Bókin Oddeyri, saga hús og fólk.
Kristín Aðalsteinsdóttir og Arnór Bliki Hallmundsson sendu frá sér bókina Oddeyri, Saga, hús og fólk á liðnu sumri. Fjölmenni mætti í útgáfuhóf sem efnt var til í Oddeyrarskóla og segja þau mætingu hafa farið fram úr björtustu vonum. Viðtökur hafi verið góðar, mikil og góð sala, einkum fyrstu vikur eftir útkomu. „Við stefnum á að taka fullan þátt í „jólabókaflóðinu,“ segja þau og eru glöð með hvað fólk er almennt ánægt með bókina og framtakið.
