standa tvær af yngstu deildum félagsins, píludeild og rafíþróttadeild, mjög vel og rekstrarniðurstaða jákvæð. Fjölmennari deildirnar, handknattleiksdeild, körfuknattleiksdeild og knattspyrnudeild, eiga allar á brattan að sækja og afkoma þeirra misjafnlega slæm."

Lesa meira

VMA og MA falið að kanna möguleika á samvinnu eða sameiningu

Mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Hópnum var falið að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna.

Lesa meira

KA LEIKUR HEIMALEIKINA Í EVRÓPUKEPPNINNI Í ÚLFARSÁRDAL

Sem kunnugt er mun knattspyrnulið KA í meistaraflokki karla taka þátt í forkeppni Sambandsdeildar UEFA í sumar. Er þetta í fyrsta skipti í 20 ár sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni en tvívegis áður hefur KA tekið þátt, árin 1990 og 2003. Í bæði skiptin spilaði KA heimaleiki sína á heimavelli sínum, Akureyrarvelli.

Lesa meira

Breyttur rekstur kvennaathvarfs á Akureyri

Lesa meira

Er ég kvíðin eða drakk ég of mikið kaffi í dag?

Auður Ýr Sigurðardóttir skrifar

Það eru eflaust einhverjir sem þekkja það að hafa drukkið of mikið kaffi, fundið fyrir hröðum hjartslætti og eirðarleysi í kjölfarið og hugsað “ég hlýt að vera kvíðið/n/nn”. 

Lesa meira

Prófastur í Grímsey

„Það er líflegt hjá okkur í Grímsey og fuglalífið orðið býsna fjölbreytt,“ segir Anna María Sigvaldadóttir íbúi þar. Lundi sá fyrst í Grímsey 9. apríl síðastliðinn, sem einmitt er samkvæmt venju, þeir fyrstu koma á bilinu 9. til 11. apríl. „En svo fór hann bara aftur, en nú eru þeir komnir og setja mikinn svip á fuglabjörgin ásamt fleiri fuglum, það er til að mynda krökkt af svartfugli. Þetta er alveg yndislegt,“ segir hún. Krían lætur sjá sig í Grímsey um miðjan maí og þá segir Anna María að gargið í henni yfirgnæfi oft söng annarra fugla, „en hún er samt dásamleg líka.

Þetta og svo margt annað er meðal efnis í Vikublaði dagsins.   Minnum á áskriftarsíma  blaðsins  860 6751.

Lesa meira

Ársfundur SÍMEY 2023 - reksturinn í jafnvægi á árinu 2022

Ársfundur Símey fór fram i gær miðvikudag, hér að neðan má lesa samantekt  frá fundinum en hana má finna á heimasíðu miðstövarinnar.

Framhaldsfræðslan í landinu fór ekki varhluta af kóvidfaraldrinum síðustu þrjú árin. Samkomutakmarkanir vegna faraldursins á fyrri hluta ársins 2022 voru einn af þeim þáttum sem gerðu það að verkum að samdráttur varð í starfsemi SÍMEY – m.a. fjölda námskeiða – á árinu. Engu að síður tókst að halda rekstri SÍMEY í jafnvægi á árinu. Þetta kom m.a. fram í máli Valgeirs Magnússonar framkvæmdastjóra SÍMEY á ársfundi miðstöðvarinnar í dag.

Lesa meira

Rebekka Rún er tuttugu þúsundasti Akureyringurinn

Foreldrarnir eru Þórey Erla Erlingsdóttir og Alexander Ottó Þrastarson. 

Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar fór með sigur af hólmi

Myndaveisla frá úrslitum Fiðrings í Hofi í gærkvöld

Lesa meira

Metanframleiðsla heldur áfram að dala

„Það er álit stjórnenda Norðurorku að það geti hins vegar ekki verið framtíðarlausn að Norðurorka standi í því að flytja eldsneyti á milli landshluta. Það er langt út fyrir það hlutverk sem fyrirtækið tók að sér, þ.e. að fanga metan úr haug á Glerárdal,“ segir í bókun stjórnar Norðurorku.

Lesa meira

Ertu með græna putta?

Margir eru á því að fátt sé meira  afslappandi  og því heilsubætandi en að yrkja garðinn sinn i notalegu umhverfi.  Sumir gera að sögn  hlé á garðyrkjustörfum  finna sér gott tré  og faðma það, uppskeran um haustið er svo aukavinningurinn.

Lesa meira

Norðurtorg ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi

Skipulagsráð tók fyrir á fundi í gær erindi frá Baldri ‚Olafi Svavarssyni fyrir hönd Norðurtorgs ehf um breytingu á deiliskipulagi lóð þeirra við Austursíðu.  

Lesa meira