Mikil umferð um Akureyrarflugvöll

Þrjár flugvélar frá Icelandair lentu á Akureyrarflugvelli í kvöld. Nýtt flughlað kom að góðum notun.…
Þrjár flugvélar frá Icelandair lentu á Akureyrarflugvelli í kvöld. Nýtt flughlað kom að góðum notun. Mynd á facebooksíðu Akureyrarflugvallar

Mikil umferð var um Akureyrarflugvöll í kvöld þegar Icelandair var með þrjár flugvélar á sama tíma. Óveður hefur sett strik í reikninginn og miklar tafir orðið vegna vonskuveðurs á sunnan og vestanverðu landinu.

Nýja flughlaðið kom því að góðum notum segir í færslu á facebooksíðu Isavia á Akureyrarflugvelli. Framkvæmdir við nýja flughlaðið hófust haustið 2016 og er það nú tilbúið. Það gjörbreytir allri aðstöðu á Akureyrarflugvelli þar sem aukið millilandaflug og stærri þotur þurfa meira rými. Flughlaðið er um 32 þúsund fermetrar að stærð.


Athugasemdir

Nýjast