
Golfklúbbur Akureyrar tekur við rekstri golfvallarins á Siglufirði
Á dögunum var undirritaður samningur milli Golfklúbbs Akureyrar og Siglo Golf um rekstur golfvallarins á Siglufirði. Golfklúbbur Akureyrar mun reka golfvöllinn eins og hér segir og mun hann vera einn af völlum félagsins. Samið hefur verið við Barðsmenn ehf um daglega umhirðu vallarins svo sem slátt og þess háttar. Barðsmenn munu einnig sjá um rekstur golfskálans og taka þar vel á móti gestum vallarins.