
Góð staða á byggingamarkaði
„Staðan er góð, allar vinnandi hendur sem vilja og geta unnið hafa nóg að gera,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar um stöðu mála í byggingariðnaði á Akureyri. Verktakar hafi næg verkefni, en vildu þó gjarnan sjá lengra fram í tímann en raunin er. Heimir gagnrýnir útboðsleið Akureyrarbæjar þegar kemur að lóðaúthlutun og segir þá aðferð ekki gera annað en hækka íbúðaverð.