Fréttir

Allt gult – en engin sól samt

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi þetta tilkynningu frá sér í dag  og þvi miður ekki að ástæðulausu því enn á ný hefur Veðursstofa Íslands sent  út gula viðvörun vegna komandi veðurs. 

,,Nú í aðdraganda Hvítasunnuhelgarinnar þá viljum við vekja sérstaka athygli á því að framan af laugardeginum hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir ýmis landsvæði, þ.a.m. Norðurland eystra. Varðar það bæði vind og mögulega snjókomu á fjallvegum með lélegu skyggni.

Hvetjum við ykkur öll sem hyggið á ferðalög að fylgjast vel með stöðunni hverju sinni, þá ekki síst þá sem eru með einhverskonar aftaní vagna, s.s. hjólhýsi."

Okkar huggun er fólgin í  þeirri staðreynd að enn hefur ekki komið svo skítt veður að það hafi ekki lagast  fyrir rest og samkvæmt spár mun einnig verða svo í þetta skiptið.

Heimasíða norsku veðurstofunnar www.yr.no er vinsæl, líka hér á landi og langtímaspá hennar boðar betri tíð og blóm í haga eins og sjá má hér að neðan.

 

Lesa meira

„Geta pabbar ekki grátið?”

Starfsfólk Heilsu og  Sálfræðiþjónustunar skrifa í Vikublaðið, það er Inga Eydal sem sem er höfundur  pistils þessarar viku.

Lesa meira

Hugmynd um uppsetningu sleðabrautar (Alpine Coaster) í Hlíðarfjalli

Á fundi bæjarráðs í gær fimmtudag var tekin fyrir  greinargerð sem samþykkt var á fundi umhverfis og mannvirkjaráðs þann 16 maí  varðandi niðurstöðu dómnefndar í útboði á nýrri afþreyingu í Hlíðarfjalli.

Lesa meira

Níu fjölbreyttir viðburðir fengu styrk frá VERÐANDI listsjóð

Það voru 16 umsóknir sem bárust sjóðnum og níu viðburðir sem fengu brautargengi. Viðburðirnir eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir

Lesa meira

Icelandair býður uppá flug frá Akureyri til Keflavikur í haust

Á tímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023, mun Icelandair bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt. Á tímabilinu verður flogið þrisvar sinnum í viku frá Akureyri til Keflavíkur, á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum klukkan 5:50 að morgni og þrisvar sinnum í viku frá Keflavík til Akureyrar á miðvikudögum klukkan 21:20 og föstudögum og sunnudögum klukkan 17:15. Með fluginu verður auðvelt  að tengja við fjölda áfangastaða Icelandair í Evrópu.

 Þar sem flugið er alþjóðatenging fer öryggisleit fram á Akureyrarflugvelli og einungis verður hægt að bóka það samhliða millilandaflugi með Icelandair. Vegna styttri afgreiðslutíma í öryggisleit og ferðatíma á flugvöll munu íbúar Akureyrar og nágrennis og ferðamenn þaðan geta lagt af stað á flugvöllinn á svipuðum tíma og íbúar höfuðborgarsvæðisins.

 

Lesa meira

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 opinn

„Það er draumur hvers manns að skapa og miðla með öðrum. Með það í huga hef ég á síðustu árum skapað hin ýmsu verk sem ég staðset svo í garðinum við heimili mitt,“ segir Hreinn Halldórsson alþýðulistamaður, Oddeyrargötu 17 á Akureyri en þar hefur hann komið upp sannkölluðum Ævintýragarði.

Lesa meira

Vikublað dagsins er komið út.

Blað dagsins hefur litið dagsins ljós og það er eins  og vera ber eitt  og annað þar að finna.

Krossgata og spurningar. Geta pabbar ekki grátið spyr Inga Dagný Eydal, Vaglaskógur verður opnaður um helgina, eldri borgurum gefst á ný kostur á að kaupa heitar máltíðir á viðráðanlegu verði.

Ólöf Björk Sigurðardóttir(Ollý)  fékk á dögunum gullmerki fyrir sjálfboðaliðastörf innan íþróttahreyfingarinnar, en hún hefur staðið í stafni íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar í nær tvo áratugi.

