Fréttir

Góð staða á byggingamarkaði

„Staðan er góð, allar vinnandi hendur sem vilja og geta unnið hafa nóg að gera,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar um stöðu mála í byggingariðnaði á Akureyri. Verktakar hafi næg verkefni, en vildu þó gjarnan sjá lengra fram í tímann en raunin er. Heimir gagnrýnir útboðsleið Akureyrarbæjar þegar kemur að lóðaúthlutun og segir þá aðferð ekki gera annað en hækka íbúðaverð.

Lesa meira

Opnun ársins í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri

Dagskrá opnunarinnar hefst klukkan 13 með ávarpi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns

Lesa meira

Ófremdarástand á leigumarkaði á Akureyri

Algert ófremdarástand ríkir á leigumarkaði á Akureyri um þessar. Mikil eftirspurn er eftir íbúðum en framboðið lítið sem leiðir til þess að verð hefur hækkað umtalsvert að undanförnu. Fasteignasalar fá fjölda fyrirspurna frá fólki og einnig opinberum aðilum, ríki og bæ sem leita eftir íbúðum m.a. fyrir flóttafólk.

Lesa meira

Ár frá sveitarstjórnarkosningum

Hjálmar Bogi Hafliðason forseti sveitarstjórnar Norðurþings skrifar

Lesa meira

Akureyri - 500. rampurinn vígður

500. rampurinn í átakinu ,,Römpum upp Ísland“ var vígður í dag á Akureyri.  Það hefur væntanlega ekki farið framhjá bæjarbúum að sl. viku eða svo hafa staðið yfir framkvæmdir út um allan bæ við að gera rampa og nú var komið að því að víga þann númer 500. 

Lesa meira

Kröfuganga við Borgarhólsskóla á Húsavík

Í þessari viku heimsótti listasmiðjan Barnabærinn 4.bekk í Borgarhólsskóla og unnu í samstarfi við þau hugmyndir krakkanna um hvernig Húsavík yrði ef krakkarnir réðu þar öllu!

Lesa meira

Úti er ævintýri Þorvaldur Lúðvik Sigurjónsson skrifar

Þorvaldur Lúðvik Sigurjónsson birtir eftirfarandi pistil á Facebókarvegg sínum nú í kvöld.  Vefurinn fékk góðfúslegt leyfi hjá höfundi fyrir birtingu þessara skrifa.

Lesa meira

Niceair í greiðsluþrot

Stjórn Niceair sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu rétt í þessu

Lesa meira

Golfklúbbur Akureyrar tekur við rekstri golfvallarins á Siglufirði

Á dögunum var undirritaður samningur milli Golfklúbbs Akureyrar og Siglo Golf um rekstur golfvallarins á Siglufirði. Golfklúbbur Akureyrar mun reka golfvöllinn eins og hér segir og mun hann vera einn af völlum félagsins. Samið hefur verið við Barðsmenn ehf um daglega umhirðu vallarins svo sem slátt og þess háttar. Barðsmenn munu einnig sjá um rekstur golfskálans og taka þar vel á móti gestum vallarins. 

Lesa meira

Föstudagsfréttir frá Hrísey

Þá er tuttugustu viku ársins 2023 að ljúka hér í Hrísey.

Veður hefur verið með besta móti hjá okkur og hefur sést til eyjaskeggja á ferð með slátturvélar í görðum. Gróður virðist almennt koma vel undan vetri og eyjan að verða alveg fagur græn. Hreiður má finna á ólíklegustu stöðum, bæði hér í byggð og uppi á ey, svo við minnum enn á að fara varlega á ferðum okkar. Hrísey er þekkt fyrir mikið og spakt fuglalíf. 

Lesa meira

Æskunni og hestinum í Léttishöllinni: Fjölbreytt og skemmileg atriði frá flottum krökkum

Ungir hestamenn frá fjórum hestamannafélögum tóku þátt í sýningunni Æskan og hesturinn sem haldin var í Léttishöllinni á Akureyri að þessu sinni. Vel tókst til og gleðin skein úr hverju andliti. Þátttökufélög voru Léttir, Akureyri, Skagfirðingur í Skagafirði, Hringur á Dalvík og Neisti á Blönduósi.

