
Gul viðvörun vegna veðurs!
Veðurstofa íslands hefur gefið út viðvörun vegna veðurs sunnudag og mánudag og má segja hreint út að framundan sé hreint skítaveður sem gengur ekki niður fyrr en sinni hluta mánudagsins.
Veðurstofa íslands hefur gefið út viðvörun vegna veðurs sunnudag og mánudag og má segja hreint út að framundan sé hreint skítaveður sem gengur ekki niður fyrr en sinni hluta mánudagsins.
Sjálfsbjargarviðleitni var í hávegum höfð hjá okkur strákunum á Eyrinni um miðja síðustu öld. Við biðum ekki eftir því að bálkestir yrðu hlaðnir fyrir gamlárskvöld heldur hlóðum þá sjálfir, við biðum ekki eftir að fá vopn og verjur að gjöf heldur smíðuðum þau sjálfir og við biðum heldur ekki eftir að bærinn opnaði fótboltavelli handa okkur en gerðum þá sjálfir.
Velferðarráð hefur þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem er komin upp varðandi mönnunarvanda stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar og sér fram á skerðingu á þjónustu í sumar vegna þess.
Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður velferðarráðs segir að ekki hafi gengið vel að ráða fólk í sumarafleysingu á velferðarsviðið og enn vanti þar nokkur stöðugildi til að unnt verði að halda uppi fullnægjandi þjónustu í sumar.
-Segir Huld Hafliðadóttir, forstöðukona STEM Húsavík sem fagnar ársafmæli verkefnisins með áfangasigri
KA konur urðu Íslandsmeistarar i blaki í kvöld þegar þær löguð lið Aftureldingar í þremur hrinum gegn tveimur í algjörum spennutrylli sem fram fór í KA heimilinu. Úrslit í einstökum hrinum vour sem hér segir. : 17 25, 21 21, 25 17, 20 25 og 15 12.
KA konur eru því annað árið í röð handhafar allra titla sem hægt er að vinna í kvennablaki sem verður að teljast mjög vel að verki staðið.
Það hafa verði fallegir dagarnir í Hrísey.
Veður hefur verið að mestu gott og margir sjást í görðum sínum í vor og snemm-sumarverkum. Fuglar eru farnir að verpa í görðum og um alla ey og því ágætt að minna fólk á að fara varlega ef gengið er utan vega. Einnig biðjum við fólk að passa ferfættu vini sína, hafa í taumi og vernda þannig fuglalífið í Hrísey.
Ferðalangar um hringveginn í Hörgárdal hafa í áranna rás eflaust rekið augun í malarhauga á bökkum Hörgár hér og þar, efni sem unnið hefur verið úr farvegi og eyrum árinnar líkt og við fjölmörg önnur íslensk vatnsföll. Malartekja við vatnsföll er vandmeðfarin svo ekki sé meira sagt. Hún þarf að vera afar hófleg og taka þarf fullt tillit til lífríkisins og náttúrunnar allrar. Að öðrum kosti getur mikill skaði hlotist af slíku brölti.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkrahúsinu á Akureyri í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Norðurlands að koma á fót þekkingar- og ráðgjafarmiðstöð um ME sjúkdóminn. Alþjóðlegi ME dagurinn er í dag sem miðar að því að efla vitund um sjúkdóminn sem veldur langvarandi vöðvaverkjum og bólgum í heila eða mænu.
Vitað er að ýmsar sýkingar geta valdið ME sjúkdómnum. Hluti sjúklinga sem veiktust af Akureyrarveikinni þegar hún geisaði fyrir 75 árum þróaði með sér ME. Í fyrstu var talið að um mænuveikifaraldur væri að ræða en nú er flest talið benda til þess að um sýkingu hafi verið að ræða þótt sýkillinn hafi aldrei fundist. Fjölmörgum faröldrum eins og Akureyrarveikinni hefur verið lýst í heiminum þar sem sýkill hefur ekki fundist og hluti þeirra sem veikist þróar með sér langvarandi sjúkdómseinkenni líkt og ME.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps stafesti ársreikning fyrir áriö 2022 á fundi sínum í gær. Rekstur sveitarfélagsins hefur verið frekar þröngur síðustu misserin og 17 milljóna tap varð á rekstri samstæðu sveitarfélagsins, A + B hluta, á árinu 2022. Það er raunar nokkur bati frá fyrra ári og jókst veltufé frá rekstri verulega. Heildartekjur voru kr. 716 millj. og höfðu hækkað um 10% frá fyrra ári. Gjöld fyrir afskriftir og fjámagnsliði voru kr. 689 millj og höfðu hækkað um tæp 6%. Þrátt fyrir tapið hækkaði eigið fé sveitarfélagsins og var í árslok kr. 431 millj.
