„Það hefur talsvert verið kvartað yfir þessu við okkur, en því miður er lítið sem við getum gert eins og staðan er,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands. Fyrirtækið Auto ehf á Svalbarðsströnd á mikið magn gamalla bíla sem þeir hafa dreift hingað og þangað um Akureyrarbæ.
Um talsvert langan tíma hafa sem dæmi þrír bílar í eigu fyrirtækisins staðið óhreyfðir á sunnanverðu planinu við Norðurtorg og þá er einnig bíll á vegum félagsins skammt frá, á plani neðan við bifreiðaskoðun Frumherja. Leifur segir að í vetur hafi nokkrir bílar í eigu Auto staðið við Ráðhúsið á Akureyri en þeir hafi verið fjarlægðir nú.