
Vetrarríki í Listigarðinum i boði ÁLFkvenna Myndasýning
Eins og við greindum frá á vefnum hér á dögunum sýna ÁLFkonur í Listagarðinum ljósmyndir teknar í vetrarríki sem er þó nokkuð langt frá okkur um þessar mundir veðurfarslega.
Eins og við greindum frá á vefnum hér á dögunum sýna ÁLFkonur í Listagarðinum ljósmyndir teknar í vetrarríki sem er þó nokkuð langt frá okkur um þessar mundir veðurfarslega.
Góð sumarvika er að líða í Hrísey.
Nú veit fréttaritari ekki hvort biðjast eigi afsökunar á mjög svo villandi veðurfréttaflutning í síðustu föstudagsfréttum þar sem boðaðar voru gular veðurviðvaranir. Eða, hvort það sé bara málið, boða viðvarnir og gleðjast svo mikið þegar það gula í spánum er bara sólin! Um síðustu helgi var veður gott, smá að flýta sér, en hlýtt og sólin skein.
Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Rekstur sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var rúmar 76 milljónir króna eftir skatta. Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins um 12,3 milljarðar króna og hafa aukist um 1,3 milljarða á milli ára. Innlán voru á sama tíma um 11 milljarðar og jukust þau um 1,1 milljarð á milli ára. Eigið fé sparisjóðsins var 1,1milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.
,,Akureyri hentar ekki til hjólreiða” var oft sagt og var þá verið að vísa til Gilsins og Þórunnarstrætis sem ekki voru á allra færi að hjóla upp. Svo sannfærðir voru menn um þessa ,,staðreynd” að þegar hjólreiðar fóru að aukast með tilkomu ,,hjólað í vinnuna” komst hjólalyfta upp Gilið í kosningaloforðalista stjórnmálaflokka, þetta var fyrir aðeins en 10 árum.
Sjómannadagurinn verður haldin hátíðlegur á Akureyri með fjölbreyttri dagskrá sem hefst við Iðnaðarsafnið í dag föstudag kl. 15. Þar verður nýtt líkan af Húna II afhent og afhjúpað og boðið upp á veitingar í tilefni dagsins en þennan dag eru 60 ár liðin frá því eikarbáturinn Húni var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri.
Á fundi bæjarráðs Akureyrar i morgun var ma rætt um samgöngur við Grímsey en Sæfari, ferjan sem siglir á milli lands og eyja fór i slipp þann 17 mars og er enn þar.
Löngum var svo að til þess að henda rusli á gámasvæðinu við Réttarhvamm þurfti að hafa meðferðis klippikort og ef það var fullnýtt var ekki um annað að ræða en fara á bæjarskrifstofurnar og fá nýtt.
Föstudagskvöldið 2. júní kl. 20 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýning norðlenskra myndlistarmanna – Afmæli, Ásmundur Ásmundsson – Myrkvi, og Inga Lísa Middleton – Hafið á öld mannsins. Boðið verður upp á listamannaspjall með Ásmundi og Ingu Lísu kl. 21 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins.
Skipstjórarnir á Kaldbak EA 1, þeir Angantýr Arnar Árnason og Sigtryggur Gíslason, hafa látið af störfum vegna aldurs. Báðir eiga þeir að baki langt og farsælt starf hjá Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa
Í tólfta sinn bjóða ÁLFkonur, í samvinnu við Lystigarðinn á Akureyri og LYST kaffihús uppá ljósmyndasýningu við útsvæðið og veitingasöluna í garðinum.
Að þessu sinni takast þær á við vetrarríki, -birtu og form sem fanga augað yfir köldustu mánuðina. Sýning hefst um sjómannadagshelgina og ÁLFkonur tileinka sýninguna íslenskum sjómönnum sem öðrum fremur kljást við vetrarstorma og veðrabrigði í störfum sínum.
Delta, Kappa, Gamma, eru alþjóðasamtök kvenna í fræðslustörfum. Ísland hefur átt aðild að samtökunum síðan 1975 og eru 13 deildir starfandi á landsvísu með um 330 félagskonum. Tvær deildir starfa á Akureyri og er Betadeild önnur þeirra. Verkefni deildarinnar eru margvísleg en árlega styrkir Betadeild m.a. stúlkur til menntunar undir merkjum UNICEF.
