
Sigþór Bjarnason Minning
Ein mesta gæfa sem okkur hefur fallið í skaut er að hafa átt Sigþór Bjarnason að nánum vin og samstarfsfélaga í áratugi. Ung kynntumst við þegar hann var ráðinn pressari í fatagerðina Burkna þar sem lagni hans og útsjónarsemi kom strax í ljós. Allt virtist leika í höndum Danda og fljótt sá Jón M. Jónsson að þarna fór piltur sem hægt var að treysta auk þess sem öllu samstarfsfólkinu leið einkar vel í návist hans. Hann hafði mjög góða nærveru.