Lesa meira

Tækifæri fólgin í einstökum námsleiðum

„Ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir tækifærinu sem felst í því að ljúka tveimur háskólagráðum á aðeins fjórum árum. Eftir að hafa lokið sjávarútvegsfræðinni var ekki spurning fyrir okkur að bæta viðskiptafræðinni við en það styrki stöðu okkar til muna,“ segir Telma Rós, sem starfar í dag sem fjármálasérfræðingur hjá PCC BakkiSilicon en Sæþór er innkaupastjóri hjá GPG Seafood.

Lesa meira

Öryggi á ferðamannastöðum verði bætt

Landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sem haldið var á Akureyri skorar á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta til muna öryggi á ferðamannastöðum.

Lesa meira

Skipsbjalla Harðbaks EA 3 komin til varðveislu á Akureyri, 44 árum eftir að skipið var selt í brotajárn

Útgerðarfélag Akureyringa keypti togarann Harðbak EA 3 frá Aberdeen í Skotlandi árið 1950. Á þessum tíma átti félagið fyrir tvo togara, Kaldbak EA 1 og Svalbak EA 2.

Lesa meira

Af hröfnum og Flókum - Spurningaþraut #7

Hvað getur þú svarað mörgum?

Lesa meira

Blóðbankinn óskar eftir innleggjendum

Nú er svo komið að Blóðbankanum  vantar  sárlega blóðgjafa og er rík ástæða til þess að taka undir með þeim bankastarfsmönnum þar og hvetja nú alla sem tök hafa á að  drífa sig  með innlegg sem fólk gengur með á sér. 

Innleggjendum er vel tekið í Blóðbankanum og  þennan banka viljum við ekki hafa innistæðulausan því  enginn veit hvenær hann eða einhver nákominn kann að hafa  þörf fyrir  innlegg þaðan.

 

Lesa meira

Smíðar likan af Stellunum

Á hádegi i dag var skrifað undir samning um smiði líkans af ,,Stellunum“ en svo voru Svalbakur  og Sléttbakur skuttogarar ÚA sem félagið festi kaup á frá Færeyjum  æði oft nefndir.  Í haust eru 50 ár liðin frá því að togararnir komu til nýrrar heimahafnar á Akureyri  og í tilefni þessara tímamóta  var sett á laggirnar söfnun  til að fjármagna smíði á líkani af skipunum.

Sigfús Ólafur Helgason forsvarsmaður söfnunarinnar  og  fyrrum sjómaður á skipum ÚA skrifaði undir samning um smíði líkansins við Elvar Þór Antonsson frá Dalvík.

Lesa meira

Á ábyrgð eigenda húsa að öryggismál séu i lagi

„Okkar tilfinning er sú að ástandið sé ekki verra en það var,“ segir Maron Berg Pétursson varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri um svonefnda óleyfisbúsetu á starfssvæði liðsins. Ástandið var kannað á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og í skýrslu sem kom út árið 2021 kom fram að um 80 manns á Norðurlandi eystra búi í ósamþykktu húsnæði.

Lesa meira

Ern eftir aldri og listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri

Sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 15 verður heimildarmynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri, frá 1975, sýnd í Listasafninu á Akureyri.

Lesa meira

Fossar, lækir, unnir, ár

Það er góður siður að fagna tímamótum,   kannski sérstaklega afmælum og það er einmitt  kveikjan að tónleikum Hymnodíu sem fram fara í Listasafninu á Akureyri annað kvöld (miðvikudagskvöld) kl 20. 

Lesa meira

Kontiki býður vetrarferðir frá Zurich til Norðurlands

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zurich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring. Boðið verður upp á vikulegar ferðir í febrúar og mars á næsta ári og því ljóst að um töluverða innspýtingu er að ræða fyrir norðlenska vetrarferðaþjónustu yfir vetrartímann, sem er í takti við þær áherslur sem Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að á undanförnum árum.

Lesa meira

Sögufélag Eyfirðinga Fjölbreytt efni í nýju riti Súlna

 Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju. Kristín Aðalsteinsdóttir ræðir við listakonuna Rósu Kristínu Júlíusdóttur, Jón Ingi Cæsarsson rifjar upp Oddeyri æsku sinnar og hinn kunni hestamaður og söngvari, Þór Sigurðsson, fer með okkur um fjallgarðinn mikla sem skilur að Eyjafjörð og Fnjóskadal.

