
Fellum ekki illa laufguð tré í fljótfærni
Athygli hefur vakið að nokkuð er um að aspir laufgist ekki og hefur áhugafólk velt fyrir sér hverju veldur. Pétur Halldórsson skrifar á vef Skógræktarinnar um málið.
Athygli hefur vakið að nokkuð er um að aspir laufgist ekki og hefur áhugafólk velt fyrir sér hverju veldur. Pétur Halldórsson skrifar á vef Skógræktarinnar um málið.
Góðan dag kæru lesendur.
Við viljum vekja athygli vegfarenda á breyttum hámarkshraða í Merkigili og á Krossanesbraut.
Silja Jóhannesar Ástudóttir hefur verið ráðin í starf samskiptastjóra Háskólans á Akureyri. Hún tekur við starfinu af Katrínu Árnadóttur, sem undanfarin sjö ár hefur verið forstöðumaður Markaðs- og kynningarmála, og er hér því um nýtt starfsheiti að ræða með örlítið breyttum áherslum.
Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Miðflokksins skaut föstum skotum á ríkisstjórnina í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann sagði ríkisfjármálin vera algerlega stjórnlaus undir „forystuleysi óstöðugleikaríkiststjórnarinnar“ og sagði að í málefnum hælisleitenda ríkti „hið fullkomna stjórnleysi.“
Virðulegi forseti, kæra þjóð
Ég vil nýta tækifærið hér á eldhúsdegi til að ræða viðkvæmt og eldfimt málefni, málefni sem nauðsynlegt er að við horfumst í augu við.
Salernisaðstaðan í Höfða var formlega opnuð í vikunni að viðstöddum sveitarstjóra, oddvita, starfsmönnum áhaldahúss, starfsmönnum sveitarfélagsins í Höfða og fulltrúa Umhverfisstofnunar.
Fimmtánda Ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið var haldin við Háskólann á Akureyri 2. og 3. júní. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var „Skautun í íslensku samfélagi.“ Ráðstefnan var sú stærsta hingað til með 75 erindum
Um hádegið í dag kom ferjan Sæfari til Grímseyjar fullhlaðin varningi og með um 50 farþega. Skipið hefur verið í viðhaldi á Akureyri síðan um miðjan mars og stóð til að það yrði í um 6 til 8 vikur í slipp. Þær áætlanir stóðust ekki og er ferjan nú búin að vera úr áætlun í samtals um 12 vikur.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk á dögunum ansi skemmtilegan styrk, en nemendur við Hlíðarskóla á Akureyri ákváðu að styrkja félagið í árlegu áheitahlaupi sem er partur af þemadögum skólans.
Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum.
Laugardagskvöldið 10 .maí 2023 verður Stabat mater eftir Pergolesi og Gloria eftir Vivaldi flutt á tónleikum í Glerárkirkju.
Flytjendur eru Kvennakórinn Embla, Barrokksveit Akureyrar og einsöngvarar eru Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Erla Dóra Vogler og Sigrún Hermannsdóttir.
Stjórnandi er Roar Kvam.
Miðasala verður við innganginn.
Miðaverð er kr 5000 og er posi á staðnum. Einnig verður geisladiskur Kvennakórsins, Íslenskar söngperlur, til sölu við innganginn og kostar kr 3500. Diskurinn kom út í lok árs 2022 og er ófáanlegur í verslunum.
Pergolesi samdi Stabat mater við latneskt miðaldarljóð og fjallar verkið um sorg Maríu meyjar við krossfestingu sonar síns. Verkið var síðasta tónverk hans og er af mörgum talið hans besta verk. Gloria eftir Vivaldi er eitt vinsælasta kórverk allra tíma og var upprunalega samið fyrir blandaðan kór en verður hér flutt í útsetningu fyrir kvennakór og strengjasveit og orgel. Verkið er byggt á bæninni Gloria in excelsis Deo frá fjórðu öld.
Segir i tilkynningu frá kórnum
Mætt voru, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar á Akureyri póstar þessu á Facebook rétt í þessu
Bæjarstjórn samþykkti rétt í þessu að göngatan verði göngugata næsta sumar!!!
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti samhljóða breytingar á verklagsreglum fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja verði breytt þannig að í 2.gr., verði bætt við lokun á sunnudögum í júní og ágúst frá 11 – 19 sumarið 2023. Jafnframt er lagt til að sá hluti Hafnarstrætis sem í daglegu tali er kölluð göngugatan, verði lokað alla daga, allan sólahringinn í júní, júlí og ágúst árið 2024. Aðgengi skal tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila líkt og áður
Sláttur er hafinn í Eyjafirði en í dag hóf Baldur Benjamínsson bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit, skammt sunnan Akureyrar að slá.