Meirihluti bæjarráðs Akureyrar hefur samþykkt samning um uppbyggingu á félagssvæði KA. Fræðslu- og lýðheilsuráð hafði áður samþykkt samninginn fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísað honum til bæjarráðs
Starfsfólk sundlauga og íþróttamannvirkja átta sveitarfélaga á Vestur, Norður- og Austurlandi samþykkti að leggja niður störf um Hvítasunnuhelgina í atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi, sjá nánar á somulaun.is
Alls komu 112 nýir einstaklingar í viðtöl hjá Aflinu, miðstöð fyrir þá sem orðið hafa fyrir kynferðis- eða heimilisofbeldi. Ekki hafa fleiri nýir komið inn á einu ári frá því árið 2018. Alls nutu 163 skjólstæðingar þjónustu Aflsins á liðnu ári. „Einstaklingar sem sækja þjónustu Aflsins eru ekki varnarlaus fórnarlömb ofbeldis heldur einstaklingar sem hafa lifað af ofbeldi,“ segir Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir verkefnastýra Aflsins.
Starfsemi Aflsins fer að stærstum hluta fram í húsakynnum þess við Aðalstræti 14 ár Akureyri, en að auki er boðið upp á þjónustu við skjólstæðinga annars staðar. Skrifað hefur verið undir samning við skóla- og félagsþjónustu Austur – Húnavatnssýslu og í kjölfarið býður Aflið upp á reglulega ráðgjöf á Blönduósi. Starfsemin hófst nú í vikunni. Erla Lind Friðriksdóttir ráðgjafi á skrifstofu Aflsins á Akureyri sinnir Blönduósi og segir mikilvægt að bjóða upp á viðtöl í heimabyggð eða sem næst henni til að auðvelda fólki að nálgast hana. Þjónusta hefur verið í boði á Húsavík í rúmt ár. Áður sinntu ráðgjafar frá Akureyri skjólstæðingum fyrir austan, en nú hefur heimamaður tekið við því kefli og býður Aflið upp á ráðgjöf á Egilsstöðum og þarf því ekki að aka langar leiðir. Erla Lind segir að til að byrja með verði boðið upp á viðtöl á Blönduósi einu sinni í mánuði en reynist þörfin meiri verði aukið við.
Nýtt Vikublað er komið út. Að venju er þar eitt og annað að finna. Krossgáta og spurningar sem dæmi fyrir þá sem vilja spreyta sig á þvílíku, eins Þankar gamals Eyrarpúka.
Við segjum frá bagalegu ástandi sem upp er komið á Sjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem undanfarið hafa allt að 25% rúma verið nýtt af öldruðu fólki sem kemst ekki á hjúkrunarheimili. Gripið hefur verið til þess ráðs að senda aldraða á hjúkrunarheimili í nágrannabyggðalögum.
Fyrirhugað er að reisa hótelbyggingu á lóð nr. 75 við Hafnarstræti og tengja hana við núverandi hús á lóð nr. 73 með tengibyggingu.
Myndlistarsýningin „Leiðni leiðir” eftir Sigurð Guðjónsson opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 20. maí,
Bæjarbúar á Húsavík hafa eflaust tekið eftir framkvæmdum undanfarið fyrir framan valin fyrirtæki og stofnanir í bænum. Hér er verið að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða en það er verkefnið „Römpum upp Ísland“ sem stendur fyrir framkvæmdunum
Slippurinn Akureyri kynnti á dögunum starfsemi sína, þjónustu og framleiðslu, á Seafood Processing Global sýningunni í Barcelona. Sýningin er alþjóðleg og er vettvangur alls hins besta og framsæknasta í heiminum sem sjávarútvegsfyrirtæki og aðilar í greininni hafa upp á að bjóða.
Öldruðum einstaklingum sem liggja inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri og bíða eftir hjúkrunarrými hefur fjölgað undanfarna mánuði, en að meðaltali eru milli 20-25% bráðarýma SAk upptekin af þessum sökum. Rúmanýting á bráðalegudeildum SAk er oft yfir 100% en talið er ásættanlegt að um 5% rýma á sjúkrahúsum séu nýtt af einstaklingum sem bíða eftir úrræði á hjúkrunarheimili.
Mikið álag hefur verið á bráðalegudeildum SAk bæði vegna fjölda sjúklinga og skorts á heilbrigðisstarfsfólki. Stjórnendur SAk hafa í samvinnu við stjórnvöld og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands leitað lausna á vandanum en búast má við enn fleiri sjúklingum á SAk í sumar þegar ferðamannastraumurinn eykst og metfjöldi skemmtiferðaskipa leggja að höfn.
Töluverðar umræður um framkvæmdir í Vaðlareit, sköpuðust á aðalfundi Skógræktarfélags Eyjafjarðar sem haldinn var í fyrrakvöld. Vaðlareitur hefur mikið verið til umræðu undanfarna mánuði enda mikið um að vera í reitnum.
