
„Myndlistin hefur alltaf blundað svolítið í mér“
Frímann Sveinsson opnar málverkasýninu í Safnahúsinu á Húsavík
Frímann Sveinsson opnar málverkasýninu í Safnahúsinu á Húsavík
Rétt upp úr klukkan 14 í dag voru björgunarsveitir í Eyjafirði boðaðar út á hæsta forgangi
„Við höfum ekki tekið af skarið um framtíð ráðhússins, það kemur enn til greina að gera umfangsmiklar endurbætur á húsinu svo sem þaki, gluggum, loftræsingu og byggja jafnframt við húsið til að rýma þá starfsemi Akureyrarbæjar sem nú er í Glerárgötu. Hinn möguleikinn er að byggja nýtt ráðhús frá grunni og selja núverandi ráðhús. Í millitíðinni þurfum við að bregðast við brýnustu viðhaldsþörf,“ segir Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar.
Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Í kjölfarið sjáum við stóraukningu veitingastaða, gistirýma, afþreyingar og verslana á svæðinu. Með auknu flugi og aukinni verslun og þjónustu getum við aukið velmegun svæðisins til muna. Við þessa þróun myndast ný tækifæri á Norðausturlandi.
Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp, alls 16 manns
Félagskonur í kvenfélaginu Iðunni í Eyjafjarðarsveit
Þær eru í seinna fallinu fréttir frá Hrísey þessa vikuna, en það skrifast á vefara Vikublaðsins.
Hljómsveitin Tonnatak gefur út nýtt lag
Það verður mikið skellt, slegið, og laumað á Akureyri og Húsavík þessa helgi þvi Öldungamót Blaksambandsins er haldið af blakdeildum KÁ og Völsungs. Vefurinn heyrði I Arnari Má Sigurðssyni formanni blakdeildar KA en hann er einn af ,,öldungum" mótsins.
Á aðalfundi Íþróttafélagsins Þórs i gærkvöldi tók Nói Björnsson við embætti formanns aðalstjórnar en fráfarandi formaður er Þóra Pétursdóttir. Á heimasíðu félagsins segir þetta af fundinum:.
,,Þóra Pétursdóttir, fráfarandi formaður, fór yfir starfsárið fyrir hönd aðalstjórnar Þórs, stiklaði á stóru varðandi ýmis mál og kom meðal annars inn á það að í næstu viku muni starfshópur á vegum félagsins eiga fyrsta formlega fundinn með fulltrúum Akureyrarbæjar vegna uppbyggingar á íþróttasvæði félagsins og er þá helst vísað til lagningar gervigrass og byggingar íþróttamiðstöðvar þar sem áhersla félagsins verður á að fá allar deildirnar og aðstöðu þeirra heim á félagssvæðið við Hamar.
Unnsteinn Jónsson gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og afkomu einstakra deilda. Rekstur og afkoma er mjög mismunandi á milli deilda og til dæmis standa tvær af yngstu deildum félagsins, píludeild og rafíþróttadeild, mjög vel og rekstrarniðurstaða jákvæð. Fjölmennari deildirnar, handknattleiksdeild, körfuknattleiksdeild og knattspyrnudeild, eiga allar á brattan að sækja og afkoma þeirra misjafnlega slæm."
Mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Hópnum var falið að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna.
Sem kunnugt er mun knattspyrnulið KA í meistaraflokki karla taka þátt í forkeppni Sambandsdeildar UEFA í sumar. Er þetta í fyrsta skipti í 20 ár sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni en tvívegis áður hefur KA tekið þátt, árin 1990 og 2003. Í bæði skiptin spilaði KA heimaleiki sína á heimavelli sínum, Akureyrarvelli.
Auður Ýr Sigurðardóttir skrifar
Það eru eflaust einhverjir sem þekkja það að hafa drukkið of mikið kaffi, fundið fyrir hröðum hjartslætti og eirðarleysi í kjölfarið og hugsað “ég hlýt að vera kvíðið/n/nn”.
