SAk - Færri ferðamenn hafa leitað á bráðamóttöku í ár
„Það eru alltaf sveiflur í starfseminni. Árið 2023 einkenndist af miklu álagi og gríðarlega mikilli rúmanýtingu en árið í ár er nær því sem eðlilegt þykir á bráðadeildum en oft er talið að um 85% rúmanýting sé eðlilegt viðmið,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.