Fundur - Starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri

Sjálfstæðisfélagið á Akureyri boðar til fundar á miðvikudaginn kemur klukkan 20:00 (15.nóvember) á Flugsafninu á Akureyrarflugvelli um þingsályktun sem Njáll Trausti er fyrsti flutningsmaður að þar sem:
,,Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Landhelgisgæslan komi upp fastri starfsstöð fyrir eina af þyrlum sínum á Akureyri í samstarfi við hagaðila á Akureyri“.
 
Öflugur hópur fyrirlesara verður á fundinum:

Björn Gunnarsson yfirlæknir sjúkraflugs og dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.
Reimar Viðarsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita í Eyjafirði.
Auðunn Kristinsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
 
Fundarstjóri verður Njáll Trausti Friðbertsson
 
Öll velkomin

Athugasemdir

Nýjast