Landherji, sem er Starfsmannafélag innan Samherja, efndi í gær til fjölskyldusiglingar á Eyjafirði með uppsjávarveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11. Áhöfnin tók vel á móti hópnum, sýndi skipið og svaraði fjölmörgum spurningum gesta og kokkurinn sá um að grilla pylsur handa öllum. Blíðskaparveður var fyrir norðan í gær, þannig að allar aðstæður til að njóta siglingarinnar í góðra vina hópi voru ákjósanlegar.
Alls tók siglingin um tvær klukkustundir, þannig að gestum gafst kostur á að skoða hið glæsilega skip og njóta veitinga um borð.