Mikil uppbygging í Þingeyjarsveit

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri,  Brynleifur Siglaugsson hjá BH bygg og Gerður Sigtrygg…
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri, Brynleifur Siglaugsson hjá BH bygg og Gerður Sigtryggsdóttir oddviti að taka við lyklunum að Klappahrauni.

„Það er mikil uppbygging í sveitarfélaginu um þessar mundir,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri í Þingeyjarsveit. „Mikil fjölgun hefur verið í sveitarfélaginu síðastliðið ár og allt sem bendir til að svo verði áfram, og kemur sér því  vel á fá fleiri íbúðir inn á húsnæðismarkaðinn.“ Nýverið fengu Þingeyjarsveit og Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar afhentar fjórar nýjar íbúðir, tvær í Reykjahlíð og tvær á Laugum

 Í Reykjahlíð fékk sveitarfélagið afhentar tvær fjögurra herbergja raðhúsaíbúðir í Klapparhrauni, 116,9 m2 að flatarmáli hvor, byggðar af BH bygg ehf. Íbúðirnar við Lautarveg á Laugum eru í eigu Leiguíbúða Þingeyjarsveitar og eru þær tveggja herbergja 66,7m2 byggðar af J. Jónssyni ehf. Íbúðirnar í Klappahrauni og Lautavegi verða auglýstar til leigu á næstu dögum.  

Fleiri íbúðir í farvatni

Ragnheiður Jóna segir að til að koma á móts við þá fjölgun sem er í sveitarfélaginu þurfi að halda áfram uppbyggingu íbúða og ætli sveitarstjórn að skoða fýsileika þess að fara í  samstarf við Leigufélagið Bríet um áframahaldandi uppbyggingu og rekstur íbúða í sveitarfélaginu. Strax á næsta ári munu tvær íbúðir í eigu Bríetar við Lautarveg á Laugum fara í útleigu. 

Einnig hyggst sveitarstjórn í samstarfi við stjórn Leiguíbúða Þingeyjarsveitar skoða fýsileika þess að sameina Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. við húsnæðissamvinnufélagið Brák hses. og halda áfram uppbyggingu íbúða í almenna leigukerfinu.

Þá nefnir sveitarstjóri að Jarðböðin seú með í byggingu 5 íbúðir sem verða tilbúnar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.Þá er áformað að byggja 3 íbúðir til viðbótar sem yrðu tilbúnar á árinu 2025, annig að alls eru Jarðböðin að bæta við hjá sér 8 íbúðum. Einkaaðilar eru einnig að byggja íbúðir í sveitarfélaginu.

Húsið við Klapparhraun 9 í Reykjahlíð.

 

Á myndinni hér fyrir neðan er Ragnheiður Jóna sveitarstjóri með Jóni Illugasyn hjá J. Jónsson ehf sem byggði íbúðirnar á Laugum.

 

 

 


Athugasemdir

Nýjast