
Batterísferð Rafhjólaklúbbsins í dag 14. júní
Rafhjólaklúbburinn er ört vaxandi félagsskapur fólks hér i bæ sem fer um víðan völl á raffjallahjólum sínum. Þau stefna á ferð í dag eins og fram kemur í tilkynningu frá félagsskapnum hér að neðan og í þeirri tilkynningu koma fram ráð frá þeim um það hvernig gott sé að spara hleðsluna á rafhlöðu hjólsins. Ekki þarf að efast um að þessi ráð koma sér vel því margir eru að stíga sín fyrstu ástig á rafhjólum þessa dýrðardagana og öll ráð því gulls í gildi.