KA tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla þegar liðið lagði lið Hamars frá Hveragerði 3-1 í hrinum en leikið var í KA heimilinu. Þetta var fjórða viðreign liðanna í þessari úrslitarimmu. KA vann þrjár þeirra en lið Hamars sem var ríkjandi Íslandsmeistari eina.
Þetta er í sjöunda skiptið sem KA fagnar Íslandsmeistaratitlinum í blaki karla.
Hafdís átti ótrúlegu gengi að fagna á síðasta keppnisári og er ríkjandi Íslands og bikarmeistari í bæði götuhjólreiðum og tímatöku kvenna auk þess sem hún var valin Íþróttakona Akureyrar og Hjólreiðakona Íslands.
”Við á Greifanum viljum standa við bakið á Hafdísi enda mikilvægt að fyrirtækin í bænum styðji við afreksfólkið okkar og hefur Hafdís sýnt það og sannað að hún er ekki einungis afbragðs keppnismanneskja heldur frábær fyrirmynd sem hefur eflt hjólreiðar á svæðinu og hvatt aðra áfram til árangurs” segir í tilkynningu.
Hafdís segir það gríðarlega mikilvægt fyrir sig að jafn þekkt og öflugt fyrirtæki og Greifinn velji að verða bakharl hjá sér enda ærinn kostnaður að vera íþróttamaður á landsbyggðinni. Svo er Greifinn líka mathöll útaf fyrir sig, frábær matur fyrir keppni og eftir.
Hafdís er er að fara að keppa á Reykjanesi á fyrstu bikarmótum sumarsins um helgina og óskum við henni góðs gengis.
Fyrirvari: Þessi grein er skrifuð af manneskju en ekki gervigreind
Tíminn er dýrmætur.
Tíma sem við sóum getum við ekki fengið aftur.
Tímanum er best varið í það sem veitir okkur gleði, ánægju og lífsfyllingu.
Mætt voru, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Sigríður Hafstað, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Mikið er dásamlegt hve margir hafa nú þegar sýnt því áhuga að tengjast okkur á andlitsbókinni, eftir þennan stutta tíma síðan við ákváðum að flækjast í netið þá eru rúmlega 1250 manns búin að vingast við okkur og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn og áhugann.
Vegna veikinda er fundurinn í seinna lagi.
Fjárfestingaþörf hjá Norðurorku er heldur að aukast, ný hverfi eru að byggjast upp á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum. „Þær væntingar að hægt verði að draga úr fjárfestingum munu ekki ganga eftir á næstu árum,“ sagði Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku á ársfundi nýverið.
Hann nefndi einnig að ráðast þyrfti í umfangsmiklar rannsóknir og fjárfrekar framkvæmdir á næstu árum til að mæta aukinni og vaxandi þörf fyrir heitt vatn á starfssvæði Norðurorku. Nú standa yfir rannsóknir á jarðhita í Eyjafirði þar sem boraðar eru u.þ.b. 30 hitastigulsholur sem eru fyrstu skrefin í því að staðsetja líklegan nýtanlegan jarðhita. Norðurorka hefur aukið umtalsvert við fjármagn til rannsókna, þróunar og nýsköpunar.
Hér er spurt um allt milli himins og jarðar
Rauði krossinn við Eyjafjörð heldur kynningu á skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði næsta miðvikudag kl. 16:30 í húsnæði sínu við Viðjulund 2 á Akureyri. Þar verður farið yfir hvað felst í þjónustu Frú Ragnheiðar og notkun á Naloxone nefúða verður kynnt, en nefúðinn getur veitt lífsbjargandi neyðaraðstoð við ofskömmtun.
Rauði krossinn á Íslandi rekur skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður á þremur stöðum á landinu, á Höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og á Akureyri. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem gengur út á að takmarka skaðann og áhættuna sem getur fylgt vímuefnanotkun í æð og að bæta lífsgæði og heilsufar notenda, fremur en að reyna að fyrirbyggja notkunina sjálfa. Þannig má takmarka skaðann sem fylgir þessari notkun, bæði fyrir notendur og samfélagið í heild.
Líknarmiðstöð Sjúkrahússins á Akureyrar hefur formlega verið stofnuð og var af því tilefni efnt til fræðsludags um málefnið. Ein af áætlununum sem heilbrigðisráðuneyti gaf úr 2021 var að komið yrði á fót tveimur líknarmiðstöðum á landinu, á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri.Á SAk hefur verið farið í greiningarvinnu um stöðu líknarþjónustu innan stofnunarinnar og rýnt í það hlutverk sem stofnuninni er ætlað að veita út frá aðgerðaráætluninni.