Gott fyrsta heila starfsár Kaldbaks að baki
Aðalfundur Kaldbaks ehf. var haldinn í dag, fimmtudaginn 29 ágúst. Á fundinum var ársreikningur félagsins fyrir árið 2023 lagður fram og staðfestur af hluthöfum. Um er að ræða fyrsta heila starfsár félagsins sem sjálfstætt fjárfestingarfélag en áður var það hluti af samstæðu Samherja.
Hagnaður samstæðu félagsins á síðasta ári nam 9,5 milljörðum króna. Eigið fé samstæðu Kaldbaks í árslok 2023 nam 35,5 milljörðum króna.