„Það er líflegt hjá okkur í Grímsey og fuglalífið orðið býsna fjölbreytt,“ segir Anna María Sigvaldadóttir íbúi þar. Lundi sá fyrst í Grímsey 9. apríl síðastliðinn, sem einmitt er samkvæmt venju, þeir fyrstu koma á bilinu 9. til 11. apríl. „En svo fór hann bara aftur, en nú eru þeir komnir og setja mikinn svip á fuglabjörgin ásamt fleiri fuglum, það er til að mynda krökkt af svartfugli. Þetta er alveg yndislegt,“ segir hún. Krían lætur sjá sig í Grímsey um miðjan maí og þá segir Anna María að gargið í henni yfirgnæfi oft söng annarra fugla, „en hún er samt dásamleg líka.
Þetta og svo margt annað er meðal efnis í Vikublaði dagsins. Minnum á áskriftarsíma blaðsins 860 6751.
Ársfundur Símey fór fram i gær miðvikudag, hér að neðan má lesa samantekt frá fundinum en hana má finna á heimasíðu miðstövarinnar.
Framhaldsfræðslan í landinu fór ekki varhluta af kóvidfaraldrinum síðustu þrjú árin. Samkomutakmarkanir vegna faraldursins á fyrri hluta ársins 2022 voru einn af þeim þáttum sem gerðu það að verkum að samdráttur varð í starfsemi SÍMEY – m.a. fjölda námskeiða – á árinu. Engu að síður tókst að halda rekstri SÍMEY í jafnvægi á árinu. Þetta kom m.a. fram í máli Valgeirs Magnússonar framkvæmdastjóra SÍMEY á ársfundi miðstöðvarinnar í dag.
Foreldrarnir eru Þórey Erla Erlingsdóttir og Alexander Ottó Þrastarson.
Myndaveisla frá úrslitum Fiðrings í Hofi í gærkvöld
„Það er álit stjórnenda Norðurorku að það geti hins vegar ekki verið framtíðarlausn að Norðurorka standi í því að flytja eldsneyti á milli landshluta. Það er langt út fyrir það hlutverk sem fyrirtækið tók að sér, þ.e. að fanga metan úr haug á Glerárdal,“ segir í bókun stjórnar Norðurorku.
Margir eru á því að fátt sé meira afslappandi og því heilsubætandi en að yrkja garðinn sinn i notalegu umhverfi. Sumir gera að sögn hlé á garðyrkjustörfum finna sér gott tré og faðma það, uppskeran um haustið er svo aukavinningurinn.
Skipulagsráð tók fyrir á fundi í gær erindi frá Baldri ‚Olafi Svavarssyni fyrir hönd Norðurtorgs ehf um breytingu á deiliskipulagi lóð þeirra við Austursíðu.
Hver má hreyfa sig, hvernig, hvar og hvenær?
Ólöf Inga Andrésdóttir, skólastjóri, flutti ávarp og nemendur í umhverfisnefnd kynntu Samgöngusáttmála Síðuskóla sem gerður var í vetur.
Stóri plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 30. apríl um land allt og því sniðugt að kynna sér helstu upplýsingar og jafnvel hita upp
Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn fyrr í dag, 25. apríl 2023. Eigendur félagsins eru sex sveitarfélög, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Þingeyjarsveit.
Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni opnaði í morgun og er Samherji þar með stóran og glæsilegan bás. Steinn Símonarson aðstoðarframkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, sem sér um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja, segir sýninguna mikilvæga í markaðs- og sölumálum.
Fyrsta verk nýkjörins formanns félagsins, Önnu Júlíusdóttur, var að sæma Björn Snæbjörnsson gullmerki Einingar-Iðju á aðalfundi sem fram fór fyrr í kvöld. Að því loknu tilkynnti Anna jafnframt að stjórn félagsins hefði ákveðið að gera Björn að heiðursfélaga Einingar-Iðju. Fundargestir risu úr sætum og hylltu Björn vel og lengi.