Fréttir

Þúsundir á Akureyri vegna fótboltamóta

N1-fótboltamót drengja var sett á hádegi í dag og stendur fram á laugardag og Pollamót Samskipa fer fram á föstudag og laugardag

Lesa meira

Símenntun og KHA hljóta 60 milljóna króna styrk

Símenntun Háskólans á Akureyri og Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA) hlutu á dögunum styrk frá Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál að upphæð 400.000 evra. Titill verkefnisins er Reflecting Economics and Climate Change in Teaching (REACCT) og snýr að vitundarvakningu gagnvart sjálfbærni í kennslu með áherslu á viðskipta- og hagfræðigreinar. KHA og Símenntun leiða REACCT verkefnið sem er til þriggja ára og samstarfsaðilar eru háskólar í Póllandi, Tékklandi, Slóveníu, Ítalíu og Serbíu.

Lesa meira

Hvað ef?

· Hvað ef það er kónguló í skónum mínum?

· Hvað ef ég bakka á staur?

· Hvað ef ég dett?

· Hvað ef allir hlæja að mér?

· Hvað ef lyftan festist?

· Hvað ef ég er að fá hjartaáfall?

· Hvað ef geitungur stingur mig?

· Hvað ef ég geri mistök?

· Hvað ef kjúklingabein festist í hálsinum á mér?

· Hvað ef það eru sýklar á þessu sem ég var að snerta?

· Hvað ef ég hendi óvart 10.000 kalli í ruslið?

· Hvað ef ég ræð ekki við þetta?

 

Lesa meira

Hollvinir SAk komu færandi hendi

Fulltrúar Hollvina færðu barnadeildinni og almennu göngudeildinni góðar gjafir

Lesa meira

Listamannaspjall með Aðalheiði S. Eysteinsdóttur

Á sunnudaginn þann 9. júlí kl. 14 býður Aðalheiður S. Eysteinsdóttir gestum og gangandi að spjalla við sig um yfirstandandi sýningu sína Vegamót.

Lesa meira

Samþykktu heimgreiðslur til að mæta mönnunarvanda á Grænuvöllum

Fjölskylduráð Norðurþings hefur til umfjöllunar starfsemi leikskólans Grænuvalla á Húsavík en leikskólinn stendur frammi fyrir alvarlegum mönnunarvanda. Nú liggur fyrir að ekki er nægt starfsfólk til að taka við nýjum nemendum í lok ágúst. Gripið verði til tímabundinna heimgreiðslna til að mæta vandanum

Lesa meira

Kári í jötunmóð - í júlí

Það er ekki allt tekið út með veðursældinni eins og við Íslendingar ættum að vera farin að þekkja en gleymum jafnharðan

Lesa meira

Eftir gresjunni kemur maður ríðandi hesti á

Spurningaþraut Vikublaðsins # 15

Lesa meira

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra Verkefnum fjölgar en óbreytt starfsmannahald

Verkefnum Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra hefur fjölgað en skortur er á starfsfólki, starfmannafjöldi hefur verið óbreyttur til fjölda ára.

Lesa meira

Aukin aðsókn í leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit

Aukinni aðsókn í leikskólann Krummakot verður mætt með því að kaupa húseiningar og reisa úr þeim viðbótarhús við núverandi leikskóla byggingu. Áætlaður kostnaður er um 25 milljónir króna. Verið er að byggja nýjan 1000 fermetra leikskóla í tengslum við Hrafnagilsskóla.

Lesa meira

Fjallahjólagarpur sem rannsakar frumkvöðlaframlag kvenna

Þrífst í heimi nýsköpunar og frumkvöðla  

Lesa meira

Birta þarf starfslokasamning fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka strax

Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar steig fram í Vikulokunum í gær og lagði ríka áherslu á að starfslokasamningur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka yrði birtur strax. Þetta er afstaða þingflokks Framsóknar en í kjölfarið hefur fjárlaganefnd gert slíkt hið sama.

Lesa meira

Samtök um dýravelferð skora á Akureyrarbæ að styðja við Kisukot

Mikill kostnaður fylgir starfseminni   Dýralæknakostnaður vegur þyngst, matur og sandur og nemur kostnaður milljónum. Um 100 manns styðja við starfið með eigandanum.

Langt er síðan jafn margir kettir hafa verið á vergangi á Akureyri og er nú um þessar mundir. Ragnheiður Gunnarsdóttir sem rekur Kisukot – kattaaðstoð á Akureyri segir að kettir haldi sig í þó nokkrum mæli á þremur stöðum í bænum og fer hún á milli og gefur mat. „Við vitum um ketti á þessum þremur stöðum og það þarf að ná þeim, mér sýnist að flestir séu fyrrum heimiliskettir sem enginn gefur sig fram um að eiga,“ segir hún.

Lesa meira

„Mikil þolinmæðisvinna að leyfa hugmynd að fæðast náttúrulega“

Segir Einar Óli Ólafsson, Listamaður Norðurþings 2023

Lesa meira

Akureyri Hlýjasti júni frá upphafi mælinga?

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur heldur úti ásamt félaga sínum sínum Sveini Gauta Einarssyni verkfræðingi öflugri vefsíðu um veður, www.blika.is  Þar velta þeir því fyrir sér í færslu í morgun hvort nýliðinn júní geti hafa verið sá hlýjasti hér frá upphafi mælinga.  Meðalhiti á Akureyri í júni var um 12,4°C en er venjulega 9,7°C. 