Sú hefð hefur skapast í Betadeild að heiðrað konu á starfssvæði deildarinnar fyrir framúrskarandi og markverð störf að mennta- eða menningarmálum. Fyrsta konan var heiðruð á 20 ára afmæli deildarinnar og síðan á fimm ára fresti eftir það. Með þessu vill Betadeild vekja athygli á konum sem vinna að mikilvægum störfum í þágu menningar og menntunar.
Lögreglan á Akureyri hafði í gærkvöld afskipti af tveimur karlmönnum af erlendum uppruna, en þeir voru við verslanir í bænum að betla peninga af fólkiundir því yfirskini að þeir væru að safna fé til styrktar heyrnardaufum.
blíðskaparveðri eftir vinnu síðasta fimmtudag tók hópur starfsfólks Norðurorku, auk maka, barna og barnabarna, til hendinni við höfuðstöðvar Norðurorku á Rangárvöllum sem og við dælustöðina í Þórunnarstræti, við aðveitustöðina í Þingvallastræti og við hitaveituna á Laugalandi í Eyjafirði.
„Það er fjarstæðukennt að árið 2023 sjái sveitar- og bæjarstjórar ekkert að því að starfsfólk þeirra sem sinna nákvæmlega sömu störfunum séu á mismunandi launum. Það er sárt og erfitt að vita til þess að sveitarfélögin hafi ekkert gert til að hafa áhrif á þessa stöðu og stuðla að gerð réttlátra kjarasamninga,“ segir í áskorun sem samþykkt var á samstöðufundi félagsmanna í Kili sem starfa í sundlaugum og íþróttamannvirkjum.
Sumarið 2020 bauð Dyngjan-listhús Myndlistafélaginu á Akureyri að taka þátt í útilistasýningu við Dyngjuna-listhús sem er í landi Fífilbrekku undir fjallinu Kerlingu í Eyjafjarðarsveit. Sýningin stóð yfir í 3 mánuði frá júní byrjun fram til ágústloka.
Sköpuð voru fjölbreytt listaverk sem þoldu veður og vind íslenskt sumars. Sýningin hlaut nafnið „Heimalingar“, ástæðan fyrir því var að staðarhaldari hafði fengið að láni 2 undurfagra heimalninga, sem tóku sig vel út á sýningarsvæðinu og glöddu sýningagesti.
Nú verður opnuð 4. útilistasýningin „Heimalingar IV“.
20 heimalingar / norðlenskir listamenn sýna list sína í fjórða sinn, hjá Dyngjunni-listhúsi við Eyjafjarðarbraut eystri, 605 Akureyri, sumarið 2023.
Opið alla daga frá 14.00-17.00 frá 3. júní - 31. ágúst.
Aðgangur ókeypis.
Velkomin að njóta menningar í fagurri náttúru Eyjafjarðarsveitar.
Nánari upplýsingar eru á Dyngjan-listhús á FB og í síma 8998770
Sýnendur :
Hadda, Brynhildur Kristinsdóttir, Jonna, Anna Þóra Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Karólína Baldvinsdóttir,
Oddný E Magnúsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Hjördís Frímann, Joris Rademaker, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir,
Hrefna Harðardóttir, Freyja Reynisdóttir, Rosa Kristin Juliusdottir, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Björg Eiríksdóttir, Stefán Tryggva og Sigríðarson, Hallgrímur Stefán Ingólfsson, Ólafur Sveinsson.
Ég er staddur í miðborg Oslóar umkringdur veitingastöðum í leit að rétta staðnum til að borða á. Valkvíðinn hellist yfir mig og ég opna símann til þess að hjálpa mér að þrengja leitina.Með allar upplýsingar í heiminum í vasanum hlýt ég að geta fundið hinn fullkomna stað fyrir mig.
Í spurningaþraut Vikublaðsins #9 er farið um víðan völl. Getur þú svarað öllum spurningunum?
Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Vinir Akureyrar hafa skrifað undir samning þess efnis að Ölgerðin verði aðal styrktaraðili bæjarhátíðarinnar Einnar með öllu sem fram fer um verslunarmannahelgina hvert ár. Það er því er ljóst að Egils Appelsín verður á allra vörum næstu þrjú árin.