Á Húsavík ,,reis» BarnaBær í krakkaveldi

Hjálmar Bogi fer yfir fyrsta árið við stjórn á Norðurþingi, Steini Pé og Fúsi Helga skrifa afmælisgrein um Hún og Eiríkur Jóhannsson  formaður KA er i viðtali  

 Áskriftarsíminn er 860 6751!

Lesa meira

EasyJet hefur áætlunarflug til Akureyrar

Eitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, mun fljúga beint frá Gatwick í London til Akureyrar næsta vetur í áætlunarflugi. Flugfélagið hefur nú þegar opnað fyrir bókanir, en fyrsta flugferðin verður 31. október. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024.

Lesa meira

Lestrarátak í Glerárskóla

Nemendur á yngsta- og miðstigi Glerárskóla hafa varla litið upp úr bókunum síðustu daga. Efnt var til sérstaks lestrarátaks meðal krakkanna sem sannarlega sló í gegn. Átakið varði í 13 kennsludaga og heimalestur var talinn með. Alls lásu nemendurnir í samtals 1.506 klukkustundir og meðallestur nemanda var 6,73 klukkustundir.

Lesa meira

AC/DC gerð góð skil á Græna hattinum

Á rokkmessunni fá aðdáendur sveitarinnar að heyra lög eins og Back in black, Thunderstruck, You shook me all night long, Highway to hell og fleira

Lesa meira

Hótel Akureyri: Glæsileg hús með einstaka sögu

„Stækkun hótelsins hefur verið á teikniborðinu í nokkur ár,“ segir Daníel Smárason eigandi Hótels Akureyrar þar sem stórhuga framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstu misserum.

Hótelið er nú í húsi við Hafnarstræti 67 – 69, Skjaldborg eins og það heitir. Því húsi standa líka yfir framkvæmdir, þar verður ný móttaka, kaffibar og 52 herbergi og segir hann að ætlunin sé að starfsemi verði hafin þar fyrir jól.

 

Lesa meira

Fleiri gestir og meiri tekjur á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli

Unnið er að undirbúningi sumaropnunar fyrir útivistarfólk í Hlíðarfjalli þessa dagana. Stefnt er að því að opna hjólagarð þegar aðeins er liðið á júlímánuð og verður hann opin fram í september. Farið verður í umfangsmikla og kostnaðarsama viðhaldsvinnu í sumar, meðal annars við Fjarkann og Fjallkonuna. Einnig verður nýr vír settur í Stromplyftuna, gírabúnaður endurnýjaður í Hjallabraut og svo mætti áfram telja. Þar fyrir utan er tímabært að ráðast í ýmsar framkvæmdir og endurnýjun á húsakosti svæðisins.Viðamesta framkvæmd sumarsins á skíðasvæðinu er bygging nýrrar vélageymslu, reisulegs stálgrindarhúss, og eru áætluð verklok 2024

Lesa meira

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna sína Vegamót í Hofi

Á vegamótum er horft um farinn veg og einstaka viðkomustaði tímans með allt það hafurtask sem fylgt hefur hverjum og einum í gegnum lífið. Fundnir hlutir, eins og mannfólkið, koma víða að og varpa ljósi á ólíka menningarheima en eru um leið vitnisburður um sömu gildi og sömu þrár hvert sem litið er. 

Lesa meira

Ég er enginn royalisti

Egill P. Egilsson skrifar um óminni æsku sinnar

Lesa meira

Stærstur hluti starfsemi HSN flytur í Sunnuhlíð um næstu áramót

Stærstur hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands flytur í Sunnuhlíð um næstu áramót, heimahjúkrun verður áfram í núverandi húsnæði við Skarðshlíð og sálfélagsleg þjónusta og geðheilsuteymi flytja í Hvannavelli 14.  Unnið er að því að finna húsnæði fyrir þann hluta yfirstjórnar sem er á Akureyri.

Lesa meira

Skrifað undir viðbótarsamning um uppbyggingu á KA-svæðinu

Í hádeginu í dag var skrifað undir viðbótarsamning milli Akureyrarbæjar  og KA  vegna uppbyggingar á KA svæðinu.  

Haustið 2019 kom út skýrsla vinnuhóps á vegum bæjarstjórnar Akureyrar um forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja. Í skýrslunni kemur fram að brýnast þyki að reisa hús á félagssvæði Nökkva. Það hefur nú verið tekið í notkun. Frágangur á félagsaðstöðu í Skautahöll Akureyrar var næst í forgangsröðinni en þær framkvæmdir eru vel á veg komnar.  

Uppbygging á nýjum gervigrasvelli og stúku á KA svæðinu var númer þrjú á listanum en samningur um þá uppbyggingu var undirritaður í desember 2021 eins og komið hefur fram. Með undirritun samningsins í dag var tekinn til viðbótar sú framkvæmd sem raðaðist í fjórða sæti í forgangs-skýrslunni frá 2019, það er félagsaðstaða, búningsklefar og æfingaaðstaða á KA-svæðinu.

Lesa meira

FVSA endurgreiðir inneignarbréf í Niceair

Hægt verður að sækja um endurgreiðslu á inneignarbréfum til og með 31. ágúst 2023.

Lesa meira

Halda golfmót í Cuxhaven - Island Tropy

Hjónin Anna Guðrún Garðarsdóttir og Helgi Helgason Húsvíkingar  fram i fingurgóma nú búsett í Cuxhaven í Þýskalandi eru töluvert i golfi i frítíma þeirra .  Þau hafa tvö sl ár staðið fyrir heilmiklu golfmóti,  eiginlega  landsmóti milli Íslands  og Þýskalands.

Lesa meira

Brúin yfir Skjálfandafljót einungis opin fólksbílum-

Brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn verður frá og með 1. júní 2023 einungis opin fólksbílum. Vöru- og fólksflutningabifreiðum verður óheimilt að aka yfir brúna.

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu.  Starfsmenn Heilu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu,  kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast  heilbrigði.   

Lesa meira

Góð staða á byggingamarkaði

„Staðan er góð, allar vinnandi hendur sem vilja og geta unnið hafa nóg að gera,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar um stöðu mála í byggingariðnaði á Akureyri. Verktakar hafi næg verkefni, en vildu þó gjarnan sjá lengra fram í tímann en raunin er. Heimir gagnrýnir útboðsleið Akureyrarbæjar þegar kemur að lóðaúthlutun og segir þá aðferð ekki gera annað en hækka íbúðaverð.

Lesa meira

Opnun ársins í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri

Dagskrá opnunarinnar hefst klukkan 13 með ávarpi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns

Lesa meira

Ófremdarástand á leigumarkaði á Akureyri

Algert ófremdarástand ríkir á leigumarkaði á Akureyri um þessar. Mikil eftirspurn er eftir íbúðum en framboðið lítið sem leiðir til þess að verð hefur hækkað umtalsvert að undanförnu. Fasteignasalar fá fjölda fyrirspurna frá fólki og einnig opinberum aðilum, ríki og bæ sem leita eftir íbúðum m.a. fyrir flóttafólk.

Lesa meira

Ár frá sveitarstjórnarkosningum

Hjálmar Bogi Hafliðason forseti sveitarstjórnar Norðurþings skrifar

Lesa meira

Akureyri - 500. rampurinn vígður

500. rampurinn í átakinu ,,Römpum upp Ísland“ var vígður í dag á Akureyri.  Það hefur væntanlega ekki farið framhjá bæjarbúum að sl. viku eða svo hafa staðið yfir framkvæmdir út um allan bæ við að gera rampa og nú var komið að því að víga þann númer 500. 

Lesa meira

Kröfuganga við Borgarhólsskóla á Húsavík

Í þessari viku heimsótti listasmiðjan Barnabærinn 4.bekk í Borgarhólsskóla og unnu í samstarfi við þau hugmyndir krakkanna um hvernig Húsavík yrði ef krakkarnir réðu þar öllu!

Lesa meira

Úti er ævintýri Þorvaldur Lúðvik Sigurjónsson skrifar

Þorvaldur Lúðvik Sigurjónsson birtir eftirfarandi pistil á Facebókarvegg sínum nú í kvöld.  Vefurinn fékk góðfúslegt leyfi hjá höfundi fyrir birtingu þessara skrifa.

Lesa meira