Í nýjasta þætti heilsaogsal.is - hlaðvarp fara verkefnastýrur Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar, Hildur og Katrín, um víðan völl.
Þessi gaur Ólafur B. Thoroddsen starfaði í Stjórn Skógræktarfélagsins um árabil og gegndi þar ma hlutverki formanns og gjaldkera ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Nú hefur hann lokið stjórnarsetu en mætir til okkar í Kjarna hvern dag til hádegis og sinnir tilfallandi störfum í sjálfboðavinnu fyrir sitt gamla félag.
Gönguklúbburinn 24x24 er hópur fólks sem hefur það sameiginlegt að hafa ástríðu á fjallamennsku og útivist. Aðra hverja helgi ganga þau í 24x24 ert á eitthvert fjallið, en aðalgönguferð félagsins er Glerárdalshringur sem er gengin aðra helgi í júlí ár hvert.
Verkfall félagsfólks í BSRB hefur nokkur á þjónustu á vegum Akureyrarbæjar sem í sumum tilfellum skerðist eða í versta falli leggst niður á meðan verkfalli stendur. Af því helsta má nefna:
Hér er spurt um fleyg orð og ýmslegt fleira
„Algengi svefnvandamála barna.“ er viðamikil rannsókn sem Sjúkrahúsið á Akureyri leiðir. Nú er vika þar til gagnasöfnun lýkur en í dag eru 363 börn skráð í rannsóknina. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að kæfisvefn meðal barna sé algengara vandamál en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna en alls hafa 75þátttakendur með meðal- eða alvarlegan kæfisvefn mætt í skoðun og eftirfylgni hjá háls-, nef- og eyrnalækni, barnalækni og tannréttingasérfræðingi á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk).
Framsýn hefur í gegnum tíðina stutt við íþrótta- og menningarstarf á félagssvæðinu með því að leggja fjármagn í ýmis áhugaverð verkefni sem koma samfélaginu til góða á einn eða annan hátt. Eitt þeirra verkefna er í gangi þessa dagana og tengist Mývatnssveitinni fögru segir á vef Framsýnar.
Félag eldri Mývetninga hefur undanfarið unnið að því að koma upp bekkjum við hjólreiða- og göngustíg sem verið er að leggja umhverfis Mývatn. Verkefnið er unnið í samvinnu við Þingeyjarsveit og Vegagerðina. Eru bekkirnir frá Steinsmiðju Akureyrar, þeir eru algjörlega viðhaldsfríir, úr granít og í náttúrulitum sem falla vel að umhverfinu. Kveikjan að hugmyndinni er sú að gestir og gangandi sem leið eiga um stíginn hafi möguleika á að tylla sér niður og hvíla lúin bein og njóta þeirrar einstöku náttúruperlu sem Mývatnssveitin sannarlega er. Félagið hefur þegar keypt tvo bekki og hefur óskað eftir stuðningi við verkefnið og höfðar þar sérstaklega til fyrirtækja með starfsemi í Mývatnssveit; en einnig félagasamtaka og einstaklinga.
Á aðalfundi Framsýnar var samþykkt samhljóða að leggja þessu verðuga verkefni lið með því að fjárfesta í einum bekk.
Barátta íslensku þjóðarinnar fyrir réttlæti og sjálfstæði fólst lengst af í því að berjast gegn áhrifum Dana og annarra útlendinga sem gerðu sig oft á árum áður seka um kúgun og yfirgang af ýmsu tagi. Réttlætisbaráttan fór víða fram og lögðu stjórnmálamenn, listamenn og almenningur sitt fram til að ná því markmiði að allir landsmenn byggju við frelsi og jafnrétti.
Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður og flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli til rúmlega 30 ára og mikill baráttumaður fyrir uppbyggingu flugvallarins segir spennandi tíma fram undan í flugi til og frá Akureyrarflugvelli.
Kristján Páll Hannesson stýrimaður er fastráðinn annar stýrimaður á Björgvin EA 311 en gegnir að auki margvíslegum öðrum stöðum á skipum Samherja. „Skip Samherja stunda margvíslegar veiðar, eru öll afar vel búin enda hef ég verið hjá Samherja eða tengdum félögum alla mína sjómennsku“. Kristján Páll segist þakklátur fyrir öll þau fjölbreyttu verkefni sem honum hefur verið trúað fyrir.
Það er kvikmyndaþema í spurningaþraut Vikublaðisins #10
„Ég er hræð yfir þessum góðu viðtökum,“ segir Svanhildur Daníelsdóttir sem í vetur stofnaði Teppahóp Svönu á facebook í því skyni að fá fleiri til liðs við sig við að hekla eða prjóna ungbarnateppi fyrir sængurkonur í neyð.