Ég vona að fólkið okkar verði duglegt að nýta sér þetta þannig að hægt verði að bjóða upp á mat til kaups til frambúðar,“ segir Halla Birgisdóttir Ottesen forstöðumaður tómstundamála hjá Akureyrarbæ
Verð fyrir innlegg á sauðfjárafurðum mun að lágmarki hækka um 5% umfram verðlagsþróun frá síðustu sláturtíð hjá Kjarnafæði Norðlenska, KN og dótturfélögum þess en félagið hefur gefið út lágmarksverð fyrir dilkakjöt á komandi sláturtíð.
Miðað við núverandi breytingu á verðlagi frá fyrra ári, árs verðbólgu í mars 2023, væri þetta að lágmarki um 15% hækkun á meðalverði.
Með þessari ákvörðun er verið að tryggja að tekjur sauðfjárbúa sem leggja inn hjá samstæðu KN hækka umfram verðlagsþróun milli ára, miðað við sama innlegg. Vonir standa til þess að markaðsaðstæður verði með þeim hætti að unnt verði að hækka innlegg haustið 2023 umfram áðurnefnda lágmarkshækkun.
Tjaldstæðið og fastleigusvæði í Vaglaskógi voru opnuð fyrir helgi.
„Skógurinn kemur mjög vel undan vetri enda var hann óvenju snjóléttur,” segir Rúnar Ísleifsson skógarvörður hjá Skógræktinni Vöglum í Fnjóskadal en óvenju lítið sé af brotnum trjám eftir veturinn.
Hann segir að síðasta sumar hafi komið ágætlega út, gróðursetningar og grisjun skóglenda var óvenju mikil, ”en aftur móti var léleg aðsókn á tjaldsvæðunum enda tíðarfar ekkert sérstakt.”
Í gær brautskráðust 183 nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri af tuttugu námsbrautum. Þetta er einn af allra stærstu brautskráningarhópum í tæplega fjörutíu ára sögu skólans. Brautskráningin var við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Bekkurinn var þétt setinn enda brautskráningarhópurinn stór. Tuttugu og sex nemendur brautskráðust með tvö skírteini og því voru afhent 209 skírteini í dag. Á haustönn brautskráðust 93 nemendur sem þýðir að á þessu skólaári hefur VMA brautskráð 276 nemendur.
Spurningar úr öllum áttum í spurningaþraut Vikublaðsins #8
Sú var tíð að menn hrintu knerri sínum úr vör og sigldu því til Íslands. En alla tíð á þessu skeri í norðurhöfum urðu menn að treysta á að knörrin okkar vær þannig byggður að þau stæðist óblíðu veður sem hér geisa. Um sjómannadagshelgina fögnum við einu slíku skipi sem hefur þjónaði eigendum sínum vel, staðist óblíðu veður og borið að landi ótrúlegan afla og skaffaði mörgum fjölskyldum lífsviðurværi. Skip þetta er Húni II sem var hannaður og smíðaður hér á Akureyri og vitnar um þann hagleik og handverk sem Eyfirskir smiðir réðu yfir. Gaman er að geta þess að samtals tók það þrjátíu mannár að smíða skipið.
Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA), hlaut styrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar í lok febrúar síðastliðins fyrir verkefnið Áhrif fjarvinnu á vegakerfið. Verkefnið snýr að því að rannsaka hvort aukning hafi orðið á fjarvinnu í kjölfar COVID-19 faraldursins meðal íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins, til dæmis Selfoss, Hveragerðis, Akraness og Suðurnesja, sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið, og meðal íbúa nærsveita Akureyrarbæjar sem sækja vinnu á Akureyri.
„Ég átti alls ekki von á þessu þannig að þetta kom ánægjulega á óvart,“ segir Ólöf Björk Sigurðardóttir formaður íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar sem fékk afhent gullmerki ÍSÍ fyrir sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni. Hún er nú að hefja sitt tuttugasta tímabil sem formaður deildarinnar, tók við árið 2004, en hafði setið í stjórn nokkur ár þar á undan. „Ég er auðvitað virkileg ánægð með þessa viðurkenningu og það er gaman þegar tekið er eftir því góða starfi sem unnið er af sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni.“ Fjögur af fimm börnum Ólafar hafa látið til sín taka í íshokkídeildinni.
Háskólahátíð – brautskráning frá Háskólanum á Akureyri fer fram dagana 9. og 10. júní í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri