Stefnt að því að setja upp sleðabraut í Hlíðarfjalli

Eitthvað i þessum dúr er fyrirhugað að leggja í Hliðarfjalli
Eitthvað i þessum dúr er fyrirhugað að leggja í Hliðarfjalli

Óskað hefur verið eftir heimild til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls, skíðasvæðisins við Akureyri. Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur tekið jákvætt í erindið.

Óskin er til komin vegna áforma um leggja sleðabraut frá bílastæði austan Skíðastaða og niður hlíðina til austurs. Aðeins efsti hluti brautarinnar er innan þess svæðis sem gildandi deiliskipulag nær til. Hér er um að ræða sleðabraut (Alpine Coaster) sem er vinsæl og fjölskylduvæn afþreying víða erlendis en engin slík braut hefur verið sett upp á Íslandi.

Framkvæmdum ljúki sumarið 2026

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli segir að einkaaðili muni annast framkvæmdir og eiga sleðabrautina en Akureyrarbær eigi landið sem hún verði á. Hann segir að verið sé að setja upp sleðabraut í Hveragerði og hún verði að líkindum sú fyrsta sem líti dagsins ljós hér á landi. Fyrir fáum misserum var óskað eftir hugmyndum um afþreyingu í Hlíðarfjalli og segir Brynjar Helgi að hugmynd um uppsetningu sleðabrautar hafi orðið fyrir valinu. Hann segir samningaviðræður í gangi og er fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi svæðisins hluti af þeim viðræðum. Framkvæmdaraðilar sjái fyrir sér að framkvæmdir hefjist árið 2026 og ljúki þá um sumarið.

Í uppbyggingunni felst uppsetning brautarinnar sjálfrar sem mun liggja um 30 cm frá jörðu og hvílir ekki á jarðveginum sjálfum. Undirstöður er pinnaðar niður í jörðina og brautin sett niður á undirstöðurnar, því er um að ræða afturkræfa framkvæmd. Á bílastæðinu neðan Skíðastaða verður þjónustuhús fyrir vélbúnað ásamt lítilli byggingu fyrir miðasölu.


Athugasemdir

Nýjast