Fastir ánægjulegir liðir eins og venjulega - Kvenna og karlalið Skautafélags Akureyrar deildarmeistarar

Deildarmeistarar SA í kvennaflokki 2023-24  Myndir: Þórir Tryggvason
Deildarmeistarar SA í kvennaflokki 2023-24 Myndir: Þórir Tryggvason

Það er margt sem við tökum eftir á þessum árstíma, skref fyrir skref lengir daginn, það kallar á leit að sólgleraugum, lestur á Passíusálmunum hefst í útvarpinu og það sem alls ekki klikkar, lið Skautafélags Akureyrar vinnur deildarmeistaratitila kvenna og karla.

Það var einmitt það sem gerðist í kvöld þegar þessir góðu titlar skiluðu sér heim. 

Innilega til hamingju skautafólk!

Þórir Tryggvason lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og hann tók meðfylgjandi myndir.

Deildarmeistarar SA í karlaflokki 2023-24 


Athugasemdir

Nýjast