Það er óhætt að fullyrða að það sé velboðið af eigendum Skógarbaðanna því eldri borgarar geta farið í böðin án endurgjalds frá og með deginum i dag og út fimmtudaginn eða eins og segir í ,,boðskorti" frá staðarhöldurum.
Nýrri aðkomuleið að bílastæði leikskóla hefur verið bætt við. Fyrir og um helgina hefur staðið yfir vinna við að bæta umferðaröryggi norðan við leik- og grunnskólann og íþróttamiðstöðina en afar erfitt ástand hefur verið þar undanfarnar vikur vegna mikillar umferðar og slæmrar birtu. Breytingarnar eru gerðar með öryggi barna og annarra gangandi vegfarenda að leiðarljósi.
Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákváðu á fundi sínum að veita hjónunum Aðalheiði Eiríksdóttir og Jónasi Magnúsi Ragnarssyni íbúum í Skógarhlíð 13 í Lónsbakkahverfi umhverfisverðlaun Hörgársveitar árið 2025 fyrir fallega og snyrtilega lóð.
„Umgengni um athafnasvæði Auto ehf. að Setbergi á Svalbarðsströnd er enn slæm,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Ítrekað hefur verið gerð krafa um úrbætur og lögð áhersla á að sá hluti svæðisins sem snýr að þjóðvegi verði hreinsaður og spilliefni fjarlægð af lóðinni.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á rannsakendum. Sigríður Sía Jónsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild, er vísindamanneskja desembermánaðar.
Eitt af mikilvægum verkefnum á árinu hjá nýjum safnstjóra Listasafnsins á Akureyri, Sigríði Örvarsdóttur, hefur verið að efla viðhald og forvörslu útilistaverka bæjarins. Í sumar var gerð heildstæð, fagleg úttekt á 43 verkum í bæjarlandiu, í samstarfi við franska listaverkaforvörðinn Camille Amoros, sem starfar við forvörslu útilistaverka við hina frægu kirkju Notre Dame í París, með aðstoð frá myndlistarforverðinum Kristínu Gísladóttur sem starfar hér á landi. Þetta var í fyrsta sinn sem heildstætt mat á ástandi útilistaverka bæjarins var framkvæmt, með skráningu og ljósmyndun, sem gerir Listasafninu kleift að forgangsraða í viðhaldi þeirra og vernd í framtíðinni.