Björgunarsveitir sóttu vélsleðamann við Húsavík

Mynd af vettvangi/Landsbjörg.
Mynd af vettvangi/Landsbjörg.

Rétt upp úr klukkan 14 í dag voru björgunarsveitir á Húsavík og Aðaldal kallaðar út vegna vélsleðaslyss við Nykurtjörn við Húsavík, skammt frá skíðasvæðinu á Húsavík.

Þar hafði einstaklingur á vélsleða slasast. Upphaflega var tilkynnt um að viðkomandi hefði lent í snjóflóði en snjóflóðahætta er á þessu svæði.

Björgunarfólk á vélsleðum og snjóbílum hélt á staðinn og hlúði að þeim slasaða, bjó um hann og kom í sjúkrabörur. Í þeim var viðkomandi fluttur að björgunarsveitarbíl sem flutti þann slasaða áfram í sjúkrabíl.

Rétt fyrir klukkan 16 voru svo allir viðbragðsaðilar komnir út af hættusvæðinu og á leið heim.

 


Athugasemdir

Nýjast