Lesa meira

Mannekla leiðir til skertrar þjónustu velferðarsviðs í sumar

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar segir áhyggjuefni að ekki fáist fólk til starfa við stoð- og stuðningsþjónustu á vegum velferðarsviðs Akureyrarbæjar í sumar. Skortur á starfsfólki veldur því að skerða þarf þjónustu í sumar, einkum frá byrjun júlí og fram í ágúst. „Það hefur ekki gengið vel að ráða fólk og við erum enn með nokkur stöðugildi sem enginn sækir um, þannig að ljóst er að ekki er hægt að halda úti fullri þjónustu með þann mannskap sem við höfum nú á næstu vikum.“

Lesa meira

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Þá er júní að líða undir lok. Hann endar blautur og kaldur en var þó að mestu okkur hlýr og sólríkur.

Lesa meira

Byrjað að brjóta kirkjutröppurnar á Akureyri

Viðamiklar framkvæmdir eru nú hafnar á svæðinu í kringum kirkjutröppurnar á Akureyri og verður svæðið lokað almenningi fram í október. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Tilboð opnuð í sjúkraflug á landinu

Í dag voru opnuð tilboð hjá Ríkiskaupum í sjúkraflug á landinu.   Tvö tilboð bárust,  frá Mýflugi upp á kr. 889.110.000,- og frá Norlandair upp á kr. 775.470.929,-  Kostnaðaráætlun  kaupanda er: kr. 857.824.495,-

Lesa meira

Langþráð grenndarstöð sett upp á Húsavík

Sett hefur verið upp grenndarstöð á Húsavík til söfnunar á málmi, gleri og textíl en grenndarstöðin er staðsett við Tún

Lesa meira

Ungmenni bæjarins velta fyrir sér hvort tekjutengja eigi frístundastyrk Reglulega skoðað hvað megi gera betur

„Það er í reglulegri skoðun hjá Akureyrarbæ hvernig hægt er að auka nýtingu frístundastyrksins,“ segir Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála á Akureyri. Ríflega 18% barna og ungmenna nýttu sér ekki frístundastyrki á liðnu ári, en hann nemur 40 þúsund krónum á ári til hvers barns/ungmennis frá 6 til 17 ára og gengur upp í kostnað við íþróttir eða tómstundir sem þau stunda. Heldur fleiri drengir en stúlkur nýta ekki frístundastyrkinni, þeir voru 58% og stúlkur 42%.

Lesa meira

Smíði á líkani af ,,Stellunum“ miðar vel áfram

Eins og fram hefur komið á vefnum verða i haust 50 ár frá því að Útgerðarfélag Akureyringa  festi kaup á systurskipum frá Færeyjum Stellu Kristinu og Stellu Karínu en Stellurnar eins og þær voru kallaðar voru mikil happaskip og að margra áliti fallegustu fiskiskip sem sést hafa við Íslandsstrendur.   

Lesa meira

Hollvinir SAk 10 ára - Gerðu sér glaðan dag í Lystigarðinum

Myndaveisla af hátíðarhöldunum í Lystigarðinum sl. föstudag

Lesa meira

Djákninn á Myrká í norrænu samstarfi?

Nú stendur yfir á Akureyri norrænt vinabæjarmót þar sem ungt fólk frá Ålesundi í Noregi, Randers í Danmörku, Lahti í Finnlandi og Västerås í Svíþjóð mætast ásamt heimafólki

Lesa meira

Fríið sem gleymdi að byrja

,,Hey, eigum við að fara á fætur? Getum við farið út í skóg? Mig langar svooo mikið að fara að leita að ormum. Eigum við að finna prik?”

Lesa meira

Forsíðumynd - Sá glaðasti?

Doppa er 4 ára gömul dalmatíutík sem býr í Grafarvogi. Hún kemur á hverju ári til Húsavíkur til að heimsækja ættingja. Hún hefur mjög gaman að allri útivist og elskar fjallgöngur.  Doppa fór í sína fyrstu ferð upp á Húsavíkurfjall á dögunum, en örugglega ekki þá síðustu.

Lesa meira

Ný lánaviðmið Húsnæðis-og mannvikjastofnunar útiloka líklega bróðurpart eldri borgara frá kaupum

Áform um uppbyggingu ríflega 130 íbúða á vegum Búfestis við Þursaholt eru í uppnámi vegna nýrra lánaskilyrða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Hluta íbúðanna átti að reisa í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri. Með nýjum lánaviðmiðum HMS er ljóst að bróðurpartur félagsmanna, tveir þriðju hlutar, falla ekki undir núverandi tekju- og eignamörk. Mikil óánægja er meðal félagsmanna með þetta útspil HMS. Búfesti er í biðstöðu með framkvæmdir á svæðinu og er þess freistað á HMS til að breyta nýju lánaskilyrðunum.

“Okkur þykir þetta mjög miður,” segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri. Unnið er að því á vegum félagsins að fá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að endurskoða afstöðu sína til verkefnisins, enda segir hann að það sér grundvallaratriði að hagstæðar íbúðir séu í boði fyrir alla félagsmenn, en ekki bara suma.

Félagið hefur í góðri samvinnu við Búfesti unnið að verkefninu við Þursaholt og tekið þátt í hönnun íbúðanna með sérstöku tilliti til þarfa eldra fólks. Búfesti er óhagnaðardrifið húsnæðissamvinnufélaga sem á og rekur um 260 íbúðir á Akureyri og Húsavík. Hefur búsetum verið gert mögulegt að eiga 10 til 30% eignarhlut í íbúðunum.

Lesa meira