
Grýtubakkahreppur - Knappur rekstur en sterk staða og bjartar horfur
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps stafesti ársreikning fyrir áriö 2022 á fundi sínum í gær. Rekstur sveitarfélagsins hefur verið frekar þröngur síðustu misserin og 17 milljóna tap varð á rekstri samstæðu sveitarfélagsins, A + B hluta, á árinu 2022. Það er raunar nokkur bati frá fyrra ári og jókst veltufé frá rekstri verulega. Heildartekjur voru kr. 716 millj. og höfðu hækkað um 10% frá fyrra ári. Gjöld fyrir afskriftir og fjámagnsliði voru kr. 689 millj og höfðu hækkað um tæp 6%. Þrátt fyrir tapið hækkaði eigið fé sveitarfélagsins og var í árslok kr. 431 millj.