Fréttir

Minjasafnið sér um rekstur Smámunasafnsins út þetta ár

Eyjafjarðarsveit og Minjasafnið á Akureyri hafa gert með sér samning um rekstur Smámunasafnsins út árið. Safnið verður opnað á fimmtudag, 22. júní og verður opið til 20. ágúst frá miðvikudegi til sunnudags frá kl. 13 til 17.

 

Lesa meira

Hópastarf og einstaklingsþjónustu fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur

Í síðasta þætti í 1. seríu heilaogsal.is - hlaðvarp, fræða Eva Björg og Marta Kristín hlustendur um Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.

Lesa meira

Símenntun HA tekur við námi í áfengis- og vímuefnaráðgjöf

Símenntun HA tekur við námi í áfengis- og vímuefnaráðgjöf frá og með næsta hausti. Skrifað var undir samstarfssamning þar um á dögunum.

 

Lesa meira

Tíminn líður hratt - Spurningaþraut #13

Spurningaþraut Vikublaðsins #13

Lesa meira

Komu hnúfubaki til aðstoðar á Skjálfanda

Í gær, laugardag, barst björgunarsveitinni Garðar á Húsavík tilkynning um hval á Skjálfandaflóa, sem væri flæktur í veiðarfærum

Lesa meira

Vísindagleraugun verða sett upp í sumar

Sumarnámskeið fyrir náttúruvísindafólk framtíðarinnar

Lesa meira

Nauðsynlegt að fá nýja ferju í Grímseyjarsiglingar

„Við höfum, Grímseyingar óskað eftir því um nokkurt skeið að fá nýja ferju, það er eina vitið og ég trúi ekki öðru en að einhvers staðar í heiminum finnist skip sem getur hentað til ferjusiglinga milli lands og Grímseyjar,“ segir Halla Ingólfsdóttir sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Artict Trip í Grímsey.  Ferjan Sæfari hóf siglingar í liðinni viku við mikinn fögnuð en á mánudag kom upp bilun í stýrisbúnaði. Viðgerð tókst og ferjan hóf siglingar á ný.

Lesa meira

Um bleikjuveiði í Eyjafirði

Ég ákvað að setja nokkur orð um stöðu bleikjunnar við Eyjafjörð. Í fjörðinn falla fimm öflug veiðivötn með mikla bleikjuveiði, árnar sem eru nánast bara með bleikjuveiði eru fjórar, Eyjafjarðará, Hörgá, Svarfaðardalsá og Ólafsfjarðará. auk þessa fjögurra áa er Fnjóská með all nokkra laxveiði auk nokkuð mikla bleikjuveiði.

Lesa meira

MA slitið í 143. sinn. María Björk dúx skólans og Helga Viðarsdóttir semidúx

Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 143. sinn í dag 17. júní við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni. Veðrið lék svo sannarlega við nýstúdentana og fjölskyldur þeirra.

Karl Frímannsson brautskráði sína fyrstu stúdenta og tímamótin voru fleiri því þetta er fyrsta skiptið sem eru brautskráðir stúdentar af sviðslistabraut.

Alls voru 156 stúdentar brautskráðir.

Dúx skólans er María Björk Friðriksdóttir 9,56 og Helga Viðarsdóttir semidúx með 9,54, báðar voru á heilbrigðisbraut.

Lesa meira

Gleðilega þjóðhátíð

17. JÚNÍ

Blóminn springa út og þau svelgja í sig sól,
sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag,
því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Jóni heitnum Sigurðsyni færir forsetinn,
firnamikinn árvissan og stóran blómsveiginn.
Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall,
með prjáli les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall.
(pent hún les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall. )

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Skrúðgöngurnar þramma undir lúðrasveitarleik,
lítil börn með blöðrur, hin eldri snafs og reyk.
Síðan líður dagurinn við hátíðannahöld,
heitar étnar pylsurnar við fjölmörg sölutjöld.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Um kvöldið eru allsstaðar útidansleikir,
að sunnan koma rándýrir skemmtikraftarnir.
En rigningin bindur enda á þetta gleðigeim,
því gáttir opnast himins og allir fara heim.

:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:

Höfundur texta: Bjartmar Hannesson
Höfundur lags: Haukur Ingibergsson

Lesa meira

Beðið eftir samþykki samræmingarnefndar

Hjúkrunarheimili á Húsavík mun rísa eins og upphafleg hönnun gerði ráð fyrir

Lesa meira

Göngu- og hjólastígur í Vaðlareit verður malbikaður

Göngu- og hjólastígurinn í Vaðlareit kom vel undan vetri, á næstu vikum verður hafist handa við að koma rafmagni á stígleiðina og lagningu malbiks.  Í haust er áætlað að hefja vinnu við gerð áningarstaða og koma upp lágstemmdri lýsingu á stígleiðinni.

Það er afar ánægjulegt að sjá hversu margir nýta stíginn til útivistar.

Lesa meira

Frá Veiðifélagi Eyjafjarðarár

Vegna umræðu um bann við bleikjuveiðum af smábátum á Pollinum (ósar Eyjafjarðarár) vill Stjórn Veiðifélagsins koma eftirfarandi á framfæri:
 
Veiðifélagið hefur í umræðuþráðum legið undir ámæli um að vinna gegn hagsmunum yngri veiðimanna með umræddu banni en ef nánar er skoðað sést að það eru ósannindi.
Lesa meira

Hvalaskoðun í 30 ár

Hvalaskoðunin á Hauganesi fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli og í tilefni þess verður blásið (mjög viðeigandi orð í þessu samhengi) til veislu n.k sunnudag milli kl: 14-17 að Hafnargötu 2 á Hauganesi.

Lesa meira

Styrkja uppbyggingu á færni- og hermikennslu við HA

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, undirrituðu í dag samning um styrk til uppbyggingar færni- og hermikennslu í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík í samstarfi við Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri.

Lesa meira

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Sumarblíða hefur verið í Hrísey alla vikuna og eyjaskeggjar flestir búnir að skipta um lit.

Þau gleði tíðindi bárust á laugardagsmorgni að verkfalli væri lokið og því hefur sundlaugin verið opin þessa blíðviðrisdaga. Fjölmenni var gestkomandi í Hrísey um síðustu helgi og talað var um að bæði fjöldinn og gleðin væri góð upphitun fyrir sumarhátíðirnar sem hér verða í sumar. Eyjan sýndi sínar bestu hliðar og heimamenn gerðu það líka.

Lesa meira

Hafist handa við malbikun á nýja flughlaðinu á Akureyraflugvelli í næstu viku

,,Heildarflöturinn sem verður malbikaður er um 36.000 fermetrar. Sjálft flughlaðið er 25.000 fermetrar, en með nýrri akbraut sem tengist flugbrautinni og með öxlunum í kringum hlaðið er heildarflöturinn sem verður malbikaður er um 36.000 fm. Malbikslagið er tvöfalt og þykktin á því 15 cm þannig að hér er um mjög stóra framkvæmd að ræða. Til samanburðar þá er núverandi flughlað 12.500 fermetrar að stærð, núverandi akbraut út á braut er ekki inni i þeirri tölu. Þannig að hér er um veruleg stækkun að ræða, sem m.a eflir getu Akureyrarflugvallar til að taka á móti mörgum vélum á sama tíma t.d þegar þörf er á vegna varaflugvallahlutverksins.“  Sagði Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og baráttumaður fyrir útbótum á varaflugvellinum á Akureyri.

Lesa meira

Í kvöld Barbara Hannigan og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands og kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan eru komin til Akureyrar og halda tónleika í Hofi í kvöld 16. júní. Aðeins er ár síðan Barbara kom fyrst til landsins og sló eftirminnilega í gegn með hljómsveitinni í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík vorið 2022. Gagnrýnandi Fréttablaðsins sagði meðal annars um þá tónleika: „Túlkunin var draumkennd og skáldleg, það ver einhver upphafin stemning yfir öllu saman,“ og „útkoman var sjaldheyrður unaður“

Lesa meira

Kanna fýsileika þess að flytja stjórnsýsluna

-Forseti sveitarstjórnar Norðurþings segir núverandi húsnæði óhentugt

Lesa meira

Samgöngusamningar njóta vinsælda meðal starfsfólks

Hjólageymslur við stærstu starfsstöðvar Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa eru vel nýttar þessar vikurnar. Starfsmönnum stendur til boða að gera samgöngusamning, sem kveður á um mánaðarlegan styrk til þeirra sem nota vist- og heilsuvæna ferðamáta til og frá vinnu að jafnaði þrjá daga vikunnar. Fullur styrkur er 9.000 krónur á mánuði og er skattfrjáls.

Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri Samherja segir að þessi styrkur hafi staðið starfsmönnum til boða frá árinu 2020 og slíkum samningum hafi fjölgað jafnt og þétt, enda um að ræða jákvæðan hvata til að skilja bílinn eftir heima.

Lesa meira

Skrudduskrúðgangan

Sumarlistamaður Akureyrar, Egill Andrason með spennandi gjörning í tilefni Bíladaga.

Lesa meira

Chicago vann tvenn verðlaun á Grímunni og hlaut alls 7 tilnefningar!

Björgvin Franz Gíslason leikari var valinn söngvari ársins á Grímunni, íslensku sviðslistaverðlaununum,  sem haldin var við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Verðlaunin hlaut Björgvin fyrir söng í hlutverki sínu sem Billy Flynn í söngleiknum Chicago, sem frumsýndur var í Samkomuhúsinu í byrjun árs og gekk fyrir fullu húsi fram á vor.  Danshöfundurinn Lee Proud hlaut einnig verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins fyrir Chicago.

Lesa meira

Raflínur: Leit eftir því sammannlega og því einstaka

Arna G. Valsdóttir og Karl Guðmundsson bjóða gestum að ganga inn í myndbands innsetningu/lifandi málverk í Deiglunni. Í verkinu mætir rafmagnshjólastóll rafrænni myndsköpun og dansandi línum. Sýningin opnar 17.júní í Deiglunni á Akureyri og er viðburðurinn hluti af Listasumri á Akureyri.

Lesa meira

Rafbíllinn sparar kostnað

Búnaðarsamband Eyjafjarðar keypti fyrir mánuði síðan nýjan rafknúin bíl til nota fyrirAndra Má frjótækni sem fer víða um og er á ferðinni alla daga.

Lesa meira

Ferðamenn aðstoðaðir úr sjálfheldu á Hlíðarfjalli í Mývatnssveit

Fólkið hafði valið hefðbundna gönguleið á fjallið, en þegar þau voru komin nokkuð upp í fjallið, fóru þau út af leiðinni og stefndu undir klettabelti sem þau töldu færa leið

Lesa meira

Aðgengi barna að íþróttastarfi- Stuðningur í skólakerfinu en enginn í tómstundum

„Það er mikið kappsmál að halda þeim krökkum sem eiga við fjölþættan vanda í virkni, en þá þurfa þau líka á stuðningi að halda og sömuleiðis íþróttafélögin,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Lesa meira

Eldra fólk – stefna til framtíðar

Á nýliðnu þingi var samþykkt þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk til fjögurra ára, árin 2023-2027. Áætlunin hefur fengið nafnið Gott að eldastog er á ábyrgð heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Tilgangurinn með áætluninni er að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að þjónustan sé veitt þegar hennar er þörf, á forsendum fólksins sjálfs og á réttu þjónustustigi. Á tímabilinu verður farið í þróunarverkefni og prófanir semkoma til með að nýtast til ákvarðanatöku um þjónustu við eldra fólk til framtíðar. Nú þegar hafa ráðuneytin auglýst eftir samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir sem vilja vinna að þróunarverkefnum um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum

Lesa meira