Skógræktarfélag Eyfirðinga leigir út land til ræktunar til félagsmanna að Hálsi í Eyjafjarðarsveit
„Þetta var frábær dagur og tókst mjög vel í alla staði. Við erum mjög stolt af þessu verkefni á Hálsi,“ sagði Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, en um liðna helgi var efnt til viðburðar að Hálsi í Eyjafjarðarsveit þar sem félagið hefur boðið sínum félagsmönnum að leiga land til ræktunar. Í ár eru 30 ára liðin frá því hafist var handa við útleigu á Hálsi, en á þeim tíma var búið að planta út í alla reiti félagsins.