Lesa meira

Nemendur Hríseyjarskóla heimsóttu hollensku eyjuna Vlieland

Nemendur í 6. – 10. bekk Hríseyjarskóla hafa undanfarin 3 ár tekið þátt í Erasmus+ verkefninu Islands Schools ásamt Háskólanum á Akureyri og öðrum menntastofnunum í Hollandi, Grikklandi, Skotlandi og á Spáni. Tilgangur verkefnisins er að tengja litla eyjaskóla um alla Evrópu saman og finna í sameiningu leiðir til nýsköpunar og leitað lausna á vandamálum eyjasamfélaga og skapa um leið spennandi námstækifæri. Hríseyjarskóli hefur unnið náið með grunnskólanum De Jutter sem er á hollensku eyjunni Vlieland, á síðasta skólaári voru unnin verkefni um plastefni í hafi og komu hollensku nemendurnir ásamt kennurum sínum í heimsókn til Hríseyjar í maí 2022. Núna í mars hófst 8 vikna samvinna milli skólanna og var sjálfbær ferðaþjónusta tekin fyrir og hafa nemendur fræðst um sjálfbærni og unnið fjölbreytt verkefni með hollenska skólanum. Hápunktur verkefnisins var svo þegar Hríseyjarskóli heimsótti hollenska skólann 8.-10. maí sem var jafnframt lokaáfangi verkefnisins hvað nemendur varðar. Í framhaldinu munu háskólarnir fimm funda og taka saman helstu niðurstöður og útbúa heimasíðu þar sem aðrir fámennir eyjaskólar allstaðar í heiminum geta parað sig saman og unnið verkefnin sem við tilraunaskólarnir 5 erum búin að prófa.

Lesa meira

VMA - Vélstjórnarnemar gera upp 50 ára mótor úr Bangsa

Eins  og sagt var frá í janúar sl.tóku vélstjórnarnemar á sjöttu önn og Jóhann Björgvinsson, kennari þeirra, að sér það verðuga verkefni að gera upp mótorinn í Bangsa - hinum hálfrar aldar gamla og sögulega snjóbíl í eigu Sigurðar Baldurssonar á Akureyri, og freista þess að fá hann til þess að ganga á ný. Bangsi hefur staðið óhreyfður í mörg ár en Sigurður eigandi hans er kominn á fullt við að gera hann upp og endurnýja. Einn af mikilvægustu þáttum í uppgerð Bangsa er vitaskuld vélin og þar kom til kasta vélstjórnarnema og Jóhanns kennara í áfanganum Viðhald véla.

Lesa meira

„Nemendurnir hafa svo sannarlega auðgað mitt líf“

Nemendur útskrifast af heilsunuddbraut Framhaldsskólans á Húsavík

Lesa meira

Beate Stormo eldsmiður og bóndi í Kristnesi Hrærð yfir jákvæðum viðbrögðum

„Það er góð tilfinning að hafa lokið þessu verki,“ segir Beate Stormo eldsmiður og bóndi í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit, en hefur undanfarin tvö ár verið önnum kafin við að smíða risakúnna Eddu, sem verður nýtt kennileiti í sveitinni sem er eitt helsta framleiðsluhérað mjólkur hér á landi. Kýrin er 3 metrar á hæð, 5 á lengd og 140 á breiddina.

Beate segir að verkið hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð og hún sé hrærð yfir því hve fólk hafi tekið verkinu vel og hrósað smíðinni. „Kýr eru fallegar skepnur, hver og ein hefur sinn karakter og þær eiga líka langa sögu með mannfólkinu, nánast frá upphafi vega og eiga líka sínar sterku rætur í norrænni goðafræði. Það er því svolítið leiðinlegt hvað margir eru farnir að níða kúnna niður. Mitt mat er að kýrin sé stórbrotin skepna og ég vildi umfram allt skapa fallega kú.“

Lesa meira

Varaformaður Byggiðnar um smíðakennslu í Oddeyrarskóla Skapandi greinar lenda oft utangarðs í skólakerfinu

„Það er forkastanlegt en því miður alltof algengt að handverks- og listgreinar lendi utangarðs í skólakerfinu,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar, félags byggingarmanna.

Tilefnið er sú hugmynd að nýta smíðastofa í Oddeyrarskóla undir leikskóladeild til að mæta brýnni þörf fyrir leikskólapláss á Akureyri. Gert er ráð fyrir að ný leikskóladeild verði opnuð í endurbættri smíðastofu Oddeyrarskóla síðsumars.

Lesa meira